Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:31 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar er við kosningaeftirlit í Michigan í Bandaríkjunum. Michigan er eitt svokallaðra sveifluríkja. Vísir/Vilhelm Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Hátt í hundrað milljón Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag en þegar hafa rúmar áttatíu milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sinnir kosningaeftirliti í Michigan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún, samferða um 150 öðrum þingmönnum aðildarríkja ÖSE, flaug til Bandaríkjanna á föstudag og mun í dag fara á nokra kjörstaði. „Ég er í Detroit í Michigan þar sem við höfum það hlutverk að mæta á svæðið þar sem kjörfundur fer af stað og fylgjast með því hvort ferlið fari fram með opnum og lýðræðislegum hætti,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Þau muni velja sér nokkra kjörstaði til að heimsækja. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell „Til að hafa eftirlit með til dæmis afhendingu kjörgagna, því vhort fólk hafi möguleika á að greiða atkvæði. Hvort það myndist óhóflega langar raðir, hvort aðstæður fólks sem vinnur á kjörstað séu tilhlýðilegar og hvort það vakni einhverjar deilur um ferlið í heild sinni.“ Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að fylgjast með og veita aðhald. „Það er ærin þörf, við höfum séð það í bandarískum stjórnmálaumræðum að það skapaðist mikill styr um gildi kosninganna hérna þegar þær fóru fram 2020,“ segir Dagbjört. Allt bendi til að deilur muni verða um niðurstöður þessara kosninga, enda eru bæði framboðin farin að undirbúa kærur vegna ýmissa atriða sem upp geta komið. „Trump elur mjög mikið á hræðslu, hann vill að fólk fari hrætt á kjörstað á meðan Kamala Harris hefur reynt að höfða til jákvæðari tóna. Svo er bara spurning hvað virkar betur.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira
Hátt í hundrað milljón Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag en þegar hafa rúmar áttatíu milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sinnir kosningaeftirliti í Michigan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún, samferða um 150 öðrum þingmönnum aðildarríkja ÖSE, flaug til Bandaríkjanna á föstudag og mun í dag fara á nokra kjörstaði. „Ég er í Detroit í Michigan þar sem við höfum það hlutverk að mæta á svæðið þar sem kjörfundur fer af stað og fylgjast með því hvort ferlið fari fram með opnum og lýðræðislegum hætti,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Þau muni velja sér nokkra kjörstaði til að heimsækja. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell „Til að hafa eftirlit með til dæmis afhendingu kjörgagna, því vhort fólk hafi möguleika á að greiða atkvæði. Hvort það myndist óhóflega langar raðir, hvort aðstæður fólks sem vinnur á kjörstað séu tilhlýðilegar og hvort það vakni einhverjar deilur um ferlið í heild sinni.“ Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að fylgjast með og veita aðhald. „Það er ærin þörf, við höfum séð það í bandarískum stjórnmálaumræðum að það skapaðist mikill styr um gildi kosninganna hérna þegar þær fóru fram 2020,“ segir Dagbjört. Allt bendi til að deilur muni verða um niðurstöður þessara kosninga, enda eru bæði framboðin farin að undirbúa kærur vegna ýmissa atriða sem upp geta komið. „Trump elur mjög mikið á hræðslu, hann vill að fólk fari hrætt á kjörstað á meðan Kamala Harris hefur reynt að höfða til jákvæðari tóna. Svo er bara spurning hvað virkar betur.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira
Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00
Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51