Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. október 2024 12:10 Støre hefur aldrei verið betri. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna. Forsætisráðherrann birti myndir úr sundinu á samfélagsmiðlinum Instagram. Støre er líklega stærsti aðdáandi íslenskrar sundmenningar utan landsteinanna en hann fer í sund í hvert einasta skiptið sem hann sækir klakann heim. Hann er staddur hér á landi til að sækja Norðurlandaráðsþing sem haldið er í Reykjavík í þetta skiptið. Það hefur raunar vakið athygli í Noregi hvað Støre elskar íslenskar sundlaugar og var aðdáunin umfjöllunarefni norska ríkisútvarpsins í maí í fyrra þegar Støre sótti leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík. Þá tók fréttamaður NRK viðtal við Støre þar sem hann var staddur í heitasta potti Sundhallarinnar um íslensku sundmenninguna. „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ sagði ráðherrann við NRK í fyrra. Hann sagði við tækifærið að Ísland ætti sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. Haft var eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Svona byrjar Støre daginn í Reykjavík. Støre hefur aldrei verið betri. „Nú er ég klár í að hitta góða norræna kollega!“ segir forsætisráðherrann. Sundlaugar Reykjavík Noregur Íslandsvinir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Forsætisráðherrann birti myndir úr sundinu á samfélagsmiðlinum Instagram. Støre er líklega stærsti aðdáandi íslenskrar sundmenningar utan landsteinanna en hann fer í sund í hvert einasta skiptið sem hann sækir klakann heim. Hann er staddur hér á landi til að sækja Norðurlandaráðsþing sem haldið er í Reykjavík í þetta skiptið. Það hefur raunar vakið athygli í Noregi hvað Støre elskar íslenskar sundlaugar og var aðdáunin umfjöllunarefni norska ríkisútvarpsins í maí í fyrra þegar Støre sótti leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík. Þá tók fréttamaður NRK viðtal við Støre þar sem hann var staddur í heitasta potti Sundhallarinnar um íslensku sundmenninguna. „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ sagði ráðherrann við NRK í fyrra. Hann sagði við tækifærið að Ísland ætti sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. Haft var eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Svona byrjar Støre daginn í Reykjavík. Støre hefur aldrei verið betri. „Nú er ég klár í að hitta góða norræna kollega!“ segir forsætisráðherrann.
Sundlaugar Reykjavík Noregur Íslandsvinir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira