Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 06:17 Áhrifasvæði rafmagnsleysisins þann 2. október. RARIK RARIK mun greiða fólki bætur vegna tækja sem eyðilögðust í víðtæku rafmagnsleysi þann 2. október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá RARIK og jafnframt að þau muni, ásamt TM, taka yfir öll samskipti og umsýslu vegna tjónatilkynninga. Þann 2. október varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Í tilkynningunni segir að RARIK muni greiða viðskiptavinum sínum bætur fyrir ónýt tæki og vegna tækja sem hafa bilað en hægt er að gera við. RARIK mun ekki bæta afleitt tjón sem er til dæmis tími fólks, óþægindi, ferðir á milli staða eða annað slíkt. Um miðjan mánuð var greint frá því að um 200 tilkynningar hefðu borist RARIK um tjón og að þau ættu von á fleirum. Í tilkynningu RARIK harma þau að einhverjir viðskiptavinir hafi fengið tilkynningu frá Sjóvá um að álitamál væri hvort tjón af völdum rafmagnstruflananna væri álitamál. „Orðalag póstsins var villandi og ekki til þess fallið að vekja traust hjá viðskiptavinum okkar. Mögulega gætu einhverjir viðskiptavinir þurft að miðla upplýsingum um tjón í tvígang af þessum sökum, á því biðjumst við velvirðingar en forgangsverkefni okkar er að greiða úr tjónamálunum fyrir viðskiptavini,“ segir einnig. TM hafi samband Þá segir að TM búi yfir sérfræðiþekkingu um bótamál og því taki þau yfir alla umsýslu mála. TM muni hafa samband við viðskiptavini sem hafi tilkynnt tjón innan skamms vegna afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum um tjónið ef þörf er á. „RARIK og TM munu kappkosta að koma í veg fyrir frekari tafir á afgreiðslu mála. Breytingarnar eru gerðar með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi og vilja RARIK og TM gera sitt besta til að tryggja farsæla lausn á öllum málum.“ Tilkynningin er hér en þar er nánar farið yfir hvað er bætt og hvað ekki. Viðskiptavinum er þar bent á að taka myndir af ónýtum tækjum og öðru tjóni. Þá er viðskiptavinum bent á að öllum mælum sem skemmdust þurfi að skipta út fyrr en síðar. Orkumál Tryggingar Tengdar fréttir Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. 2. október 2024 13:32 Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þann 2. október varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Í tilkynningunni segir að RARIK muni greiða viðskiptavinum sínum bætur fyrir ónýt tæki og vegna tækja sem hafa bilað en hægt er að gera við. RARIK mun ekki bæta afleitt tjón sem er til dæmis tími fólks, óþægindi, ferðir á milli staða eða annað slíkt. Um miðjan mánuð var greint frá því að um 200 tilkynningar hefðu borist RARIK um tjón og að þau ættu von á fleirum. Í tilkynningu RARIK harma þau að einhverjir viðskiptavinir hafi fengið tilkynningu frá Sjóvá um að álitamál væri hvort tjón af völdum rafmagnstruflananna væri álitamál. „Orðalag póstsins var villandi og ekki til þess fallið að vekja traust hjá viðskiptavinum okkar. Mögulega gætu einhverjir viðskiptavinir þurft að miðla upplýsingum um tjón í tvígang af þessum sökum, á því biðjumst við velvirðingar en forgangsverkefni okkar er að greiða úr tjónamálunum fyrir viðskiptavini,“ segir einnig. TM hafi samband Þá segir að TM búi yfir sérfræðiþekkingu um bótamál og því taki þau yfir alla umsýslu mála. TM muni hafa samband við viðskiptavini sem hafi tilkynnt tjón innan skamms vegna afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum um tjónið ef þörf er á. „RARIK og TM munu kappkosta að koma í veg fyrir frekari tafir á afgreiðslu mála. Breytingarnar eru gerðar með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi og vilja RARIK og TM gera sitt besta til að tryggja farsæla lausn á öllum málum.“ Tilkynningin er hér en þar er nánar farið yfir hvað er bætt og hvað ekki. Viðskiptavinum er þar bent á að taka myndir af ónýtum tækjum og öðru tjóni. Þá er viðskiptavinum bent á að öllum mælum sem skemmdust þurfi að skipta út fyrr en síðar.
Orkumál Tryggingar Tengdar fréttir Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. 2. október 2024 13:32 Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. 2. október 2024 13:32
Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31
Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05