Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2024 16:59 Hákon Óli Sigurðsson tók þessar myndir eftir fyrri skriðuna í Eyrarhlíð sem féll um klukkan 15. Hákon Óli Sigurðsson Önnur aurskriða féll á Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals á fimmta tímanum. Vegurinn verður því lokaður út nóttina. Þá verður Súðavíkurhlíð einnig lokað klukkan tíu í kvöld. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í Bolungarvík og á Ísafirði en þeim hefur verið lokað á ný. Þetta kemur fram í tilkynningum frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Í nýjustu tilkynningunni frá lögreglu segir að fjöldahjálparstöðvum, sem voru opnaðar fyrr í kvöld í Bolungarvík og á Ísafirði, hafi verið lokað þar sem ekki reyndist lengur þörf á þeim. Vanti einhvern gistingu í nótt bendir lögreglan viðkomandi á að hringja í 112 og óska eftir sambandi við lögregluna á Ísafirði sem muni í kjölfarið gera þá ráðstafanir. Ráðstafanir gerðar vegna íbúa „öfugu megin“ „Verið er að gera ráðstafanir vegna þeirra sem eru staðsettir „öfugu“ megin við heimili sín,“ sagði í tilkynningu lögreglu rétt fyrir klukkan 17 síðdegis. Íbúar í Bolungarvík og Hnífsdal komast ekki til Ísafjarðar og öfugt. Aurskriða féll á sama dag um klukkan 15 í dag og má sjá myndefni frá svæðinu, sem Hákon Óli Sigurðsson, tók fyrir fréttastofu hér að neðan. Lögreglan hefur sagt að nánari upplýsingar verði settar inn á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum um leið og þær liggja fyrir. „Vinsamlegast sparið símtöl við lögreglu vegna þessa, þar sem álagið er mikið og allar upplýsingar sem máli skipta munu berast hér,“ sagði lögreglan og vísaði aftur til Facebook-síðu sinnar. Aurskriðurnar hafa haft áhrif víðar í Ísafjarðarbæ, meðal annars á Flateyri þar sem lokað var fyrir vatnið á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir. Myndir og myndbönd af vettvangi Álfheiður Marta Kjartansdóttir tók myndböndin að neðan á og við Flateyri fyrir fréttastofu. Að neðan má sjá fleiri myndir frá Eyrarhlíð. Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Ísafjarðarbær Veður Náttúruhamfarir Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningum frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Í nýjustu tilkynningunni frá lögreglu segir að fjöldahjálparstöðvum, sem voru opnaðar fyrr í kvöld í Bolungarvík og á Ísafirði, hafi verið lokað þar sem ekki reyndist lengur þörf á þeim. Vanti einhvern gistingu í nótt bendir lögreglan viðkomandi á að hringja í 112 og óska eftir sambandi við lögregluna á Ísafirði sem muni í kjölfarið gera þá ráðstafanir. Ráðstafanir gerðar vegna íbúa „öfugu megin“ „Verið er að gera ráðstafanir vegna þeirra sem eru staðsettir „öfugu“ megin við heimili sín,“ sagði í tilkynningu lögreglu rétt fyrir klukkan 17 síðdegis. Íbúar í Bolungarvík og Hnífsdal komast ekki til Ísafjarðar og öfugt. Aurskriða féll á sama dag um klukkan 15 í dag og má sjá myndefni frá svæðinu, sem Hákon Óli Sigurðsson, tók fyrir fréttastofu hér að neðan. Lögreglan hefur sagt að nánari upplýsingar verði settar inn á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum um leið og þær liggja fyrir. „Vinsamlegast sparið símtöl við lögreglu vegna þessa, þar sem álagið er mikið og allar upplýsingar sem máli skipta munu berast hér,“ sagði lögreglan og vísaði aftur til Facebook-síðu sinnar. Aurskriðurnar hafa haft áhrif víðar í Ísafjarðarbæ, meðal annars á Flateyri þar sem lokað var fyrir vatnið á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir. Myndir og myndbönd af vettvangi Álfheiður Marta Kjartansdóttir tók myndböndin að neðan á og við Flateyri fyrir fréttastofu. Að neðan má sjá fleiri myndir frá Eyrarhlíð. Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson
Ísafjarðarbær Veður Náttúruhamfarir Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02
Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22