Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2024 10:31 Sigrún Ósk var fluga á vegg hjá Rauða krossinum. Í Skútuvogi í Reykjavík fer fram flokkun á því sem Fatasöfnun Rauða krossins berst, en að meðaltali rúlla tíu þúsund kíló af fatnaði og textíl þar í gegn á hverjum einasta degi. „Það er nóg til af notuðum fötum, eða um 2500 tonn á ári af textíl,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri í fataverkefni Rauða krossins, í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Óhreinn fatnaður og ónýtur fer í eina körfu - hann á þó enn séns á að komast aftur í hringrásina erlendis þangað sem hann er seldur. Aðalmálið er þó að finna fatnað sem hægt er að selja í einhverri af nítján verslunum Rauða krossins hér heima, en þær eru ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Guðrún rakst á lopapeysu þegar hún fór í gegnum fötin með Sigrúnu Ósk sjónvarpskonu. „Þetta eru gríðarleg verðmæti fyrir okkur. Ferðafólk er mjög spennt fyrir því að kaupa íslenskan lopa. Það selst allt af lopanum, kjólar seljast og barnaföt en það mætti seljast meira af barnafötum því við fáum gríðarlegt magn,“ segir Guðbjörg. Haldi fólk að tilviljun ráði því hvað er í búðunum hverju sinni þá er það misskilningur. Hér vita starfsmenn nákvæmlega hvað selst og hvenær. Föt eru flokkuð í ákveðna bunka árið um kring og þau sett í búðirnar á hárréttum tíma. „Núna eru jólin að skella á og þá erum við að setja allar jólapeysurnar af stað. Bleikur október er nýliðin og þá söfnum við einhverju bleiku og höfum það tilbúið,“ segir Elsa Vestmann Kjartansdóttir, samfélagsmiðlastjóri hjá fatabúðum Rauða krossins. „Stundum erum við með eitthvað til hliðar sem við ætlum að rannsaka betur, ef það er til að mynda merkjavara hvort hún sé ekta og hvað hún kostar á eBay, en við erum alltaf með hana miklu ódýrari en á eBay.“ Sigrún leit einnig við í verslun Rauða krossins í Kringlunni og fékk að skyggnast fyrir hvað sé til sölu þar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Það er nóg til af notuðum fötum, eða um 2500 tonn á ári af textíl,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri í fataverkefni Rauða krossins, í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Óhreinn fatnaður og ónýtur fer í eina körfu - hann á þó enn séns á að komast aftur í hringrásina erlendis þangað sem hann er seldur. Aðalmálið er þó að finna fatnað sem hægt er að selja í einhverri af nítján verslunum Rauða krossins hér heima, en þær eru ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Guðrún rakst á lopapeysu þegar hún fór í gegnum fötin með Sigrúnu Ósk sjónvarpskonu. „Þetta eru gríðarleg verðmæti fyrir okkur. Ferðafólk er mjög spennt fyrir því að kaupa íslenskan lopa. Það selst allt af lopanum, kjólar seljast og barnaföt en það mætti seljast meira af barnafötum því við fáum gríðarlegt magn,“ segir Guðbjörg. Haldi fólk að tilviljun ráði því hvað er í búðunum hverju sinni þá er það misskilningur. Hér vita starfsmenn nákvæmlega hvað selst og hvenær. Föt eru flokkuð í ákveðna bunka árið um kring og þau sett í búðirnar á hárréttum tíma. „Núna eru jólin að skella á og þá erum við að setja allar jólapeysurnar af stað. Bleikur október er nýliðin og þá söfnum við einhverju bleiku og höfum það tilbúið,“ segir Elsa Vestmann Kjartansdóttir, samfélagsmiðlastjóri hjá fatabúðum Rauða krossins. „Stundum erum við með eitthvað til hliðar sem við ætlum að rannsaka betur, ef það er til að mynda merkjavara hvort hún sé ekta og hvað hún kostar á eBay, en við erum alltaf með hana miklu ódýrari en á eBay.“ Sigrún leit einnig við í verslun Rauða krossins í Kringlunni og fékk að skyggnast fyrir hvað sé til sölu þar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira