„Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður“ Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2024 08:35 Þeir Jón Kjartan og Sindri Geir létust báðir 9. ágúst síðastliðinn. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það ekki að ósekju að vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Öll fjölskyldan og nánustu aðstandendur finni fyrir afleiðingum neyslunnar. „Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti,“ segir Sigmar í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir andlát bræðranna hafa haft víðtæk áhrif, og muni hafa það. „Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum,“ segir Sigmar. Þrátt fyrir tilraunir Sindra til að verða edrú hafi sjúkdómurinn náð yfirhöndinni. Hann ítrekar að fjölskylda drengjanna kennir engum um. Þau vilji samt sjá samfélagið taka betur á þessum vanda. „Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi,“ segir Sigmar. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar Vísir/Vilhelm Hann segir að erfið staða aðstandenda gleymist of í þessari umræðu. Bæði á meðan fólk er veikt og eftir það deyr. Hann segist til dæmis hafa nýverið rætt við föður ungs manns sem fór erlendis í meðferð. Það hafi kostað mikinn pening en fjölskyldan hafi náð að borga það. Þau fái ekkert endurgreitt frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að hér á landi séu svo langir biðlistar að fólk komist ekki að mánuðum saman. „Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no,“ segir Sigmar. Þetta sé dæmi um álagið sem aðstandendur standi frammi fyrir. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Segir kerfið augljóslega mölbrotið Kona á fertugsaldri sem varð úti í óveðri í desember 2022 hét Helena Ósk Gunnarsdóttir. Stjúpbræður hennar létust með tólf klukkustunda millibili úr ofskömmtun í ágúst síðastliðnum. 26. október 2024 17:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti,“ segir Sigmar í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir andlát bræðranna hafa haft víðtæk áhrif, og muni hafa það. „Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum,“ segir Sigmar. Þrátt fyrir tilraunir Sindra til að verða edrú hafi sjúkdómurinn náð yfirhöndinni. Hann ítrekar að fjölskylda drengjanna kennir engum um. Þau vilji samt sjá samfélagið taka betur á þessum vanda. „Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi,“ segir Sigmar. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar Vísir/Vilhelm Hann segir að erfið staða aðstandenda gleymist of í þessari umræðu. Bæði á meðan fólk er veikt og eftir það deyr. Hann segist til dæmis hafa nýverið rætt við föður ungs manns sem fór erlendis í meðferð. Það hafi kostað mikinn pening en fjölskyldan hafi náð að borga það. Þau fái ekkert endurgreitt frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að hér á landi séu svo langir biðlistar að fólk komist ekki að mánuðum saman. „Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no,“ segir Sigmar. Þetta sé dæmi um álagið sem aðstandendur standi frammi fyrir.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Segir kerfið augljóslega mölbrotið Kona á fertugsaldri sem varð úti í óveðri í desember 2022 hét Helena Ósk Gunnarsdóttir. Stjúpbræður hennar létust með tólf klukkustunda millibili úr ofskömmtun í ágúst síðastliðnum. 26. október 2024 17:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Segir kerfið augljóslega mölbrotið Kona á fertugsaldri sem varð úti í óveðri í desember 2022 hét Helena Ósk Gunnarsdóttir. Stjúpbræður hennar létust með tólf klukkustunda millibili úr ofskömmtun í ágúst síðastliðnum. 26. október 2024 17:14