Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2024 21:11 Áslaug Fjóla Magnúsdóttir ásamt dóttur sinni á gjörgæslu árið 2019. aðsend „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ Þetta segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir hinnar átta ára Anítu Katrínar sem smitaðist af E. coli-bakteríu á Efstadal II í Bláskógabyggð sumar árið 2019, í samtali við Vísi. Áslaug segir Anítu ekki enn hafa náð sér almennilega eftir að hafa veikst af bakteríunni og þykir það miður að bakterían skjóti aftur upp kollinum núna en eins og greint hefur verið frá eru um 40 börn undir virku eftirliti vegna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði en tvö þeirra liggja inni á gjörgæslu. Áslaug finnur fyrir einkennum áfallastreitu vegna frétta um E.coli og finnur gífurlega til með þeim foreldrum sem ganga nú í gegnum sömu raunir og hún gekk í gegnum á sínum tíma. Hún hefur því ákveðið ásamt Ingibjörgu Sigursteinsdóttur, móður tveggja drengja sem smituðust 2019, að stofna stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem smitast af E.coli og hvetur foreldra barna sem hafa smitast til að ganga í hópinn svo þau beri ekki byrðina ein. Upplifa einkenni áfallastreitu „Þegar við vorum í þessum fellibyl 2019 var í raun enginn sem við gátum leitað til sem hafði gengið í gegnum það sem við vorum að ganga í gegnum þarna og höfum við aflað okkur þó nokkra þekkingu erlendis frá þar sem við erum búin að vera í fimm ár að eiga við alls konar eftirköst og líka séð á bandarískri stuðningssíðu börn í alls konar ástandi eftir E.coli bakteríuna og einnig hafa börn látist. Nú við þennan faraldur sem er í gangi út frá leikskólanum Mánagarði þá má segja að við tvær mæður þeirra barna sem veiktust mest 2019 upplifum triggeringu ef svo má segja, við finnum svo svakalega mikið til með börnunum og aðstandendum þeirra,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Hún hafi strax hringt í leikskólastjóra Mánagarðs eftir að greint var frá E.coli smitunum í fjölmiðlum og boðið fram aðstoð sína. Vill koma af stað vitunarvakningu varðandi bakteríuna Áslaug vill einnig koma af stað ákveðinni vitundarvakningu varðandi E.coli og segir mikilvægt að fólk viti um hver alvarlegan sjúkdóm sé að ræða sérstaklega fyrir börn og einnig aldraða. „Ég reyndi árið 2019 að vekja athygli á þessu. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að bakterían getur leynst víða og meðal annars í nautahakki. Því þetta er svo hættulegt ungum börnum. Við fullorðna fólkið fáum í magan en þetta er mun alvarlegra fyrir börn. Til dæmis á ekki að gefa börnum hamborgara nema þeir séu fullsteiktir. Það er svo oft sem fólk hefur þetta bara medium rare og er kannski ekkert að spá í þessu en þetta er rúlleta. Bakterían drepst við steikingu. Íslenskir nautgripir geta einnig verið með bakteríuna. Fólk þarf að passa hreinlæti líka. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að þetta geta verið snertismit líka.“ Missti allan mátt og hefur ekki náð sér Dóttir Áslaugar smitaðist af E.coli árið 2019 og lá þungt haldin með nýrnabilun á Landspítalanum í nokkrar vikur. Hún hefur ekki enn náð fullum bata og segir Áslaug að hún sé búin að vera undir eftirliti lækna síðan. „Hún fær þarna bakteríuna í miðtaugakerfið. Nýrun er komin aftur, sem betur fer, Hún er búin að þurfa að fara í aðgerð á fótum, hún þurfti að fara í sinalengingu, því vaxtarkúrfan hennar hrundi eftir þessi miklu veikindi. Hún missti allan mátt. Þurfti að læra að labba upp á nýtt og var alltaf að detta. Hún hefur alltaf verið magaverki síðan og meltingin ekki í lagi. Hún hefur verið í sjúkraþjálfun frá því að þetta gerist.“ Nýru Anítu höfðu hætt að starfa og hún því drifin á gjörgæslu. Það var þá sem þau fengu loks staðfestingu á því að veikindi hennar mætti rekja til eitrunar af völdum E. coli sýkingar. Umrædd sýking, sem kallast HUS, er alvarlegur fylgikvilli sem þó hrellir ekki alla þá sem smitast vegna E. coli. Áslaug Fjóla Magnúsdóttir og dóttir hennar.Aðsend E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál E.coli á Efstadal II Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þetta segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir hinnar átta ára Anítu Katrínar sem smitaðist af E. coli-bakteríu á Efstadal II í Bláskógabyggð sumar árið 2019, í samtali við Vísi. Áslaug segir Anítu ekki enn hafa náð sér almennilega eftir að hafa veikst af bakteríunni og þykir það miður að bakterían skjóti aftur upp kollinum núna en eins og greint hefur verið frá eru um 40 börn undir virku eftirliti vegna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði en tvö þeirra liggja inni á gjörgæslu. Áslaug finnur fyrir einkennum áfallastreitu vegna frétta um E.coli og finnur gífurlega til með þeim foreldrum sem ganga nú í gegnum sömu raunir og hún gekk í gegnum á sínum tíma. Hún hefur því ákveðið ásamt Ingibjörgu Sigursteinsdóttur, móður tveggja drengja sem smituðust 2019, að stofna stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem smitast af E.coli og hvetur foreldra barna sem hafa smitast til að ganga í hópinn svo þau beri ekki byrðina ein. Upplifa einkenni áfallastreitu „Þegar við vorum í þessum fellibyl 2019 var í raun enginn sem við gátum leitað til sem hafði gengið í gegnum það sem við vorum að ganga í gegnum þarna og höfum við aflað okkur þó nokkra þekkingu erlendis frá þar sem við erum búin að vera í fimm ár að eiga við alls konar eftirköst og líka séð á bandarískri stuðningssíðu börn í alls konar ástandi eftir E.coli bakteríuna og einnig hafa börn látist. Nú við þennan faraldur sem er í gangi út frá leikskólanum Mánagarði þá má segja að við tvær mæður þeirra barna sem veiktust mest 2019 upplifum triggeringu ef svo má segja, við finnum svo svakalega mikið til með börnunum og aðstandendum þeirra,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Hún hafi strax hringt í leikskólastjóra Mánagarðs eftir að greint var frá E.coli smitunum í fjölmiðlum og boðið fram aðstoð sína. Vill koma af stað vitunarvakningu varðandi bakteríuna Áslaug vill einnig koma af stað ákveðinni vitundarvakningu varðandi E.coli og segir mikilvægt að fólk viti um hver alvarlegan sjúkdóm sé að ræða sérstaklega fyrir börn og einnig aldraða. „Ég reyndi árið 2019 að vekja athygli á þessu. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að bakterían getur leynst víða og meðal annars í nautahakki. Því þetta er svo hættulegt ungum börnum. Við fullorðna fólkið fáum í magan en þetta er mun alvarlegra fyrir börn. Til dæmis á ekki að gefa börnum hamborgara nema þeir séu fullsteiktir. Það er svo oft sem fólk hefur þetta bara medium rare og er kannski ekkert að spá í þessu en þetta er rúlleta. Bakterían drepst við steikingu. Íslenskir nautgripir geta einnig verið með bakteríuna. Fólk þarf að passa hreinlæti líka. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að þetta geta verið snertismit líka.“ Missti allan mátt og hefur ekki náð sér Dóttir Áslaugar smitaðist af E.coli árið 2019 og lá þungt haldin með nýrnabilun á Landspítalanum í nokkrar vikur. Hún hefur ekki enn náð fullum bata og segir Áslaug að hún sé búin að vera undir eftirliti lækna síðan. „Hún fær þarna bakteríuna í miðtaugakerfið. Nýrun er komin aftur, sem betur fer, Hún er búin að þurfa að fara í aðgerð á fótum, hún þurfti að fara í sinalengingu, því vaxtarkúrfan hennar hrundi eftir þessi miklu veikindi. Hún missti allan mátt. Þurfti að læra að labba upp á nýtt og var alltaf að detta. Hún hefur alltaf verið magaverki síðan og meltingin ekki í lagi. Hún hefur verið í sjúkraþjálfun frá því að þetta gerist.“ Nýru Anítu höfðu hætt að starfa og hún því drifin á gjörgæslu. Það var þá sem þau fengu loks staðfestingu á því að veikindi hennar mætti rekja til eitrunar af völdum E. coli sýkingar. Umrædd sýking, sem kallast HUS, er alvarlegur fylgikvilli sem þó hrellir ekki alla þá sem smitast vegna E. coli. Áslaug Fjóla Magnúsdóttir og dóttir hennar.Aðsend
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál E.coli á Efstadal II Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda