Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2024 12:40 Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu voru í næstefsta styrkleikaflokki eftir sigrana góðu gegn Þýskalandi og Austurríki í sumar. vísir/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í erfiðum riðli í næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar en dregið var í riðla í dag. Eftir frábæra frammistöðu í undankeppni EM á þessu ári, þar sem Ísland endaði í 2. sæti síns riðils og komst beint inn á EM 2025 í Sviss, var Ísland í næstefsta styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið var í dag. Ísland fékk Frakkland í sinn riðil úr efsta flokknum, og Noreg úr þriðja flokki. Í norska liðinu er hin hálfíslenska María Þórisdóttir, dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Úr neðsta styrkleikaflokki fékk Ísland svo lið Sviss. Drátturinn í A-deild: Riðill 1: Þýskaland, Holland, Austurríki, Skotland Riðill 2: Frakkland, Ísland, Noregur, Sviss Riðill 3: Spánn, England, Belgía, Portúgal Riðill 4: Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Wales Efsta lið hvers riðils kemst í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild fyrir næstu leiktíð sem jafnframt verður undankeppni HM 2027. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur niður í B-deild. Einn sigur gegn Frökkum Ísland og Frakkland hafa mæst tólf sinnum og hefur Ísland einu sinni haft betur, 1-0 á Laugardalsvelli sumarið 2007. Liðin mættust síðast á EM í Englandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland hefur spilað við Noreg fimmtán sinnum en þó er nokkuð langt um liðið síðan síðast, eða tæp sjö ár. Noregur vann þá 2-1 sigur í vináttulandsleik á Spáni. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum á Algarve-mótinu en síðasti mótsleikur þeirra var á EM 2013 þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland mætti Sviss síðast í vináttulandsleik í Zürich í apríl 2023 og vann þá 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Liðin mættust síðast í mótsleik á EM í Hollandi 2017, þar sem Sviss vann 2-1 og gerði út um vonir Íslands um að komast áfram á mótinu. Leikirnir í Þjóðadeildinni fara fram 19.-26. febrúar, 2.-8. apríl, og 26. maí til 3. júní. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í undankeppni EM á þessu ári, þar sem Ísland endaði í 2. sæti síns riðils og komst beint inn á EM 2025 í Sviss, var Ísland í næstefsta styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið var í dag. Ísland fékk Frakkland í sinn riðil úr efsta flokknum, og Noreg úr þriðja flokki. Í norska liðinu er hin hálfíslenska María Þórisdóttir, dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Úr neðsta styrkleikaflokki fékk Ísland svo lið Sviss. Drátturinn í A-deild: Riðill 1: Þýskaland, Holland, Austurríki, Skotland Riðill 2: Frakkland, Ísland, Noregur, Sviss Riðill 3: Spánn, England, Belgía, Portúgal Riðill 4: Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Wales Efsta lið hvers riðils kemst í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild fyrir næstu leiktíð sem jafnframt verður undankeppni HM 2027. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur niður í B-deild. Einn sigur gegn Frökkum Ísland og Frakkland hafa mæst tólf sinnum og hefur Ísland einu sinni haft betur, 1-0 á Laugardalsvelli sumarið 2007. Liðin mættust síðast á EM í Englandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland hefur spilað við Noreg fimmtán sinnum en þó er nokkuð langt um liðið síðan síðast, eða tæp sjö ár. Noregur vann þá 2-1 sigur í vináttulandsleik á Spáni. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum á Algarve-mótinu en síðasti mótsleikur þeirra var á EM 2013 þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland mætti Sviss síðast í vináttulandsleik í Zürich í apríl 2023 og vann þá 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Liðin mættust síðast í mótsleik á EM í Hollandi 2017, þar sem Sviss vann 2-1 og gerði út um vonir Íslands um að komast áfram á mótinu. Leikirnir í Þjóðadeildinni fara fram 19.-26. febrúar, 2.-8. apríl, og 26. maí til 3. júní.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira