Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2024 11:43 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að bæði sé verið að rannsaka mögulegan uppruna smitanna í matvælum og verkferla á leikskólanum. Vísir/Egill Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. Þeim hefur þannig fækkað verulega frá því í upphafi vikunnar sem eru undir eftirliti en þá voru um 40 börn undir eftirliti. Þeim hefur sömuleiðis fækkað um einn sem eru inniliggjandi frá því í fyrradag en fjölgað sem eru á gjörgæslu. Á mánudag voru þrjú á gjörgæslu en nú eru þau fimm. Guðrún segir eitt nýtt tilfelli veikinda hafa bæst við i gær. Það taki smá tíma fyrir alvarleg veikindi að koma upp en það sé vel fylgst með þeim börnum á spítalanum. Hún segir starfsmenn ekki hafa sent inn sýni vegna veikinda en það sé viðbúið að það hafi verið einhver afleidd veikindi inni á leikskólanum því starfsfólk vinni svo náið með börnunum. Allir sem hafi veikst hafi einhver tengsl við leikskólann. Afleidd smit eðlileg „Það getur það sama gerst á heimilum. Krakkarnir eru með niðurgang og þau eru lítil þannig það þarf að hjálpa þeim. Þannig smitast þetta. Þetta fer líka í þarmana okkar og fer út með saur. Ef lítill krakki fer á klósettið getur þetta borist í einhvern sem er að hjálpa. Eða ef krakkinn er nokkuð sjálfstæður og þvær sér ekki nægilega vel um hendurnar.“ „Það er verið að skoða ýmis matvæli,“ segir Guðrún og að bæði sé verið að skoða hakk og grænmeti sem hafi verið í boði á leikskólanum. Bæði sé verið að skoða matvælin sem voru í boði auk þess sem verkferillinn á leikskólanum sé til skoðunar hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Þetta er þarmabaktería sem er í dýrum, aðallega jórturdýrum, og getur því verið í nauta- og lambakjöti,“ segir Guðrún og að frá þeim geti bakterían borist á kjöt við slátrun eða framleiðslu. „Það getur sama gerst í landbúnaði þegar það er verið að rækta grænmeti. Erlendis hefur þetta líka verið tengt við eplaræktun og framleiðslu á síder. Þá eru þessi bú kannski með fjölbreytta starfsemi og þetta er mengun sem kemur frá dýrunum. Þess vegna er þetta líka stundum í vatninu.“ Úr hakki eða grænmeti Hún segir að ef þetta sé á kjötinu þá drepist bakterían við steikingu en ef fólk er að elda hakk þá sé búið að blanda því einhvern veginn saman og ef það er eldað illa þá geti bakterían verið inni í hakkinu. „Hún er ekki inni í steikinni, heldur á henni, en getur verið inni í hakkinu,“ segir Guðrún Hvað varðar grænmetið þá geti bakterían verið utan á grænmetinu. Það sé hægt að skola það en fólk auðvitað sé ekki að sótthreinsa grænmeti eða þrífa það með sápu. „Þetta hefur alveg verið í salati og spírum. Þess vegna segir maður fólki að skera ekki hrátt kjöt og grænmeti á sama skurðbretti eða með sama hníf. Ef það væri á grænmeti þá værir þú að blanda því saman.“ Guðrún segir að sóttvarnalæknir og matvælastofnun muni síðar í dag senda frá sér tilkynningu um stöðu mála. Tilkynningin verður birt á vefnum. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Landspítalinn Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Landbúnaður Tengdar fréttir Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 28. október 2024 11:55 Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. 28. október 2024 10:46 Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ 27. október 2024 21:11 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Þeim hefur þannig fækkað verulega frá því í upphafi vikunnar sem eru undir eftirliti en þá voru um 40 börn undir eftirliti. Þeim hefur sömuleiðis fækkað um einn sem eru inniliggjandi frá því í fyrradag en fjölgað sem eru á gjörgæslu. Á mánudag voru þrjú á gjörgæslu en nú eru þau fimm. Guðrún segir eitt nýtt tilfelli veikinda hafa bæst við i gær. Það taki smá tíma fyrir alvarleg veikindi að koma upp en það sé vel fylgst með þeim börnum á spítalanum. Hún segir starfsmenn ekki hafa sent inn sýni vegna veikinda en það sé viðbúið að það hafi verið einhver afleidd veikindi inni á leikskólanum því starfsfólk vinni svo náið með börnunum. Allir sem hafi veikst hafi einhver tengsl við leikskólann. Afleidd smit eðlileg „Það getur það sama gerst á heimilum. Krakkarnir eru með niðurgang og þau eru lítil þannig það þarf að hjálpa þeim. Þannig smitast þetta. Þetta fer líka í þarmana okkar og fer út með saur. Ef lítill krakki fer á klósettið getur þetta borist í einhvern sem er að hjálpa. Eða ef krakkinn er nokkuð sjálfstæður og þvær sér ekki nægilega vel um hendurnar.“ „Það er verið að skoða ýmis matvæli,“ segir Guðrún og að bæði sé verið að skoða hakk og grænmeti sem hafi verið í boði á leikskólanum. Bæði sé verið að skoða matvælin sem voru í boði auk þess sem verkferillinn á leikskólanum sé til skoðunar hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Þetta er þarmabaktería sem er í dýrum, aðallega jórturdýrum, og getur því verið í nauta- og lambakjöti,“ segir Guðrún og að frá þeim geti bakterían borist á kjöt við slátrun eða framleiðslu. „Það getur sama gerst í landbúnaði þegar það er verið að rækta grænmeti. Erlendis hefur þetta líka verið tengt við eplaræktun og framleiðslu á síder. Þá eru þessi bú kannski með fjölbreytta starfsemi og þetta er mengun sem kemur frá dýrunum. Þess vegna er þetta líka stundum í vatninu.“ Úr hakki eða grænmeti Hún segir að ef þetta sé á kjötinu þá drepist bakterían við steikingu en ef fólk er að elda hakk þá sé búið að blanda því einhvern veginn saman og ef það er eldað illa þá geti bakterían verið inni í hakkinu. „Hún er ekki inni í steikinni, heldur á henni, en getur verið inni í hakkinu,“ segir Guðrún Hvað varðar grænmetið þá geti bakterían verið utan á grænmetinu. Það sé hægt að skola það en fólk auðvitað sé ekki að sótthreinsa grænmeti eða þrífa það með sápu. „Þetta hefur alveg verið í salati og spírum. Þess vegna segir maður fólki að skera ekki hrátt kjöt og grænmeti á sama skurðbretti eða með sama hníf. Ef það væri á grænmeti þá værir þú að blanda því saman.“ Guðrún segir að sóttvarnalæknir og matvælastofnun muni síðar í dag senda frá sér tilkynningu um stöðu mála. Tilkynningin verður birt á vefnum.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Landspítalinn Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Landbúnaður Tengdar fréttir Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 28. október 2024 11:55 Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. 28. október 2024 10:46 Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ 27. október 2024 21:11 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 28. október 2024 11:55
Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. 28. október 2024 10:46
Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ 27. október 2024 21:11
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent