Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2024 20:06 Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum, sem hefur meira en nóg að gera að undirbúa jólin með fjölbreyttum verkefnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum er ekki að spara málninguna eða glimmerið á birkigreinar, sem skreyttar eru fyrir jólin. Birkifræið af greinunum er allt gefið til Landgræðslunnar til sáningar, eða að andvirði tuttugu og sex milljóna króna síðustu tólf árin frá skrúðgarðyrkjumeistaranum. Eitt af fyrirtækjunum á Flúðum er Grænna land, þar sem Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari ræður ríkjum. Hún og tveir starfsmenn hennar eru löngu farnar að huga að skreytingum fyrir jólin og eru að vinna í kransagerð alla daga en kransarnir fara vítt og breitt um landið. „Já, jólin byrja snemma. Þau byrjuðu svona 10. október hjá mér og standa til 20. desember en þá eru þau líka búin. Núna erum við að búa til kransa og þá á ég bara í nokkuð góðum lager og svo er það sent til þeirra, sem vilja kaupa. Sumir vilja skreytta kransa og aðrir vilja óskreytta og skreyta sjálfir þá. Og svo erum við að gera kransana í mismunandi stærðum þannig að þeir eru alveg frá 30 sentímetrum upp í 90 sentímetra utan á fyrirtæki til dæmis,” segir Erla. Svo eru það jólagreinarnar úr íslensku birki, sem Erla málar og spreyjar svo með allskonar vistvænu glimmeri, sem dugar langt fram yfir jól á greinunum. Þá þarf hún að klæða sig upp í sérstakan málningargalla. „Þetta er vatnsmáling, sem við dýfum greinunum ofan í og svo eru þær látnar drjúpa í 45 mínútur. Svo set ég glimmer á þetta en sem betur fer núna er ég farin að nota vistvænt glimmer út af því að Evrópusambandið bannaði glimmer í fyrra,” segir hún. Erla prófaði sig þá áfram með allskonar glimmer og komst að því hvað væri best á birkigreinarnar, sem njóta mikilla vinsælda hjá henni, allt vistvænt eins og hún leggur ríka áherslu á. Erla passar að spara alls ekki glimmerið á greinarnar en hún notar eingöngu vistvænt glimmer, sem hefur gefist mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já fyrst rætt er um birki, Erla fer víða um og fær að klippa birki hjá bændum og búaliði og þá er oftast eitthvað fræ á greinunum. Því safnar hún saman, þurrkar og gefur Landgræðslunni en síðustu 12 ár hefur hún gefið birkifræ að andvirði 26 milljónir króna samkvæmt útreikningum Landgræðslunnar, geri aðrir betur. Landgræðslan mun fá um sjö kíló af birkifræjum gefins frá Erlu þetta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er þetta að gefa þér að vera að standa í þessu? „Þetta gefur mér bara kósí innivinnu, aðallega,” segir hún og skellihlær. Erla er með mjög góða aðstöðu á Flúðum fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem hún rekur af miklum myndarskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Jólaskraut Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Eitt af fyrirtækjunum á Flúðum er Grænna land, þar sem Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari ræður ríkjum. Hún og tveir starfsmenn hennar eru löngu farnar að huga að skreytingum fyrir jólin og eru að vinna í kransagerð alla daga en kransarnir fara vítt og breitt um landið. „Já, jólin byrja snemma. Þau byrjuðu svona 10. október hjá mér og standa til 20. desember en þá eru þau líka búin. Núna erum við að búa til kransa og þá á ég bara í nokkuð góðum lager og svo er það sent til þeirra, sem vilja kaupa. Sumir vilja skreytta kransa og aðrir vilja óskreytta og skreyta sjálfir þá. Og svo erum við að gera kransana í mismunandi stærðum þannig að þeir eru alveg frá 30 sentímetrum upp í 90 sentímetra utan á fyrirtæki til dæmis,” segir Erla. Svo eru það jólagreinarnar úr íslensku birki, sem Erla málar og spreyjar svo með allskonar vistvænu glimmeri, sem dugar langt fram yfir jól á greinunum. Þá þarf hún að klæða sig upp í sérstakan málningargalla. „Þetta er vatnsmáling, sem við dýfum greinunum ofan í og svo eru þær látnar drjúpa í 45 mínútur. Svo set ég glimmer á þetta en sem betur fer núna er ég farin að nota vistvænt glimmer út af því að Evrópusambandið bannaði glimmer í fyrra,” segir hún. Erla prófaði sig þá áfram með allskonar glimmer og komst að því hvað væri best á birkigreinarnar, sem njóta mikilla vinsælda hjá henni, allt vistvænt eins og hún leggur ríka áherslu á. Erla passar að spara alls ekki glimmerið á greinarnar en hún notar eingöngu vistvænt glimmer, sem hefur gefist mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já fyrst rætt er um birki, Erla fer víða um og fær að klippa birki hjá bændum og búaliði og þá er oftast eitthvað fræ á greinunum. Því safnar hún saman, þurrkar og gefur Landgræðslunni en síðustu 12 ár hefur hún gefið birkifræ að andvirði 26 milljónir króna samkvæmt útreikningum Landgræðslunnar, geri aðrir betur. Landgræðslan mun fá um sjö kíló af birkifræjum gefins frá Erlu þetta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er þetta að gefa þér að vera að standa í þessu? „Þetta gefur mér bara kósí innivinnu, aðallega,” segir hún og skellihlær. Erla er með mjög góða aðstöðu á Flúðum fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem hún rekur af miklum myndarskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Jólaskraut Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira