Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2024 11:31 Á myndinni má sjá áhrif rafmagnstruflana í gær. Rarik Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að klukkan 14:05 í gær hafi rafmagn komist aftur á eftir stóra truflun sem varð klukkan 12:55. „Þrátt fyrir að náðst hafi að byggja upp kerfið og koma spennu aftur á voru dæmi um að einhverjir viðskiptavinir RARIK væru enn rafmagnslausir fram á kvöld.“ Það hafi verið tilfellið í Mývatnssveit. „Þar varð mikil truflun á spennu sem í einhverjum tilfellum skemmdi rafmagnstæki og rafmagnstöflur. RARIK sendi í gær út tilkynningu til viðskiptavina í Mývatnssveit þar sem óskað var eftir að þau sem enn væru rafmagnslaus hefðu samband við bilanavakt RARIK. Einnig var haft samband við verktaka á svæðinu sem fóru heim til þeirra sem höfðu samband og voru að aðstoða fólk langt fram eftir kvöldi.“ Þeim sem orðið hafa fyrir tjóni vegna atburða gærdagsins er bent á að hafa samband við sína dreifiveitu. Óljóst hví ekki leysti út „Útleysing á rafmagni frá aðveitustöð hefur í för með sér rafmagnsleysi á því svæði sem tiltekin aðveitustöð þjónar. Útleysing er m.a. vörn gegn miklum spennubreytingum eða höggi líkt og gerðist í kerfi Landsnets í gær. Flestar aðveitustöðvar sem urðu fyrir miklu höggi úr flutningskerfi Landsnets „leystu út“ sem þýðir að rafmagnslaust varð á þeim svæðum,“ segir í tilkynningunni. Í Mývatnssveit var ekki útleysing sem olli því að höggið úr kerfinu barst alla leið til viðskiptavina. Það er ástæða þess að tjón urðu á því svæði. RARIK segist leita að orsök þess að ekki leysti út. Grænt svæði á kortinu að ofan sýnir það svæði sem varð fyrir spennutruflun í Mývatnssveit. Þar sést líka hvar varð rafmagnslaust á dreifisvæði RARIK og einnig áhrifasvæði spennubreytinga í Mývatnssveit. Akureyri er sýnd blá á kortinu þar sem hún er ekki innan dreifisvæðis RARIK en þar varð ekki rafmagnslaust samkvæmt þeim upplýsingum sem RARIK hefur fengið. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagn af í örstutta stund á hluta Vestfjarða. „Þetta er ekki merkt á korti þar sem ekki er um dreifisvæði RARIK að ræða. Austfirðir og fleiri svæði á Austurlandi sem eru innan dreifisvæðis RARIK og urðu ekki fyrir rafmagnsleysi en gætu hafa upplifað einhverjar truflanir eða flökt.“ Straumleysi í Suðursveit Að lokum varð útleysing í aðveitustöð skammt frá Höfn sem olli straumleysi í Suðursveit. Mikill fjöldi tilkynninga hefur borist til RARIK frá fólki sem ekki er á dreifisvæði RARIK, t.d. frá Akureyri. Íbúum Akureyrar er bent á að hafa samband við Norðurorku sem sér um dreifingu rafmagns á Akureyri. Viðskiptavinir RARIK geta tilkynnt um tjón á vef RARIK. „Eins og gefur að skilja er mikið álag á þjónustuver RARIK við að taka á móti og vinna úr tjónatilkynningum viðskiptavina. Unnið er að því að viðskiptavinir fái úrlausn sinna mála eins fljótt og auðið er. Umfang tjóns er enn óljóst og við viljum gefa viðskiptavinum okkar tíma til að meta það hjá sér áður en þau senda tilkynningu til okkar.“ Orkumál Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að klukkan 14:05 í gær hafi rafmagn komist aftur á eftir stóra truflun sem varð klukkan 12:55. „Þrátt fyrir að náðst hafi að byggja upp kerfið og koma spennu aftur á voru dæmi um að einhverjir viðskiptavinir RARIK væru enn rafmagnslausir fram á kvöld.“ Það hafi verið tilfellið í Mývatnssveit. „Þar varð mikil truflun á spennu sem í einhverjum tilfellum skemmdi rafmagnstæki og rafmagnstöflur. RARIK sendi í gær út tilkynningu til viðskiptavina í Mývatnssveit þar sem óskað var eftir að þau sem enn væru rafmagnslaus hefðu samband við bilanavakt RARIK. Einnig var haft samband við verktaka á svæðinu sem fóru heim til þeirra sem höfðu samband og voru að aðstoða fólk langt fram eftir kvöldi.“ Þeim sem orðið hafa fyrir tjóni vegna atburða gærdagsins er bent á að hafa samband við sína dreifiveitu. Óljóst hví ekki leysti út „Útleysing á rafmagni frá aðveitustöð hefur í för með sér rafmagnsleysi á því svæði sem tiltekin aðveitustöð þjónar. Útleysing er m.a. vörn gegn miklum spennubreytingum eða höggi líkt og gerðist í kerfi Landsnets í gær. Flestar aðveitustöðvar sem urðu fyrir miklu höggi úr flutningskerfi Landsnets „leystu út“ sem þýðir að rafmagnslaust varð á þeim svæðum,“ segir í tilkynningunni. Í Mývatnssveit var ekki útleysing sem olli því að höggið úr kerfinu barst alla leið til viðskiptavina. Það er ástæða þess að tjón urðu á því svæði. RARIK segist leita að orsök þess að ekki leysti út. Grænt svæði á kortinu að ofan sýnir það svæði sem varð fyrir spennutruflun í Mývatnssveit. Þar sést líka hvar varð rafmagnslaust á dreifisvæði RARIK og einnig áhrifasvæði spennubreytinga í Mývatnssveit. Akureyri er sýnd blá á kortinu þar sem hún er ekki innan dreifisvæðis RARIK en þar varð ekki rafmagnslaust samkvæmt þeim upplýsingum sem RARIK hefur fengið. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagn af í örstutta stund á hluta Vestfjarða. „Þetta er ekki merkt á korti þar sem ekki er um dreifisvæði RARIK að ræða. Austfirðir og fleiri svæði á Austurlandi sem eru innan dreifisvæðis RARIK og urðu ekki fyrir rafmagnsleysi en gætu hafa upplifað einhverjar truflanir eða flökt.“ Straumleysi í Suðursveit Að lokum varð útleysing í aðveitustöð skammt frá Höfn sem olli straumleysi í Suðursveit. Mikill fjöldi tilkynninga hefur borist til RARIK frá fólki sem ekki er á dreifisvæði RARIK, t.d. frá Akureyri. Íbúum Akureyrar er bent á að hafa samband við Norðurorku sem sér um dreifingu rafmagns á Akureyri. Viðskiptavinir RARIK geta tilkynnt um tjón á vef RARIK. „Eins og gefur að skilja er mikið álag á þjónustuver RARIK við að taka á móti og vinna úr tjónatilkynningum viðskiptavina. Unnið er að því að viðskiptavinir fái úrlausn sinna mála eins fljótt og auðið er. Umfang tjóns er enn óljóst og við viljum gefa viðskiptavinum okkar tíma til að meta það hjá sér áður en þau senda tilkynningu til okkar.“
Orkumál Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira