Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2024 22:00 Annar af markaskorurum Bayern í kvöld og fyrirliðinn Glódís Perla. Harry Langer/Getty Images Glódís Perla Viggósdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru báðar í byrjunarliðum sinna liða þegar Bayern München tók á móti Vålerenga í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta í kvöld. Bayern gerði út um leikinn snemma leiks. Bayern hafði unnið báða leiki sína til þessa í keppninni og gat náð toppsætinu á nýjan leik eftir að Arsenal vann óvæntan stórsigur á Juventus í fyrri leik C-riðils í kvöld. Fyrirliðinn Glódís Perla og stöllur mættu vel undirbúnar til leiks en eftir aðeins tíu mínútur var hin danska Pernille Harder búin að koma Bayern yfir með skalla eftir stórbrotna stoðsendingu Klöru Bühl. 😍 Klara Bühl with that trademark cross to help Pernille Harder get her 5th Champions League goal of the season!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/rqhNpzEd59— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aðeins sjö mínútum síðar fékk Bayern gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar vítaspyrna var dæmd. Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. 🎯 Giulia Gwinn makes no mistakes from the penalty spot and doubles Bayern's lead against Vålerenga!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/nz5Tu3n2o3— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Bayern lét ekki staðar numið þar og bætti Sarah Zadrazil þriðja markinu við þegar komið var fram í uppbótartíma leiksins. Lokatölur 3-0 sem þýðir að Bayern er með 9 stig að loknum þremur leikjum í C-riðli. Arsenal er með sex stig, Juventus þrjú en Vålerenga er án stiga. Í D-riðli var Hammarby í heimsókn hjá Manchester City. Gestirnir frá Svíþjóð töpuðu 9-0 fyrir Barcelona í síðustu umferð og ætluðu sér alls ekki að lenda í öðru eins í kvöld. Tókst Hammarby að halda marki sínu hreinu allt fram í síðari hálfleik en hann var hins vegar aðeins tveggja mínútna gamall þegar Laura Blindkilde braut ísinn fyrir Man City. 💥 CITEH IN FRONT!It's Laura Blindkilde Brown with her first goal in the Champions League group stage!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/J2uV97Ebwm— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aoba Fujino tvöfaldaði forystu heimaliðsins eftir undirbúning Leila Ouahabi þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur leiksins 2-0 og Man City komið á topp D-riðils með fullt hús stiga á meðan Hammarby er með þrjú stig í 3. sæti. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira
Bayern hafði unnið báða leiki sína til þessa í keppninni og gat náð toppsætinu á nýjan leik eftir að Arsenal vann óvæntan stórsigur á Juventus í fyrri leik C-riðils í kvöld. Fyrirliðinn Glódís Perla og stöllur mættu vel undirbúnar til leiks en eftir aðeins tíu mínútur var hin danska Pernille Harder búin að koma Bayern yfir með skalla eftir stórbrotna stoðsendingu Klöru Bühl. 😍 Klara Bühl with that trademark cross to help Pernille Harder get her 5th Champions League goal of the season!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/rqhNpzEd59— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aðeins sjö mínútum síðar fékk Bayern gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar vítaspyrna var dæmd. Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. 🎯 Giulia Gwinn makes no mistakes from the penalty spot and doubles Bayern's lead against Vålerenga!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/nz5Tu3n2o3— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Bayern lét ekki staðar numið þar og bætti Sarah Zadrazil þriðja markinu við þegar komið var fram í uppbótartíma leiksins. Lokatölur 3-0 sem þýðir að Bayern er með 9 stig að loknum þremur leikjum í C-riðli. Arsenal er með sex stig, Juventus þrjú en Vålerenga er án stiga. Í D-riðli var Hammarby í heimsókn hjá Manchester City. Gestirnir frá Svíþjóð töpuðu 9-0 fyrir Barcelona í síðustu umferð og ætluðu sér alls ekki að lenda í öðru eins í kvöld. Tókst Hammarby að halda marki sínu hreinu allt fram í síðari hálfleik en hann var hins vegar aðeins tveggja mínútna gamall þegar Laura Blindkilde braut ísinn fyrir Man City. 💥 CITEH IN FRONT!It's Laura Blindkilde Brown with her first goal in the Champions League group stage!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/J2uV97Ebwm— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aoba Fujino tvöfaldaði forystu heimaliðsins eftir undirbúning Leila Ouahabi þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur leiksins 2-0 og Man City komið á topp D-riðils með fullt hús stiga á meðan Hammarby er með þrjú stig í 3. sæti.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira
Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51