Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:59 Nýjast könnun Maskínu ætti að gleðja Gunnar Smára. Það sama verður ekki sagt um Svandísi. Vísir Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. Samfylkingin mælist í nýrri könnun Maskínu með 20,1 prósent en flokkurinn mældist með 20,9 prósent fyrir viku. Viðreisn hækkar um 0,5 prósentustig og mælist nú með 19,9 prósent. Ekki er því marktækur munur á fylgi flokkanna tveggja. „Það virðist vera sem gáttin milli Samfylkingar og Viðreisnar sé nokkuð opin og áfram heldur sú þróun sem við vorum búin að sjá. Samfylkingin er að trappast niður hægt og rólega. Á sama tíma rís Viðreisn og þessir flokkar ná hvor öðrum. Það hægist aðeins á þessari þróun frá því sem áður var en engu að síður heldur hún áfram og þessir flokkar standa nærri jafnfætis,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Viðreisn sækir fylgi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki Marktækur munur er hins vegar á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem mælist nú með 13,4 prósenta fylgi, svipað og í síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem lækkar úr 14,9 prósentum í 12,6. „Auk þess að það séu gáttir opnar milli Samfylkingarinnar og Viðreisnar getur líka verið að viðleitni Sjálfstæðisflokksins til að stöðva blæðinguna yfir til Miðflokksins, sem þeir hafa gert með því að taka upp mörg áherslumál Miðflokksins sér í lagi hvað varðar aðgerðir gegn aðkomufólki, þá hafi gáttin yfir til Viðreisnar líka opnast frá Sjálfstæðisflokknum. Þannig að Viðreisn sé að njóta bæði fylgis sem er að koma frá Samfylkingu og einnig frá Sjálfstæðisflokki.“ Gengur hvorki né rekur hjá Vinstri grænum Flokkur fólksins hækkar eilítið milli vikna, nú í 9,2 prósentum og Framsókn mælist enn í rúmum 7 prósentum. Sósíalistar bæta við sig tæpum tveimur prósentustigum, og er nú með 6,3 prósenta fylgi. Píratar mælast með 5,1 prósent, VG með 3,4, Lýðræðisflokkurinn með 2,1 prósent og Ábyrg framtíð með 0,6%. Bakgrunnsbreytur hjá þeim sem tóku afstöðu í könnuninni. „Það gengur hvorki né rekur í þessari kosningabaráttu hjá Vinstri grænum. Kjósendur hafa yfirgefið flokkinn og ætla að reynast tregir til þess að snúa til baka. Svo Vinstri græn eru í raunverulegri lífshættu,“ segir Eiríkur. Könnunin fór fram dagana 8. til 13. nóvember og voru 1.463 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Samfylkingin mælist í nýrri könnun Maskínu með 20,1 prósent en flokkurinn mældist með 20,9 prósent fyrir viku. Viðreisn hækkar um 0,5 prósentustig og mælist nú með 19,9 prósent. Ekki er því marktækur munur á fylgi flokkanna tveggja. „Það virðist vera sem gáttin milli Samfylkingar og Viðreisnar sé nokkuð opin og áfram heldur sú þróun sem við vorum búin að sjá. Samfylkingin er að trappast niður hægt og rólega. Á sama tíma rís Viðreisn og þessir flokkar ná hvor öðrum. Það hægist aðeins á þessari þróun frá því sem áður var en engu að síður heldur hún áfram og þessir flokkar standa nærri jafnfætis,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Viðreisn sækir fylgi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki Marktækur munur er hins vegar á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem mælist nú með 13,4 prósenta fylgi, svipað og í síðustu könnun. Ekki er marktækur munur á Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem lækkar úr 14,9 prósentum í 12,6. „Auk þess að það séu gáttir opnar milli Samfylkingarinnar og Viðreisnar getur líka verið að viðleitni Sjálfstæðisflokksins til að stöðva blæðinguna yfir til Miðflokksins, sem þeir hafa gert með því að taka upp mörg áherslumál Miðflokksins sér í lagi hvað varðar aðgerðir gegn aðkomufólki, þá hafi gáttin yfir til Viðreisnar líka opnast frá Sjálfstæðisflokknum. Þannig að Viðreisn sé að njóta bæði fylgis sem er að koma frá Samfylkingu og einnig frá Sjálfstæðisflokki.“ Gengur hvorki né rekur hjá Vinstri grænum Flokkur fólksins hækkar eilítið milli vikna, nú í 9,2 prósentum og Framsókn mælist enn í rúmum 7 prósentum. Sósíalistar bæta við sig tæpum tveimur prósentustigum, og er nú með 6,3 prósenta fylgi. Píratar mælast með 5,1 prósent, VG með 3,4, Lýðræðisflokkurinn með 2,1 prósent og Ábyrg framtíð með 0,6%. Bakgrunnsbreytur hjá þeim sem tóku afstöðu í könnuninni. „Það gengur hvorki né rekur í þessari kosningabaráttu hjá Vinstri grænum. Kjósendur hafa yfirgefið flokkinn og ætla að reynast tregir til þess að snúa til baka. Svo Vinstri græn eru í raunverulegri lífshættu,“ segir Eiríkur. Könnunin fór fram dagana 8. til 13. nóvember og voru 1.463 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25
Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 7. nóvember 2024 16:16