„Flokkarnir urðu skíthræddir“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 19:56 Kikka Sigurðardóttir segir Græningja komna til að vera og að flokkurinn muni veita næstu ríkisstjórn mikilvægt aðhald í umhverfismálum. Græningjar eru hættir við að bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næstkomandi. Formaður flokksins segir innkomu Græningja hafa hrætt hina flokkana og haft áhrif á lista þeirra. Flokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til hádegis á morgun, fimmtudaginn 31. október 2024, og því enn tími til að safna meðmælum. Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, kastaði því hins vegar fram í Reykjavík síðdegis í dag að Græningjar hefðu ekki náð að safna nægilega mörgum meðmælum. Fréttastofa heyrði hljóðið í Kikku Sigurðardóttur, rithöfundi og formanni Græningja, til að athuga hver staðan væri hjá flokknum. „Við ákváðum bara að hætta en við vorum komin með eitthvað af meðmælum,“ sagði Kikka og bætti við „Það er bara ein og hálf vika síðan við héldum stofnfund.“ Umhverfissinnar skyndilega birst á listum „Við erum fyrst og fremst ánægð með áhrifin sem við höfðum á aðra flokka því þeir fóru strax í að raða umhverfissinnum á sína lista og við erum spennt að sjá hvað gerist. Hvort umhverfissmálin verði eitthvað rædd í þessari kosningabaráttu,“ hún einnig. „Við förum ekki fram núna og það er í fínu lagi. Við notum þá bara veturinn til að klára það sem við ætluðum að gera í vetur, sem er að stofna deildir um allt land og vera tilbúin fyrir næstu kosningar. Við vissum alveg í upphafi að þetta myndi ekki nást en ákváðum að skella okkur fram til að sjá viðbrögðin. Við höfum fengið rosagóð viðbrögð frá fólki og flokkarnir urðu skíthræddir.“ Og komin með þingmann. „Fyrir utan það náttúrulega.“ „Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert“ Voruð þið nálægt því að ná meðmælafjölda í einhverju kjördæmi? „Ég hef ekki kíkt á þetta í dag einu sinni, ég er búinn að vera svo upptekinn í dag að vinna upp það sem ég gerði ekki í vikunni. En örugglega í Norðvestur- og Norðaustur- vorum við nálægt því. En það er ekki aðalmálið, það er að við erum komin fram á sviðið og við verðum þar áfram. Við verðum aðhald fyrir þau stjórnvöld sem munu taka við. Við erum umhverfisflokkur númer 1, 2 og 3 og munum alltaf berjast fyrir náttúru Íslands, loftslagsvánni og að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Það er enginn búinn að vera að hugsa um þetta síðustu sjö árin. Við erum nauðsynleg. Þó við komum ekki núna, munum við koma næst. Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert. Því miður.“ Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til hádegis á morgun, fimmtudaginn 31. október 2024, og því enn tími til að safna meðmælum. Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, kastaði því hins vegar fram í Reykjavík síðdegis í dag að Græningjar hefðu ekki náð að safna nægilega mörgum meðmælum. Fréttastofa heyrði hljóðið í Kikku Sigurðardóttur, rithöfundi og formanni Græningja, til að athuga hver staðan væri hjá flokknum. „Við ákváðum bara að hætta en við vorum komin með eitthvað af meðmælum,“ sagði Kikka og bætti við „Það er bara ein og hálf vika síðan við héldum stofnfund.“ Umhverfissinnar skyndilega birst á listum „Við erum fyrst og fremst ánægð með áhrifin sem við höfðum á aðra flokka því þeir fóru strax í að raða umhverfissinnum á sína lista og við erum spennt að sjá hvað gerist. Hvort umhverfissmálin verði eitthvað rædd í þessari kosningabaráttu,“ hún einnig. „Við förum ekki fram núna og það er í fínu lagi. Við notum þá bara veturinn til að klára það sem við ætluðum að gera í vetur, sem er að stofna deildir um allt land og vera tilbúin fyrir næstu kosningar. Við vissum alveg í upphafi að þetta myndi ekki nást en ákváðum að skella okkur fram til að sjá viðbrögðin. Við höfum fengið rosagóð viðbrögð frá fólki og flokkarnir urðu skíthræddir.“ Og komin með þingmann. „Fyrir utan það náttúrulega.“ „Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert“ Voruð þið nálægt því að ná meðmælafjölda í einhverju kjördæmi? „Ég hef ekki kíkt á þetta í dag einu sinni, ég er búinn að vera svo upptekinn í dag að vinna upp það sem ég gerði ekki í vikunni. En örugglega í Norðvestur- og Norðaustur- vorum við nálægt því. En það er ekki aðalmálið, það er að við erum komin fram á sviðið og við verðum þar áfram. Við verðum aðhald fyrir þau stjórnvöld sem munu taka við. Við erum umhverfisflokkur númer 1, 2 og 3 og munum alltaf berjast fyrir náttúru Íslands, loftslagsvánni og að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Það er enginn búinn að vera að hugsa um þetta síðustu sjö árin. Við erum nauðsynleg. Þó við komum ekki núna, munum við koma næst. Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert. Því miður.“
Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira