Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 14:48 Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands. Vísir Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir hvað gerðist á milli hans og Jóns Gunnarssonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær eftir að Heimildin sagði frá leynilegri upptöku huldumanns þar sem Gunnar Bergmann sonur Jóns fullyrti að faðir hans hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón fengi stöðu í matvælaráðuneytinu. Haft er eftir Gunnari í upptökunum að Jón ætlaði sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en ráðherrar Vinstri grænna höfðu staðið í vegi þess. Ræddi um málin tvö á sama tíma Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti því í fréttum í gær hvernig málið kom upp á fundi hans og Jóns í kjölfar þess að þingmaðurinn hafði lýst yfir að hann ætlaði ekki að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa tapað fyrir varaformanninum. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort það væri ekki óheppilegt svaraði hann: „Hann þurfti að segja af sér þingmennskunni til þess að helga störf sín þessu hlutverki samhliða því að hann verður í kosningabaráttu. Mér finnst menn vera að rugla saman óskyldum hlutum. Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum.“ Jón Ólafsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands telur að þetta samræmist ekki siðareglum ráðherra. „Í þessu tilfelli er verið að tengja þessi tvö mál á sama fundi. Það er merki um ákveðið formleysi í stjórnsýslu. Ef málið er einnig skoðað út frá siðferðislegu sjónarhorni og út frá sjónarhorni sérstakra siðareglna ráðherra þá er hægt að benda á að það þurfi að passa að blanda svona málum ekki saman á sama fundi eins og þarna er gert. Þetta vekur spurningar um greinarmun á flokkspólitísku starfi og verkefnum í stjórnsýslunni. Í siðareglum ráðherra kemur fram að ráðherra þurfi að gera greinarmun á þessu tvennu. Samkvæmt þeim ætti fólk að horfast í augu við hvaða álitamál geta komið upp og leita allra leiða til að forðast þau. Það að tengja saman pólitík og kosningabaráttu og verkefni í ráðuneytinu með þeim hætti sem hann lýsir er ekki í samræmi við þessar ágætu siðareglur,“ segir Jón. Ákvæðið í Siðareglum ráðherra sem Jón vísar til er eftirfarandi:Ráðherra gerir skýran greinarmun á flokkspólitísku starfi, svo sem í tengslum við kosningar, og verkefnum ráðuneytis síns hverju sinni. Hann felur starfsmönnum ráðuneyta, öðrum en aðstoðarmanni, ekki verkefni sem tengjast hinu fyrrnefnda. Jón telur tilefni til að málið verði kannað „ Þetta er mjög gott tilefni til að láta skoða málið hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og í forsætisráðuneytinu þar sem sérstök deild er til staðar sem getur fjallað um þetta,“ segir Jón. Tók Jón úr hvalaverkefni sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu Bjarni upplýsti sagði í fréttum í gær að hann hefði ákveðið áður en leyniupptökurnar voru gerðar opinberar að útiloka Jón Gunnarsson frá vinnslu hvalveiðiumsókna í matvælaráðuneytinu. Heimildin upplýsir í dag að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins hafi fengið beiðni um það sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu eða fimmtudaginn 7. nóvember. Umfjöllun um málið hófst 11. nóvember í Heimildinni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir hvað gerðist á milli hans og Jóns Gunnarssonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær eftir að Heimildin sagði frá leynilegri upptöku huldumanns þar sem Gunnar Bergmann sonur Jóns fullyrti að faðir hans hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón fengi stöðu í matvælaráðuneytinu. Haft er eftir Gunnari í upptökunum að Jón ætlaði sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en ráðherrar Vinstri grænna höfðu staðið í vegi þess. Ræddi um málin tvö á sama tíma Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti því í fréttum í gær hvernig málið kom upp á fundi hans og Jóns í kjölfar þess að þingmaðurinn hafði lýst yfir að hann ætlaði ekki að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa tapað fyrir varaformanninum. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort það væri ekki óheppilegt svaraði hann: „Hann þurfti að segja af sér þingmennskunni til þess að helga störf sín þessu hlutverki samhliða því að hann verður í kosningabaráttu. Mér finnst menn vera að rugla saman óskyldum hlutum. Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum.“ Jón Ólafsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands telur að þetta samræmist ekki siðareglum ráðherra. „Í þessu tilfelli er verið að tengja þessi tvö mál á sama fundi. Það er merki um ákveðið formleysi í stjórnsýslu. Ef málið er einnig skoðað út frá siðferðislegu sjónarhorni og út frá sjónarhorni sérstakra siðareglna ráðherra þá er hægt að benda á að það þurfi að passa að blanda svona málum ekki saman á sama fundi eins og þarna er gert. Þetta vekur spurningar um greinarmun á flokkspólitísku starfi og verkefnum í stjórnsýslunni. Í siðareglum ráðherra kemur fram að ráðherra þurfi að gera greinarmun á þessu tvennu. Samkvæmt þeim ætti fólk að horfast í augu við hvaða álitamál geta komið upp og leita allra leiða til að forðast þau. Það að tengja saman pólitík og kosningabaráttu og verkefni í ráðuneytinu með þeim hætti sem hann lýsir er ekki í samræmi við þessar ágætu siðareglur,“ segir Jón. Ákvæðið í Siðareglum ráðherra sem Jón vísar til er eftirfarandi:Ráðherra gerir skýran greinarmun á flokkspólitísku starfi, svo sem í tengslum við kosningar, og verkefnum ráðuneytis síns hverju sinni. Hann felur starfsmönnum ráðuneyta, öðrum en aðstoðarmanni, ekki verkefni sem tengjast hinu fyrrnefnda. Jón telur tilefni til að málið verði kannað „ Þetta er mjög gott tilefni til að láta skoða málið hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og í forsætisráðuneytinu þar sem sérstök deild er til staðar sem getur fjallað um þetta,“ segir Jón. Tók Jón úr hvalaverkefni sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu Bjarni upplýsti sagði í fréttum í gær að hann hefði ákveðið áður en leyniupptökurnar voru gerðar opinberar að útiloka Jón Gunnarsson frá vinnslu hvalveiðiumsókna í matvælaráðuneytinu. Heimildin upplýsir í dag að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins hafi fengið beiðni um það sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu eða fimmtudaginn 7. nóvember. Umfjöllun um málið hófst 11. nóvember í Heimildinni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira