Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. nóvember 2024 13:09 Horft yfir Skeifuna, þar sem Módern er til húsa. Vísir/Vilhelm Irmý Rós Þorsteinsdóttir, starfsmaður Landsbankans, varð fyrir óheppilegu atviki í gær þegar hún kom verðmætum sem hún hafði keypt í versluninni Módern í Faxafeni fyrir í bíl sem var ekki í hennar eigu. Þegar hún snéri aftur í bifreið sína áttaði hún sig á misskilningnum en þá var hin bifreiðin horfin á brott. „Við vorum tvær saman að gera okkur glaðan dag og nýta afslættina. Það var einhver athyglisbrestur í okkar að rölta þarna. Við vorum að fara í tvær til þrjár búðir þarna í kring og skiluðum þessu af okkur. Þetta hefur væntanlega verið Polestar-bíll líka eins og ég á. Síðan röltum við bara áfram án þess að pæla í þessu,“ segir Irmý í samtali við Vísi. Skondið atvik en talsvert tap Hún biðlar til fólks sem var í grennd við Módern í gær um 14 leytið að hafa samband ef ske kynni að verðmætin hafi endað í aftursæti þeirra. Hún segir atvikið vera skondið en vonast til þess að verðmætin skili sér enda nemur tapið hátt í 90 þúsund krónur. „Búðin var með myndavélar inni og það sést í bílinn á upptöku en sést ekki í bílnúmerið. Þegar við komum til baka áttuðum við okkur á þessu og sáum að það vantaði eitthvað í bílinn. Þá áttaði ég mig á því að við höfðum greinilega sett þetta í rangan bíl.“ Ótrúleg tilviljun Hún segir að um ótrúlega tilviljun sé að ræða og að óheppilegt sé að bifreiðin sem um ræðir hafi verið ólæst. „Ég hugsaði þegar ég tók í húninn: Bíddu læsti ég ekki bílnum? Því ég læsi alltaf bílnum en spáði ekkert í það, við vorum eitthvað að flýta okkur.“ Irmý grunar alls ekki að um einhvers konar óprúttin aðila sé að ræða og hefur fulla trú á því að viðkomandi hafi samband við hana. „Mögulega hefur hann bara ekki séð þetta í aftursætinu. Þetta er pínu skondið.“ Bílar Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
„Við vorum tvær saman að gera okkur glaðan dag og nýta afslættina. Það var einhver athyglisbrestur í okkar að rölta þarna. Við vorum að fara í tvær til þrjár búðir þarna í kring og skiluðum þessu af okkur. Þetta hefur væntanlega verið Polestar-bíll líka eins og ég á. Síðan röltum við bara áfram án þess að pæla í þessu,“ segir Irmý í samtali við Vísi. Skondið atvik en talsvert tap Hún biðlar til fólks sem var í grennd við Módern í gær um 14 leytið að hafa samband ef ske kynni að verðmætin hafi endað í aftursæti þeirra. Hún segir atvikið vera skondið en vonast til þess að verðmætin skili sér enda nemur tapið hátt í 90 þúsund krónur. „Búðin var með myndavélar inni og það sést í bílinn á upptöku en sést ekki í bílnúmerið. Þegar við komum til baka áttuðum við okkur á þessu og sáum að það vantaði eitthvað í bílinn. Þá áttaði ég mig á því að við höfðum greinilega sett þetta í rangan bíl.“ Ótrúleg tilviljun Hún segir að um ótrúlega tilviljun sé að ræða og að óheppilegt sé að bifreiðin sem um ræðir hafi verið ólæst. „Ég hugsaði þegar ég tók í húninn: Bíddu læsti ég ekki bílnum? Því ég læsi alltaf bílnum en spáði ekkert í það, við vorum eitthvað að flýta okkur.“ Irmý grunar alls ekki að um einhvers konar óprúttin aðila sé að ræða og hefur fulla trú á því að viðkomandi hafi samband við hana. „Mögulega hefur hann bara ekki séð þetta í aftursætinu. Þetta er pínu skondið.“
Bílar Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira