Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2024 11:55 Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs segir starfsmenn bíða frétta um það hvort þau geti opnað í vikunni og hvaðan sýkingin kemur. Vísir/Einar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri á Mánagarði segir starfsmenn bíða upplýsinga frá embætti sóttvarnalæknis um stöðuna. „Það er fundur hjá sóttvarnalækni í dag og eftir þann fund fáum við upplýsingar um hvort við megum opna aftur á miðvikudaginn. Það er búið að sótthreinsa og allt er tilbúið. Við erum tilbúin að taka á móti börnunum þegar við fáum leyfi.“ Þriðjungur lasinn Alls eru 128 börn í leikskólanum og því um þriðjungur þeirra undir eftirliti vegna sýkingarinnar. Soffía á því von á því að fámennt verði í leikskólanum fyrstu dagana fái þau leyfi til að opna. „Það er enginn starfsmaður lasinn núna en við erum að kanna hvort einhver sé með sýkinguna í sér. Einhverjir fengu eitthvað í magann en við eigum enn eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum á sýnum frá þeim,“ segir Soffía. Um er að ræða fjóra starfsmenn sem skiluðu sýnum. Lokar eldhúsi á meðan málið er til rannsóknar Fram kom í viðtali við sóttvarnalækni fyrr í dag á Vísi að niðurstöður úr rannsóknum væru væntanlega um miðja vikuna um uppruna sýkingarinnar. Þó hefur verið talið líklegt að uppruni sýkingarinnar gæti verið rakinn til hakks sem var eldað á staðnum. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum en Soffía segir að á meðan málið er til rannsóknar verði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ segir Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Hún segir starfsmenn og foreldra enn í miklu áfalli vegna málsins. „Maður er auðvitað mjög áhyggjufullur og fólk enn í miklu áfalli.“ E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Háskólar Leikskólar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40 Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri á Mánagarði segir starfsmenn bíða upplýsinga frá embætti sóttvarnalæknis um stöðuna. „Það er fundur hjá sóttvarnalækni í dag og eftir þann fund fáum við upplýsingar um hvort við megum opna aftur á miðvikudaginn. Það er búið að sótthreinsa og allt er tilbúið. Við erum tilbúin að taka á móti börnunum þegar við fáum leyfi.“ Þriðjungur lasinn Alls eru 128 börn í leikskólanum og því um þriðjungur þeirra undir eftirliti vegna sýkingarinnar. Soffía á því von á því að fámennt verði í leikskólanum fyrstu dagana fái þau leyfi til að opna. „Það er enginn starfsmaður lasinn núna en við erum að kanna hvort einhver sé með sýkinguna í sér. Einhverjir fengu eitthvað í magann en við eigum enn eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum á sýnum frá þeim,“ segir Soffía. Um er að ræða fjóra starfsmenn sem skiluðu sýnum. Lokar eldhúsi á meðan málið er til rannsóknar Fram kom í viðtali við sóttvarnalækni fyrr í dag á Vísi að niðurstöður úr rannsóknum væru væntanlega um miðja vikuna um uppruna sýkingarinnar. Þó hefur verið talið líklegt að uppruni sýkingarinnar gæti verið rakinn til hakks sem var eldað á staðnum. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum en Soffía segir að á meðan málið er til rannsóknar verði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ segir Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Hún segir starfsmenn og foreldra enn í miklu áfalli vegna málsins. „Maður er auðvitað mjög áhyggjufullur og fólk enn í miklu áfalli.“
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Háskólar Leikskólar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40 Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40
Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39
Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16