Þingfundur hefst í dag klukkan hálf ellefu þar sem mörg mál eru á dagskrá, enda styttist í þinglok svo stjórnmálamenn geti einbeitt sér að kosningabaráttunni.
Ýmis mál hafa tekið breytingum í meðförum þingsins síðustu daga og meðal annars hefur meirihluti efnahags og viðskiptanefndar lagt það til að frumvarpi um kílómetragjald af ökutækjum verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Það verði því ekki að lögum fyrir áramót eins og ráðherra hafði stefnt að. Meirihluti nefndarmanna telur að vinna þurfi málið betur. Verði þetta samþykkt þýðir það einnig að ekkert verður af afnámi ýmissa gjalda sem hefðu fallið út ef kílómetragjaldið hefði orðið að lögum. Því er lagt til að kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald og almennt og sérstakt bensíngjald hækki um 2,5 prósent um áramót, líkt og önnur gjöld.
Þá leggur meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar einnig til að að heimild rétthafa til skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótariðgjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði verði framlengd um ár, en sú heimild var við það að detta út um næstu áramót.