Þrír frambjóðendur detta út Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 15:57 Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, las upp úrskurði landskjörstjórnar um gildi framboðslista flokkanna ellefu. Vísir/Vilhelm Þrír frambjóðendur Sósíalistaflokks í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru felldir af listunum tveimur vegna ólögmætra undirskrifta á úrskurðarfundi landskjörstjórnar í dag. Hinir listarnir 59 voru samþykktir án athugasemda. Landskjörstórn boðaði til fundar klukkan 15 í Þjóðminjasafninu í dag þar sem úrskurðað var um gildi þeirra ellefu framboða sem skiluðu inn framboðslistum. Framboðslistar tíu stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum voru samþykktir í öllum kjördæmum. Listar Sósíalistaflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru samþykktir með frávikum en listar flokksins í öðrum kjördæmum voru gildir. Í úrskurði landskjörstjórnar um lista Sósíalistaflokks í Suðurkjördæmi segir að samþykki tveggja frambjóðenda sem sendu samþykki sín í tölvupósti uppfylli ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Landskjörstjórn telur því rétt að fella frambjóðendur í 15. og 17. sæti af framboðslistanum enda skortir samþykki þeirra um að taka sæti á listanum. Frambjóðendurnir sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki. Þar sem ekki er heimilt að bæta nýjum frambjóðendum á framboðslista munu þeir frambjóðendur sem næstir koma á listanum færast upp um sæti í stað þeirra sem falla brott og einungis átján skipa listann. Úrskurður landskjörstjórnar um lista flokksins í Suðvesturkjördæmi er sambærilegur nema þar liggur fyrir að samþykki frambjóðanda í 27. sæti listans uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði. Sá heitir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen og er læknir og ellilífeyrisþegi. Landskjörstjórn fellir hann af listanum og tekur síðasti maður listans sæti hans. Listinn skipar því 27 manns en ekki 28. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Landskjörstórn boðaði til fundar klukkan 15 í Þjóðminjasafninu í dag þar sem úrskurðað var um gildi þeirra ellefu framboða sem skiluðu inn framboðslistum. Framboðslistar tíu stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum voru samþykktir í öllum kjördæmum. Listar Sósíalistaflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru samþykktir með frávikum en listar flokksins í öðrum kjördæmum voru gildir. Í úrskurði landskjörstjórnar um lista Sósíalistaflokks í Suðurkjördæmi segir að samþykki tveggja frambjóðenda sem sendu samþykki sín í tölvupósti uppfylli ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Landskjörstjórn telur því rétt að fella frambjóðendur í 15. og 17. sæti af framboðslistanum enda skortir samþykki þeirra um að taka sæti á listanum. Frambjóðendurnir sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki. Þar sem ekki er heimilt að bæta nýjum frambjóðendum á framboðslista munu þeir frambjóðendur sem næstir koma á listanum færast upp um sæti í stað þeirra sem falla brott og einungis átján skipa listann. Úrskurður landskjörstjórnar um lista flokksins í Suðvesturkjördæmi er sambærilegur nema þar liggur fyrir að samþykki frambjóðanda í 27. sæti listans uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði. Sá heitir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen og er læknir og ellilífeyrisþegi. Landskjörstjórn fellir hann af listanum og tekur síðasti maður listans sæti hans. Listinn skipar því 27 manns en ekki 28.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira