Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 08:01 Róbert Orri Þorkelsson virtist varla trúa eigin augum eftir sjálfsmarkið. Skjáskot/TV2 Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson skoraði hreint ótrúlegt sjálfsmark og er eflaust manna fegnastur yfir því að lið hans Kongsvinger skuli vera komið áfram í næstu umferð umspils um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. „Þetta er snargalið sjálfsmark frá Þorkelssyni,“ sagði Amund Lutnæs í lýsingu TV 2, um sjálfsmarkið sem Róbert Orri skoraði í mikilvægum umspilsleik gegn Lyn í gær. Markið má sjá hér að neðan. The own goal by Robert Thorkelsson that gave Lyn the lead! 🫣 https://t.co/2HYisQKaF1 pic.twitter.com/iCQwtLuoBv— Football Norway (@NorwayFooty) November 17, 2024 Með markinu komst Lyn yfir í leiknum, seint í fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem að Kongsvinger tókst að jafna metin. Kongsvinger hafði svo betur í framlengingu með marki á 105. mínútu, þrátt fyrir að vera svo manni færra síðustu tíu mínútur framlengingarinnar. „Þetta á ekki að vera hægt“ En sjálfsmarkið hans Róberts Orra vakti engu að síður mikla athygli. Hann fékk sendingu til baka í eigin vítateig og teygði sig klaufalega í boltann þannig að hann hrökk í markið. „Það er algjör ringulreið þarna í öftustu línu hjá Kongsvinger. Þetta er sjálfsmark ársins í Obos-deildinni. Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Lutnæs í lýsingu TV 2. „Fáránlegt atvik,“ bætti hann við. Hinn 22 ára gamli Róbert Orri, sem fór í atvinnumennsku til Montreal í MLS-deildinni árið 2021, kom til Kongsvinger fyrir tímabilið sem nú er að klárast og hefur spilað tuttugu leiki í vörn liðsins. Kongsvinger hafnaði í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og komst þar með í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eins og fyrr segir er liðið nú búið að slá út Lyn, sem hafnaði í 5. sæti, og þarf næst að slá út Egersund sem endaði í 4. sæti. Sigurliðið þar mætir svo Moss, sem endaði í 3. sæti, og loks spilar sigurliðið úr þeim leik við þriðja neðsta liðið úr úrvalsdeildinni. Norski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
„Þetta er snargalið sjálfsmark frá Þorkelssyni,“ sagði Amund Lutnæs í lýsingu TV 2, um sjálfsmarkið sem Róbert Orri skoraði í mikilvægum umspilsleik gegn Lyn í gær. Markið má sjá hér að neðan. The own goal by Robert Thorkelsson that gave Lyn the lead! 🫣 https://t.co/2HYisQKaF1 pic.twitter.com/iCQwtLuoBv— Football Norway (@NorwayFooty) November 17, 2024 Með markinu komst Lyn yfir í leiknum, seint í fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem að Kongsvinger tókst að jafna metin. Kongsvinger hafði svo betur í framlengingu með marki á 105. mínútu, þrátt fyrir að vera svo manni færra síðustu tíu mínútur framlengingarinnar. „Þetta á ekki að vera hægt“ En sjálfsmarkið hans Róberts Orra vakti engu að síður mikla athygli. Hann fékk sendingu til baka í eigin vítateig og teygði sig klaufalega í boltann þannig að hann hrökk í markið. „Það er algjör ringulreið þarna í öftustu línu hjá Kongsvinger. Þetta er sjálfsmark ársins í Obos-deildinni. Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Lutnæs í lýsingu TV 2. „Fáránlegt atvik,“ bætti hann við. Hinn 22 ára gamli Róbert Orri, sem fór í atvinnumennsku til Montreal í MLS-deildinni árið 2021, kom til Kongsvinger fyrir tímabilið sem nú er að klárast og hefur spilað tuttugu leiki í vörn liðsins. Kongsvinger hafnaði í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og komst þar með í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eins og fyrr segir er liðið nú búið að slá út Lyn, sem hafnaði í 5. sæti, og þarf næst að slá út Egersund sem endaði í 4. sæti. Sigurliðið þar mætir svo Moss, sem endaði í 3. sæti, og loks spilar sigurliðið úr þeim leik við þriðja neðsta liðið úr úrvalsdeildinni.
Norski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira