Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:49 Fjölmörg börn veiktust á leikskólanum og eru enn veik. Vísir/Einar Rannsóknir Matís á uppruna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði hafa staðfest að bakterían var í hakki sem var matreitt á leikskólanum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. Börnin fengu hakk og spaghettí í matinn þann 17. október og veiktust eftir það. Hakkið var blandað nautgripa- og kindahakk frá Kjarnafæði. Það fór ekki í almenna sölu, heldur eingöngu selt til stærri eldhúsa. Um 45 börn hafa veikst af sýkingunni. Fjögur voru á gjörgæslu í gær og 11 inniliggjandi á Barnaspítalanum. Í tilkynningu á vef MAST segir að rannsóknir Matís staðfesti að E.coli hafi fundist bæði í hakki og í saursýnum sem voru tekin frá börnunum sem veiktust. Raðgreining á erfðaefni bakteríanna sýndi að uppruninn er sá sami. Öll matvælasýni neikvæð nema hakkið Í tilkynningu kemur jafnframt fram að eftir að hafa tekið ítarleg viðtöl við foreldra barnanna sem veiktust hafi sjónum verið beint að 17. október. „Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór á staðinn og tók fjölmörg sýni til rannsóknar af matvælum sem notuð voru við matargerðina þennan dag, s.s. hakk, grænmeti, linsubaunir, melónur, haframjöl og fleira. Öll matvælasýni voru neikvæð með tilliti til E. coli að hakkinu undanskildu. Nokkur börn sem venjulega borða ekki kjöt veiktust einnig en ekki er hægt að fullyrða um smitleið hjá þeim. Hugsanlega hafa þau smitast af öðrum börnum sem sóttu leikskólann eftir að þau veiktust en áður en leikskólanum var lokað,“ segir í tilkynningu MAST. Í tilkynningu segir að hakkið hafi verið blandað nautgripa- og kindahakk frá Kjarnafæði. Það fór ekki í almenna sölu, heldur eingöngu selt til stærri eldhúsa, svo sem veitingastaða, mötuneyta og leikskóla. Tóku hakkið úr umferð Matvælastofnun hafði samband við forsvarsmenn fyrirtækisins þegar grunur beindist að hakkinu og hafði fyrirtækið samdægurs samband við alla aðila sem fengu hakk úr sömu framleiðslulotu og notað var í leikskólanum Mánagarði. Við innköllun kom í ljós að kaupendur höfðu þegar notað það í starfsemi sinni. Engar upplýsingar hafa komið fram um smit eða veikindi hjá neytendum hjá öðrum eldhúsum. Í tilkynningu er jafnframt bent á að E. coli bakteríur eru hluti af náttúrulegri þarmaflóru manna og dýra og geta borist í vatn, kjöt, grænmeti og önnur matvæli við framleiðslu þeirra. Mismunandi tegundir E. coli eru til. Flestar gerðir E. coli eru skaðlausar en Shigatoxin myndandi E. coli (STEC) bera gen sem skrá fyrir eiturefnum sem geta valdið veikindum (meinvirknigen). Stofnar þeirra geta þó verið mis sjúkdómsvaldandi. Ekki gerð krafa um að allt kjöt sé laust við E. coli Þá er bent á að samkvæmt löggjöf um kjötframleiðslu er ekki gerð krafa til framleiðenda að allt kjöt sé laust við E. coli áður en það fer á markað. „Hins vegar eiga kjötframleiðendur að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka líkur á mengun á skrokkum og kjötvörum í ferlinu. Það er fyrst og fremst gert með hreinum gripum, réttum handbrögðum og hreinum búnaði. Sýnatökur í ferlinu miðast því við að kanna hvort vinnubrögð séu fullnægjandi.“ Þá segir að Matvælastofnun hafi árið 2018 greint frá skimun á tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í íslensku kjöti á markaði hérlendis. Þar hafi komið fram að STEC meinvirknigen fundust í tæplega 30 prósent sýna af lambakjöti og 11,5 prósent sýna af nautgripakjöti. Sambærilegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar á grænmeti, ávöxtum eða öðrum matvælum hér á landi. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Eitt barn hefur verið útskrifað af gjörgæslu Landspítalans vegna E. coli sýkingarinnar sem greindist á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Ellefu eru inniliggjandi og enn fjögur á gjörgæslu. Greint er frá á vef RÚV. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mati sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. 31. október 2024 11:09 Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. 30. október 2024 11:43 Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Börnin fengu hakk og spaghettí í matinn þann 17. október og veiktust eftir það. Hakkið var blandað nautgripa- og kindahakk frá Kjarnafæði. Það fór ekki í almenna sölu, heldur eingöngu selt til stærri eldhúsa. Um 45 börn hafa veikst af sýkingunni. Fjögur voru á gjörgæslu í gær og 11 inniliggjandi á Barnaspítalanum. Í tilkynningu á vef MAST segir að rannsóknir Matís staðfesti að E.coli hafi fundist bæði í hakki og í saursýnum sem voru tekin frá börnunum sem veiktust. Raðgreining á erfðaefni bakteríanna sýndi að uppruninn er sá sami. Öll matvælasýni neikvæð nema hakkið Í tilkynningu kemur jafnframt fram að eftir að hafa tekið ítarleg viðtöl við foreldra barnanna sem veiktust hafi sjónum verið beint að 17. október. „Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór á staðinn og tók fjölmörg sýni til rannsóknar af matvælum sem notuð voru við matargerðina þennan dag, s.s. hakk, grænmeti, linsubaunir, melónur, haframjöl og fleira. Öll matvælasýni voru neikvæð með tilliti til E. coli að hakkinu undanskildu. Nokkur börn sem venjulega borða ekki kjöt veiktust einnig en ekki er hægt að fullyrða um smitleið hjá þeim. Hugsanlega hafa þau smitast af öðrum börnum sem sóttu leikskólann eftir að þau veiktust en áður en leikskólanum var lokað,“ segir í tilkynningu MAST. Í tilkynningu segir að hakkið hafi verið blandað nautgripa- og kindahakk frá Kjarnafæði. Það fór ekki í almenna sölu, heldur eingöngu selt til stærri eldhúsa, svo sem veitingastaða, mötuneyta og leikskóla. Tóku hakkið úr umferð Matvælastofnun hafði samband við forsvarsmenn fyrirtækisins þegar grunur beindist að hakkinu og hafði fyrirtækið samdægurs samband við alla aðila sem fengu hakk úr sömu framleiðslulotu og notað var í leikskólanum Mánagarði. Við innköllun kom í ljós að kaupendur höfðu þegar notað það í starfsemi sinni. Engar upplýsingar hafa komið fram um smit eða veikindi hjá neytendum hjá öðrum eldhúsum. Í tilkynningu er jafnframt bent á að E. coli bakteríur eru hluti af náttúrulegri þarmaflóru manna og dýra og geta borist í vatn, kjöt, grænmeti og önnur matvæli við framleiðslu þeirra. Mismunandi tegundir E. coli eru til. Flestar gerðir E. coli eru skaðlausar en Shigatoxin myndandi E. coli (STEC) bera gen sem skrá fyrir eiturefnum sem geta valdið veikindum (meinvirknigen). Stofnar þeirra geta þó verið mis sjúkdómsvaldandi. Ekki gerð krafa um að allt kjöt sé laust við E. coli Þá er bent á að samkvæmt löggjöf um kjötframleiðslu er ekki gerð krafa til framleiðenda að allt kjöt sé laust við E. coli áður en það fer á markað. „Hins vegar eiga kjötframleiðendur að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka líkur á mengun á skrokkum og kjötvörum í ferlinu. Það er fyrst og fremst gert með hreinum gripum, réttum handbrögðum og hreinum búnaði. Sýnatökur í ferlinu miðast því við að kanna hvort vinnubrögð séu fullnægjandi.“ Þá segir að Matvælastofnun hafi árið 2018 greint frá skimun á tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í íslensku kjöti á markaði hérlendis. Þar hafi komið fram að STEC meinvirknigen fundust í tæplega 30 prósent sýna af lambakjöti og 11,5 prósent sýna af nautgripakjöti. Sambærilegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar á grænmeti, ávöxtum eða öðrum matvælum hér á landi.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Eitt barn hefur verið útskrifað af gjörgæslu Landspítalans vegna E. coli sýkingarinnar sem greindist á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Ellefu eru inniliggjandi og enn fjögur á gjörgæslu. Greint er frá á vef RÚV. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mati sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. 31. október 2024 11:09 Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. 30. október 2024 11:43 Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Eitt barn hefur verið útskrifað af gjörgæslu Landspítalans vegna E. coli sýkingarinnar sem greindist á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Ellefu eru inniliggjandi og enn fjögur á gjörgæslu. Greint er frá á vef RÚV. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mati sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. 31. október 2024 11:09
Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. 30. október 2024 11:43
Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41