Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 13:32 Eins og sjá má nær rafmagnsleysið yfir stóran hluta landsins. RARIK Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. Truflunin varð klukkan 12:25 samkvæmt tilkynningu frá Rafmagnsveitum ríkisins. Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.. „Þessi truflun hafði áhrif á víðfeðm svæði, þar með talin Glerárskógar á Vesturlandi, Norðurland og austur á firði, sem leiddu til rafmagnsleysis. Landsnet og RARIK vinna nú að greiningu á orsökum truflunarinnar og enduruppbyggingu kerfisins. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks, og við biðjum viðskiptavini um þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagni á aftur. “ Úr öryggismyndavélakerfi Vaðlaheiðarganga. Rafmagnsleysið hefur meðal annars haft áhrif á lýsingu í Vaðlaheiðargöngum. Þar er skert lýsing og fólk hvatt til að aka varlega og hafa kveikt á ljósum sínum sem fyrr. Íbúar á Grenivík, Ólafsfirði, Langanesbyggð og Húsavík segja frá rafmagnsleysi í sinni byggð í athugasemdum við Facebook-færslu Vaðlaheiðarganga. Uppfært klukkan 13:43 Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að uppbygging kerfisins gangi vel og vonandi styttist í að allir verði komnir með rafmagn. Hún segir ekki meira liggja fyrir um upptök rafmagnleysisins en að högg hafi komið á flutningskerfið og kerfið á þeim svæðum sem datt út ekki ráðið við álagið. Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 14:24 Rafmagn er komið á að nýju. Orkumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Truflunin varð klukkan 12:25 samkvæmt tilkynningu frá Rafmagnsveitum ríkisins. Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.. „Þessi truflun hafði áhrif á víðfeðm svæði, þar með talin Glerárskógar á Vesturlandi, Norðurland og austur á firði, sem leiddu til rafmagnsleysis. Landsnet og RARIK vinna nú að greiningu á orsökum truflunarinnar og enduruppbyggingu kerfisins. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks, og við biðjum viðskiptavini um þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagni á aftur. “ Úr öryggismyndavélakerfi Vaðlaheiðarganga. Rafmagnsleysið hefur meðal annars haft áhrif á lýsingu í Vaðlaheiðargöngum. Þar er skert lýsing og fólk hvatt til að aka varlega og hafa kveikt á ljósum sínum sem fyrr. Íbúar á Grenivík, Ólafsfirði, Langanesbyggð og Húsavík segja frá rafmagnsleysi í sinni byggð í athugasemdum við Facebook-færslu Vaðlaheiðarganga. Uppfært klukkan 13:43 Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að uppbygging kerfisins gangi vel og vonandi styttist í að allir verði komnir með rafmagn. Hún segir ekki meira liggja fyrir um upptök rafmagnleysisins en að högg hafi komið á flutningskerfið og kerfið á þeim svæðum sem datt út ekki ráðið við álagið. Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 14:24 Rafmagn er komið á að nýju.
Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is..
Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.
Orkumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira