Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2024 20:01 Í ávarpi forseta Úkraínu til Norðurlandaráðsþingsins í dag ræddi hann meðal annars um þau þúsundir barna sem Rússar hefðu rænt frá Úkraínu. Visir/Vilhelm Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu segir Vesturlönd verða að hætta að tala um Úkraína megi ekki fara yfir rauðar línur á sama tíma og Putin vaði aftur og aftur yfir slíkar línur.Stöð 2/HMP Volodomyr Zelensky hóf daginn á stuttri heimókn til forseta Íslands á Bessastöðum klukkan hálf níu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu áframhaldandi stuðning þjóðanna við Úkraínu á fréttamannafundi í alþingishúsinu áður en Zelensky ávarpaði þing Norðurlandaráðs skömmu fyrir hádegi. Það var sérstök tilfinning að setjast niður ásamt nokkrum norrænum fréttamönnum með þessum manni sem leitt hefur þjóð sína gegn blóðugri innrás einræðisherrans Putins og herja hans í hátt á þriðja ár. Þrátt fyrir efasemdir margra stuðningsríkja Úkraínu sagði Zelensky þúsundir hermanna norður Kóreu komna til Rússland að undirbúa sig til hernaðar í Úkraínu. Þúsundir til viðbótar væru á leiðinni. „Ég tel það mjög hættulegt. Það markar nýjan kafla í stríðinu. Þetta verður svipað og í blábyrjun innrásar Rússa og hernáms þeirra á Krímskaga. Hernáminu var mætt með þögn Vesturlanda og enginn vildi breðast við,“ sagði forsetinn á fundinum með fréttamönnum. Forseti Úkraínu sat með fréttamönnum í tæpa klukkustund í dag og svaraði spurningum þeirra. Leiðtogar Vesturlanda töluðu gjarnan um rauðar línur, að ekki mætti magna átökin á sama tíma og Putin gengi stöðugt á lagið. Fyrst kæmu eldflaugar og milljónir stórskota frá norður Kóreu og nú nokkur þúsund hermenn. Hvað ætluðu Vesturlönd að gera ef hermennirnir yrðu hundrað þúsund? Hann hafi þrýst á leiðtoga Vesturlanda að bregðast hart við. Öryggis- og varnarmál setja sterkan svip á þing Norðurlandaráðs sem hófst í Reykjavík í gær og lýkur á morgun.Vísir/Vilhelm „Þannig að, fyrirgefið, en ég held að norður kóreskir hermenn feli í sér stigmögnun stríðsins. Ekki af okkar hálfu heldur að hálfu Rússa og okkur er ekki gert mögulegt að gera nokkuð varðandi norður kóresku hermennina á meðan þeir eru á rússnesku landi,“ segir Zelenski. En Bandaríkin hafa ekki gefið Úkraínumönnum heimild til að nota langdræg vopn Vesturlanda til árása á skotmörk innan Rússlands. „Það er mikið skrafð en það fer minnafyrir aðgerðum frá leiðtogum,“ segir Zelensky. Forseti Úkraínu segir norður Kóreu hafa sent Rússum milljónir stórskota. Nú væru norður kóreskir hermenn komnir til Rússlands þannig að það væru Rússar stigmögnuðu átökin en ekki Úkraínumenn.AP/Efrem Lukatsky Boð um aðild Úkraínu að NATO, ekki tafarlaus aðild, yrði skref í rétta átt. Því Rússar fari yfir allar rauðar línur. Þeir hafi til að mynda fyrst hertekið hluta Georgíu og síðan snúið stjórnvöldum þar á sitt band. Þeir hafi svo unnið fullnaðarsigur með kosningasvindli í nýafstöðnum kosningum. „Í dag hafa Rússar unnið Georgíu. Þeir hafa tekið burt frelsi Georgíumanna. Þetta snýst um Georgíu og Moldóvu, þeir eru á leiðinni,“ segir forsetinn. Úkraína væri hins vegar margfallt stærra land og fjölmennra og því erfiðari biti fyrir Rússa að kyngja. „það er að segja ef Vesturlönd láta ekki af þessu tali um rauðar línur. Ef leiðtogar Vesturlanda halda þessari orðræðu áfram, munu þeir missa Modóvu innan eins til tveggja ára. Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58 Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna. 29. október 2024 12:10 Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherranna Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefst klukkan 9. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. 29. október 2024 08:54 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu segir Vesturlönd verða að hætta að tala um Úkraína megi ekki fara yfir rauðar línur á sama tíma og Putin vaði aftur og aftur yfir slíkar línur.Stöð 2/HMP Volodomyr Zelensky hóf daginn á stuttri heimókn til forseta Íslands á Bessastöðum klukkan hálf níu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu áframhaldandi stuðning þjóðanna við Úkraínu á fréttamannafundi í alþingishúsinu áður en Zelensky ávarpaði þing Norðurlandaráðs skömmu fyrir hádegi. Það var sérstök tilfinning að setjast niður ásamt nokkrum norrænum fréttamönnum með þessum manni sem leitt hefur þjóð sína gegn blóðugri innrás einræðisherrans Putins og herja hans í hátt á þriðja ár. Þrátt fyrir efasemdir margra stuðningsríkja Úkraínu sagði Zelensky þúsundir hermanna norður Kóreu komna til Rússland að undirbúa sig til hernaðar í Úkraínu. Þúsundir til viðbótar væru á leiðinni. „Ég tel það mjög hættulegt. Það markar nýjan kafla í stríðinu. Þetta verður svipað og í blábyrjun innrásar Rússa og hernáms þeirra á Krímskaga. Hernáminu var mætt með þögn Vesturlanda og enginn vildi breðast við,“ sagði forsetinn á fundinum með fréttamönnum. Forseti Úkraínu sat með fréttamönnum í tæpa klukkustund í dag og svaraði spurningum þeirra. Leiðtogar Vesturlanda töluðu gjarnan um rauðar línur, að ekki mætti magna átökin á sama tíma og Putin gengi stöðugt á lagið. Fyrst kæmu eldflaugar og milljónir stórskota frá norður Kóreu og nú nokkur þúsund hermenn. Hvað ætluðu Vesturlönd að gera ef hermennirnir yrðu hundrað þúsund? Hann hafi þrýst á leiðtoga Vesturlanda að bregðast hart við. Öryggis- og varnarmál setja sterkan svip á þing Norðurlandaráðs sem hófst í Reykjavík í gær og lýkur á morgun.Vísir/Vilhelm „Þannig að, fyrirgefið, en ég held að norður kóreskir hermenn feli í sér stigmögnun stríðsins. Ekki af okkar hálfu heldur að hálfu Rússa og okkur er ekki gert mögulegt að gera nokkuð varðandi norður kóresku hermennina á meðan þeir eru á rússnesku landi,“ segir Zelenski. En Bandaríkin hafa ekki gefið Úkraínumönnum heimild til að nota langdræg vopn Vesturlanda til árása á skotmörk innan Rússlands. „Það er mikið skrafð en það fer minnafyrir aðgerðum frá leiðtogum,“ segir Zelensky. Forseti Úkraínu segir norður Kóreu hafa sent Rússum milljónir stórskota. Nú væru norður kóreskir hermenn komnir til Rússlands þannig að það væru Rússar stigmögnuðu átökin en ekki Úkraínumenn.AP/Efrem Lukatsky Boð um aðild Úkraínu að NATO, ekki tafarlaus aðild, yrði skref í rétta átt. Því Rússar fari yfir allar rauðar línur. Þeir hafi til að mynda fyrst hertekið hluta Georgíu og síðan snúið stjórnvöldum þar á sitt band. Þeir hafi svo unnið fullnaðarsigur með kosningasvindli í nýafstöðnum kosningum. „Í dag hafa Rússar unnið Georgíu. Þeir hafa tekið burt frelsi Georgíumanna. Þetta snýst um Georgíu og Moldóvu, þeir eru á leiðinni,“ segir forsetinn. Úkraína væri hins vegar margfallt stærra land og fjölmennra og því erfiðari biti fyrir Rússa að kyngja. „það er að segja ef Vesturlönd láta ekki af þessu tali um rauðar línur. Ef leiðtogar Vesturlanda halda þessari orðræðu áfram, munu þeir missa Modóvu innan eins til tveggja ára.
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58 Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna. 29. október 2024 12:10 Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherranna Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefst klukkan 9. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. 29. október 2024 08:54 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58
Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna. 29. október 2024 12:10
Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22
Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29
Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherranna Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefst klukkan 9. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. 29. október 2024 08:54
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu