Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2024 19:44 Anton Kári Halldórsson, sem er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. Um 70 sveitarstjórnarmenn sátu ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, auk fjölmargra gesta, sem fór fram á Hótel Örk í gær og lauk síðdegis í dag. Mörg mál voru til umfjöllunar og margar ályktanir samþykktar. En hvaða mál eru það sem eru efst á baugi hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi? „Stóru málin eru alltaf á Suðurlandi samgöngumál og vegakerfið hvort, sem það eru stofnvegir eða tengivegir og orkumálin og að arður af orkunni verði eftir heima í héraði,” segir Anton Kári Halldórsson, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Okkur sárvantar nýja Ölfusárbrú, okkur vantar göng til Vestmannaeyja og okkur vantar uppbyggingu á þjóðvegakerfinu í heild því það er gríðarlega umferð um Suðurland,” bætir Anton Kári við. Anton Kári segir að allflestir sveitarstjórnarmenn séu spenntir fyrir virkjunaráformum á Suðurlandi en leggur í leiðinni áherslu á að arðurinn verði að hluta til eftir í sveitarfélögunum til uppbyggingar þar. Ársþingið tókst einstaklega vel en það var haldið á Hótel Örk í HveragerðiMagnús Hlynur Hreiðarsson 400 manns munu fá starf í Hvammsvirkjun, hvaðan mun þetta fólk koma? „Ég býst við að stærsti hlutinn þeirra verði erlent vinnuafl en að sjálfsögðu geta allir fengið vinnu og það er eins og staðan á Suðurlandi er í dag í framkvæmdum, í sem sagt byggingaframkvæmdum í ferðaþjónustu að það er mikið til rekið á erlendu vinnuafli, sem er gott en það er líka krefjandi fyrir sveitarfélagið og að sinna fjölmenningarmálum og þar viljum við gera vel sveitarfélög á Suðurlandi,” segir Anton Kári. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á ársþinginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Samgöngur Orkumál Sveitarstjórnarmál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Um 70 sveitarstjórnarmenn sátu ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, auk fjölmargra gesta, sem fór fram á Hótel Örk í gær og lauk síðdegis í dag. Mörg mál voru til umfjöllunar og margar ályktanir samþykktar. En hvaða mál eru það sem eru efst á baugi hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi? „Stóru málin eru alltaf á Suðurlandi samgöngumál og vegakerfið hvort, sem það eru stofnvegir eða tengivegir og orkumálin og að arður af orkunni verði eftir heima í héraði,” segir Anton Kári Halldórsson, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Okkur sárvantar nýja Ölfusárbrú, okkur vantar göng til Vestmannaeyja og okkur vantar uppbyggingu á þjóðvegakerfinu í heild því það er gríðarlega umferð um Suðurland,” bætir Anton Kári við. Anton Kári segir að allflestir sveitarstjórnarmenn séu spenntir fyrir virkjunaráformum á Suðurlandi en leggur í leiðinni áherslu á að arðurinn verði að hluta til eftir í sveitarfélögunum til uppbyggingar þar. Ársþingið tókst einstaklega vel en það var haldið á Hótel Örk í HveragerðiMagnús Hlynur Hreiðarsson 400 manns munu fá starf í Hvammsvirkjun, hvaðan mun þetta fólk koma? „Ég býst við að stærsti hlutinn þeirra verði erlent vinnuafl en að sjálfsögðu geta allir fengið vinnu og það er eins og staðan á Suðurlandi er í dag í framkvæmdum, í sem sagt byggingaframkvæmdum í ferðaþjónustu að það er mikið til rekið á erlendu vinnuafli, sem er gott en það er líka krefjandi fyrir sveitarfélagið og að sinna fjölmenningarmálum og þar viljum við gera vel sveitarfélög á Suðurlandi,” segir Anton Kári. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á ársþinginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Samgöngur Orkumál Sveitarstjórnarmál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira