Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 22:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar sgeir umræðu um víkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar hreinan og beinan áróður uppbyggingaraðila. Sjálfstæðisflokkurinn kokgleypi þann áróður. Vísir/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir fokið í flest skjól ef orð hennar um víkkun vaxtarmarka í viðtali í Bítinu teljist sem stjórnvaldsákvörðun. Beiðni um færslu vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið formlega inn á borð borgarstjórnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðssegir Sjálfstæðisflokkinn hafa kokgleypt áróður uppbyggingaraðila um að nauðsynlegt sé að víkka vaxtarmörk í þágu byggingar á „einangruðu elligettói á viðkvæmu vatnsverndarsvæði“ í Gunnarshólma. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýndi Dóru fyrr í dag fyrir að andmæla áformum um uppbyggingu húsnæðis að Gunnarshólma. Tekist á um orð Bjarna Forsaga málsins er sú að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í kappræðum RÚV á föstudagskvöld að Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg greini á um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar og vill stunda meiri þéttingu,“ sagði Bjarni í kappræðunum. Pawel Bartoszek sagði í Facebook færslu í dag að Bjarni hafi ruglast á sveitarfélögum. Ágreiningurinn standi milli Kópavogs og Garðabæjar. Svæðisskipulagsnefnd hafi samþykkt að auglýsa tillögu um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Málið hafi verið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar. Þá tók Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík til máls á Facebook og andmælti ummælum Pawels. Hún sagði Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hafa verið fljót að andmæla áformum um útvíkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar að Gunnarshólma. Dóra hafi með því sent skýr skilaboð um að borgarstjórn myndi ekki fallast á áformin. „Ég verð að undirstrika, fyrst misskilningur virðist vera uppi um ferli málsins, að orð mín í Bítinu á Bylgjunni eru ekki ígildi formlegrar samþykktar eða stjórnvaldsákvörðunar í samhengi við beiðni um færslu vaxtarmarkanna, beiðni sem hefur í reynd ekki einu sinni komið formlega fram,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook. Einangrað elligettó Dóra vísar í viðtalið hér að neðan, sem tekið var í janúar og fjallar um fyrirætlanir meirihlutans í Kópavogi um uppbyggingu svokallaðs lífsgæðakjarna við Gunnarshólma. Þar segir hún undarlegt að Kópavogsbær hafi fleygt fram viljayfirlýsingu um uppbygginguna án þess að ræða við önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún hugmyndina óraunsæja þrátt fyrir að vera fallega. Í Facebook færslunni segir Dóra fyndið að hlusta á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins impra á því sem góðri hugmynd og lausninni við húsnæðisvandanum að skapa einangrað elligettó á viðkvæmu vatnsverndarsvæði. Það sé hugmynd Kópavogs sem hefur verið í umræðunni. Pláss fyrir 57 þúsund íbúðir Þá segir hún að hugmyndin um víkkun vaxtarmarkanna í þágu uppbyggingar sé „hreinn og beinn áróður sem á uppsprettu sína hjá uppbyggingaraðilum sem hafa keypt sér ódýrt landbúnaðarland og vilja fá út úr því sem mestan gróða.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi kokgleypt þá hugmynd að nauðsynlega þurfi að færa vaxtarmörkin, en innan þeirra sé laust svæði fyrir uppbyggingu 57 þúsund íbúða. „Vandinn liggur því minnst í lóðaskorti eða þéttingu byggðar. Hann liggur í efnahagsástandinu, verðbólgunni og vaxtarkjörunum en ég get svo sem skilið að það henti Sjálfstæðisflokknum ágætlega að færa athygli fólks frá þeirra takmarkaða árangri þegar kemur að því að skapa efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Þá er voða gott að geta bara kennt meirihlutanum í Reykjavíkurborg um. Einföld skilaboð sem svo eru margfölduð og ítrekuð. Áróðursmaskínan sefur aldrei,“ segir í færslu Dóru. Píratar Reykjavík Kópavogur Garðabær Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Viðreisn Skipulag Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðssegir Sjálfstæðisflokkinn hafa kokgleypt áróður uppbyggingaraðila um að nauðsynlegt sé að víkka vaxtarmörk í þágu byggingar á „einangruðu elligettói á viðkvæmu vatnsverndarsvæði“ í Gunnarshólma. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýndi Dóru fyrr í dag fyrir að andmæla áformum um uppbyggingu húsnæðis að Gunnarshólma. Tekist á um orð Bjarna Forsaga málsins er sú að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í kappræðum RÚV á föstudagskvöld að Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg greini á um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar og vill stunda meiri þéttingu,“ sagði Bjarni í kappræðunum. Pawel Bartoszek sagði í Facebook færslu í dag að Bjarni hafi ruglast á sveitarfélögum. Ágreiningurinn standi milli Kópavogs og Garðabæjar. Svæðisskipulagsnefnd hafi samþykkt að auglýsa tillögu um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Málið hafi verið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar. Þá tók Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík til máls á Facebook og andmælti ummælum Pawels. Hún sagði Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hafa verið fljót að andmæla áformum um útvíkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar að Gunnarshólma. Dóra hafi með því sent skýr skilaboð um að borgarstjórn myndi ekki fallast á áformin. „Ég verð að undirstrika, fyrst misskilningur virðist vera uppi um ferli málsins, að orð mín í Bítinu á Bylgjunni eru ekki ígildi formlegrar samþykktar eða stjórnvaldsákvörðunar í samhengi við beiðni um færslu vaxtarmarkanna, beiðni sem hefur í reynd ekki einu sinni komið formlega fram,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook. Einangrað elligettó Dóra vísar í viðtalið hér að neðan, sem tekið var í janúar og fjallar um fyrirætlanir meirihlutans í Kópavogi um uppbyggingu svokallaðs lífsgæðakjarna við Gunnarshólma. Þar segir hún undarlegt að Kópavogsbær hafi fleygt fram viljayfirlýsingu um uppbygginguna án þess að ræða við önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún hugmyndina óraunsæja þrátt fyrir að vera fallega. Í Facebook færslunni segir Dóra fyndið að hlusta á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins impra á því sem góðri hugmynd og lausninni við húsnæðisvandanum að skapa einangrað elligettó á viðkvæmu vatnsverndarsvæði. Það sé hugmynd Kópavogs sem hefur verið í umræðunni. Pláss fyrir 57 þúsund íbúðir Þá segir hún að hugmyndin um víkkun vaxtarmarkanna í þágu uppbyggingar sé „hreinn og beinn áróður sem á uppsprettu sína hjá uppbyggingaraðilum sem hafa keypt sér ódýrt landbúnaðarland og vilja fá út úr því sem mestan gróða.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi kokgleypt þá hugmynd að nauðsynlega þurfi að færa vaxtarmörkin, en innan þeirra sé laust svæði fyrir uppbyggingu 57 þúsund íbúða. „Vandinn liggur því minnst í lóðaskorti eða þéttingu byggðar. Hann liggur í efnahagsástandinu, verðbólgunni og vaxtarkjörunum en ég get svo sem skilið að það henti Sjálfstæðisflokknum ágætlega að færa athygli fólks frá þeirra takmarkaða árangri þegar kemur að því að skapa efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Þá er voða gott að geta bara kennt meirihlutanum í Reykjavíkurborg um. Einföld skilaboð sem svo eru margfölduð og ítrekuð. Áróðursmaskínan sefur aldrei,“ segir í færslu Dóru.
Píratar Reykjavík Kópavogur Garðabær Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Viðreisn Skipulag Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira