Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 15:54 Fjöldi fólks hefur brugðist við yfirlýsingu Þórðar frá því fyrr í dag, einhverjir sjá á eftir Þórði, aðrir hrósa honum og aðrir telja um mistök að ræða. Vísir/Vilhelm/Hjalti Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur færsla Þórðar á Facebook fengið rúmlega 800 læk, þá hafa rúmlega hundrað manns skrifað ummæli við hana og henni verið deilt 39 sinnum. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru skiljanlega margir félagar Þórðar í Samfylkingunni en einnig fólk úr öðrum áttum. Þar á meðal fjölmiðlamenn á borð við Frosta Logason, stjórnmálafólk úr öðrum flokkum, Jón Gnarr, Trausti Breiðfjörð og Mummi Týr, og ýmsir aðrir. „Enginn má við forlögunum“ Flestir sem skrifa ummæli við færsluna sjá á eftir Þórði „Æ, æ, þetta er mikil synd því þarna missa landsmenn af tækifæri til að fá á Alþingi einn af betri talentum sem þar hefur sóst eftir sæti nýlega,“ skrifar Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar og stofnandi Miðeindar. Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, skrifar „Vildi fá þig á þing, en enginn má við forlögunum.“ „Dapurt en á sama tíma til fyrirmyndar,“ skrifar Hulda Ásgeirsdóttir leikskólastjóri. Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi segist hefðu kosið að sjá Þórð taka sæti á þingi og vonar hún að hann haldi áfram að miðla sinni dýrmætu reynslu og innsýn. „Lykilatriði í réttlátu og mannúðlegu samfélagi er að við treystum því að fólk geti breyst, lært af reynslu sinni og vaxið sem einstaklingar,“ skrifar hún. „Uppgjör við þessa menningu var löngu tímabær en við verðum líka að tryggja að fólki sé gefið tækifæri til að þroskast og bæta fyrir mistök sín þegar það axlar ábyrgð af heilindum og hefur sýnt að það er annað en það var,“ skrifar hún einnig. Fleiri ólust upp í moldarkofum feðraveldisins Aðrir hrósa Þórði sérstaklega fyrir ákvörðunina og segja hana sýna hans innri mann. „Þessi ákvörðun er þér til sóma,“ skrifar Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur og tekur Helgi Seljan, fyrrverandi kollegi Þórðar á Heimildinni, í svipaðan streng: „Þú ert stærri og meiri en flestir gæskur. Þetta sýnir það bara. Allt að sólu“. „Þetta er heiðarlega skrifað,“ skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundur og útvarpsmaður, og deilir færslunni. Teitur Örlygsson, körfuboltaspekúlant, lýsir einnig yfir ánægju með færsluna og segir hana fá mann til að hugsa um hve mikill munurinn er á „standard og eðlilegum prinsippum milli fólks og flokka í okkar litla landi“. Biggi Veira tónlistarmaður þakkar Þórði fyrir færsluna og segir: „Það eru fleiri sem ólust upp moldarkofum feðraveldisins en sjá núna tilvistina alla í betra samhengi“. „Til hamingju skrímsladeild Sjálfstæðisflokks“ Öðrum finnst rangt að Þórði skuli refsað fyrir gömul brot, segja slaufunarmenningu hafa gengið of langt, skrímsaldeildina hafa tekist ætlunarverk sitt og að vinstrimenn séu sínir eigin verstu óvinir. Kristján Jóhannsson óperusöngvari lætur nægja að vitna í Biblíuna: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Halldór Laxness Halldórsson, grínisti og rithöfundur, vitnar í afsökunarbeiðni Þórðar í færslu á X og skrifar við hana „Að éta sjálfan sig. The vegan version.“ Ég bið alla sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, og bara alla yfir höfuð, aftur og ítrekað, afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti. Ég geri mér með öllu grein fyrir því að svona skrif og svona sjónarmið hafa valdið miklum skaða í fortíð, nútíð og framtíð og að þau…— Halldór Halldórsson (@doridna) November 16, 2024 Á sama miðli skrifar Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri Hugvísindasviðs HÍ, að í dag sé glatt í höfuðstöðvum útgerðar- og fjármálafyrirtækja og óskar skrímsladeild Sjálfstæðiflokks til hamingju. „Ég efast um að það sé til lélegra vinstri en það íslenska - það lætur skrímsladeildinni alltaf spila með sig,“ skrifar hann einnig. Í dag er glatt í höfuðstöðvum útgerðar- og fjármálafyrirtækja. Til hamingju skrímsladeild Sjálfstæðisflokks. Ég efast um að það sé til lélegra vinstri en það íslenska - það lætur skrímsladeildinni alltaf spila með sig #kosningar2024— Guðmundur Hörður (@gudmundurhordur) November 16, 2024 Erlendur S. Þorsteinsson segir í X-færslu: „Vandamálið við það að góða fólkið taki ábyrgð á brestum sínum er að vonda fólkið gerir það ekki. Hvenær hyggst Miðflokkurinn og Klaustursveinar hans taka ábyrgð á skoðunum sínum og orðum?“ Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld segir að pressan hljóti nú að færast yfir á Klaustursveina í annarri færslu. Nú hlýtur pressan að færast yfir á Klaustursveinana: pic.twitter.com/DAdz6ZYg3m— GUNN4R 4NDR345🇵🇸 (@GunnarAndreasK) November 16, 2024 Krakkarnir hjá veðmálafyrirtækinu Epicbet grínast með að Kristrún sé böðullinn að baki ákvörðun Þórðar, vísa í ummæli hennar um Dag B. Eggertsson og telja veðmálasíðuna vera næsta fórnarlamb hennar. Fokk pic.twitter.com/H2h7HEamoV— Epicbet (@epicbetisland) November 16, 2024 Samfylkingin Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira
Þegar þessi frétt er skrifuð hefur færsla Þórðar á Facebook fengið rúmlega 800 læk, þá hafa rúmlega hundrað manns skrifað ummæli við hana og henni verið deilt 39 sinnum. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru skiljanlega margir félagar Þórðar í Samfylkingunni en einnig fólk úr öðrum áttum. Þar á meðal fjölmiðlamenn á borð við Frosta Logason, stjórnmálafólk úr öðrum flokkum, Jón Gnarr, Trausti Breiðfjörð og Mummi Týr, og ýmsir aðrir. „Enginn má við forlögunum“ Flestir sem skrifa ummæli við færsluna sjá á eftir Þórði „Æ, æ, þetta er mikil synd því þarna missa landsmenn af tækifæri til að fá á Alþingi einn af betri talentum sem þar hefur sóst eftir sæti nýlega,“ skrifar Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar og stofnandi Miðeindar. Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, skrifar „Vildi fá þig á þing, en enginn má við forlögunum.“ „Dapurt en á sama tíma til fyrirmyndar,“ skrifar Hulda Ásgeirsdóttir leikskólastjóri. Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi segist hefðu kosið að sjá Þórð taka sæti á þingi og vonar hún að hann haldi áfram að miðla sinni dýrmætu reynslu og innsýn. „Lykilatriði í réttlátu og mannúðlegu samfélagi er að við treystum því að fólk geti breyst, lært af reynslu sinni og vaxið sem einstaklingar,“ skrifar hún. „Uppgjör við þessa menningu var löngu tímabær en við verðum líka að tryggja að fólki sé gefið tækifæri til að þroskast og bæta fyrir mistök sín þegar það axlar ábyrgð af heilindum og hefur sýnt að það er annað en það var,“ skrifar hún einnig. Fleiri ólust upp í moldarkofum feðraveldisins Aðrir hrósa Þórði sérstaklega fyrir ákvörðunina og segja hana sýna hans innri mann. „Þessi ákvörðun er þér til sóma,“ skrifar Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur og tekur Helgi Seljan, fyrrverandi kollegi Þórðar á Heimildinni, í svipaðan streng: „Þú ert stærri og meiri en flestir gæskur. Þetta sýnir það bara. Allt að sólu“. „Þetta er heiðarlega skrifað,“ skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundur og útvarpsmaður, og deilir færslunni. Teitur Örlygsson, körfuboltaspekúlant, lýsir einnig yfir ánægju með færsluna og segir hana fá mann til að hugsa um hve mikill munurinn er á „standard og eðlilegum prinsippum milli fólks og flokka í okkar litla landi“. Biggi Veira tónlistarmaður þakkar Þórði fyrir færsluna og segir: „Það eru fleiri sem ólust upp moldarkofum feðraveldisins en sjá núna tilvistina alla í betra samhengi“. „Til hamingju skrímsladeild Sjálfstæðisflokks“ Öðrum finnst rangt að Þórði skuli refsað fyrir gömul brot, segja slaufunarmenningu hafa gengið of langt, skrímsaldeildina hafa tekist ætlunarverk sitt og að vinstrimenn séu sínir eigin verstu óvinir. Kristján Jóhannsson óperusöngvari lætur nægja að vitna í Biblíuna: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Halldór Laxness Halldórsson, grínisti og rithöfundur, vitnar í afsökunarbeiðni Þórðar í færslu á X og skrifar við hana „Að éta sjálfan sig. The vegan version.“ Ég bið alla sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, og bara alla yfir höfuð, aftur og ítrekað, afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti. Ég geri mér með öllu grein fyrir því að svona skrif og svona sjónarmið hafa valdið miklum skaða í fortíð, nútíð og framtíð og að þau…— Halldór Halldórsson (@doridna) November 16, 2024 Á sama miðli skrifar Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri Hugvísindasviðs HÍ, að í dag sé glatt í höfuðstöðvum útgerðar- og fjármálafyrirtækja og óskar skrímsladeild Sjálfstæðiflokks til hamingju. „Ég efast um að það sé til lélegra vinstri en það íslenska - það lætur skrímsladeildinni alltaf spila með sig,“ skrifar hann einnig. Í dag er glatt í höfuðstöðvum útgerðar- og fjármálafyrirtækja. Til hamingju skrímsladeild Sjálfstæðisflokks. Ég efast um að það sé til lélegra vinstri en það íslenska - það lætur skrímsladeildinni alltaf spila með sig #kosningar2024— Guðmundur Hörður (@gudmundurhordur) November 16, 2024 Erlendur S. Þorsteinsson segir í X-færslu: „Vandamálið við það að góða fólkið taki ábyrgð á brestum sínum er að vonda fólkið gerir það ekki. Hvenær hyggst Miðflokkurinn og Klaustursveinar hans taka ábyrgð á skoðunum sínum og orðum?“ Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld segir að pressan hljóti nú að færast yfir á Klaustursveina í annarri færslu. Nú hlýtur pressan að færast yfir á Klaustursveinana: pic.twitter.com/DAdz6ZYg3m— GUNN4R 4NDR345🇵🇸 (@GunnarAndreasK) November 16, 2024 Krakkarnir hjá veðmálafyrirtækinu Epicbet grínast með að Kristrún sé böðullinn að baki ákvörðun Þórðar, vísa í ummæli hennar um Dag B. Eggertsson og telja veðmálasíðuna vera næsta fórnarlamb hennar. Fokk pic.twitter.com/H2h7HEamoV— Epicbet (@epicbetisland) November 16, 2024
Samfylkingin Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira