Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2024 20:06 Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum, sem hefur meira en nóg að gera að undirbúa jólin með fjölbreyttum verkefnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum er ekki að spara málninguna eða glimmerið á birkigreinar, sem skreyttar eru fyrir jólin. Birkifræið af greinunum er allt gefið til Landgræðslunnar til sáningar, eða að andvirði tuttugu og sex milljóna króna síðustu tólf árin frá skrúðgarðyrkjumeistaranum. Eitt af fyrirtækjunum á Flúðum er Grænna land, þar sem Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari ræður ríkjum. Hún og tveir starfsmenn hennar eru löngu farnar að huga að skreytingum fyrir jólin og eru að vinna í kransagerð alla daga en kransarnir fara vítt og breitt um landið. „Já, jólin byrja snemma. Þau byrjuðu svona 10. október hjá mér og standa til 20. desember en þá eru þau líka búin. Núna erum við að búa til kransa og þá á ég bara í nokkuð góðum lager og svo er það sent til þeirra, sem vilja kaupa. Sumir vilja skreytta kransa og aðrir vilja óskreytta og skreyta sjálfir þá. Og svo erum við að gera kransana í mismunandi stærðum þannig að þeir eru alveg frá 30 sentímetrum upp í 90 sentímetra utan á fyrirtæki til dæmis,” segir Erla. Svo eru það jólagreinarnar úr íslensku birki, sem Erla málar og spreyjar svo með allskonar vistvænu glimmeri, sem dugar langt fram yfir jól á greinunum. Þá þarf hún að klæða sig upp í sérstakan málningargalla. „Þetta er vatnsmáling, sem við dýfum greinunum ofan í og svo eru þær látnar drjúpa í 45 mínútur. Svo set ég glimmer á þetta en sem betur fer núna er ég farin að nota vistvænt glimmer út af því að Evrópusambandið bannaði glimmer í fyrra,” segir hún. Erla prófaði sig þá áfram með allskonar glimmer og komst að því hvað væri best á birkigreinarnar, sem njóta mikilla vinsælda hjá henni, allt vistvænt eins og hún leggur ríka áherslu á. Erla passar að spara alls ekki glimmerið á greinarnar en hún notar eingöngu vistvænt glimmer, sem hefur gefist mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já fyrst rætt er um birki, Erla fer víða um og fær að klippa birki hjá bændum og búaliði og þá er oftast eitthvað fræ á greinunum. Því safnar hún saman, þurrkar og gefur Landgræðslunni en síðustu 12 ár hefur hún gefið birkifræ að andvirði 26 milljónir króna samkvæmt útreikningum Landgræðslunnar, geri aðrir betur. Landgræðslan mun fá um sjö kíló af birkifræjum gefins frá Erlu þetta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er þetta að gefa þér að vera að standa í þessu? „Þetta gefur mér bara kósí innivinnu, aðallega,” segir hún og skellihlær. Erla er með mjög góða aðstöðu á Flúðum fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem hún rekur af miklum myndarskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Jólaskraut Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Eitt af fyrirtækjunum á Flúðum er Grænna land, þar sem Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari ræður ríkjum. Hún og tveir starfsmenn hennar eru löngu farnar að huga að skreytingum fyrir jólin og eru að vinna í kransagerð alla daga en kransarnir fara vítt og breitt um landið. „Já, jólin byrja snemma. Þau byrjuðu svona 10. október hjá mér og standa til 20. desember en þá eru þau líka búin. Núna erum við að búa til kransa og þá á ég bara í nokkuð góðum lager og svo er það sent til þeirra, sem vilja kaupa. Sumir vilja skreytta kransa og aðrir vilja óskreytta og skreyta sjálfir þá. Og svo erum við að gera kransana í mismunandi stærðum þannig að þeir eru alveg frá 30 sentímetrum upp í 90 sentímetra utan á fyrirtæki til dæmis,” segir Erla. Svo eru það jólagreinarnar úr íslensku birki, sem Erla málar og spreyjar svo með allskonar vistvænu glimmeri, sem dugar langt fram yfir jól á greinunum. Þá þarf hún að klæða sig upp í sérstakan málningargalla. „Þetta er vatnsmáling, sem við dýfum greinunum ofan í og svo eru þær látnar drjúpa í 45 mínútur. Svo set ég glimmer á þetta en sem betur fer núna er ég farin að nota vistvænt glimmer út af því að Evrópusambandið bannaði glimmer í fyrra,” segir hún. Erla prófaði sig þá áfram með allskonar glimmer og komst að því hvað væri best á birkigreinarnar, sem njóta mikilla vinsælda hjá henni, allt vistvænt eins og hún leggur ríka áherslu á. Erla passar að spara alls ekki glimmerið á greinarnar en hún notar eingöngu vistvænt glimmer, sem hefur gefist mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já fyrst rætt er um birki, Erla fer víða um og fær að klippa birki hjá bændum og búaliði og þá er oftast eitthvað fræ á greinunum. Því safnar hún saman, þurrkar og gefur Landgræðslunni en síðustu 12 ár hefur hún gefið birkifræ að andvirði 26 milljónir króna samkvæmt útreikningum Landgræðslunnar, geri aðrir betur. Landgræðslan mun fá um sjö kíló af birkifræjum gefins frá Erlu þetta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er þetta að gefa þér að vera að standa í þessu? „Þetta gefur mér bara kósí innivinnu, aðallega,” segir hún og skellihlær. Erla er með mjög góða aðstöðu á Flúðum fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem hún rekur af miklum myndarskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Jólaskraut Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira