Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 29. október 2024 11:22 Mette Frederiksen, Bjarni Benediktsson og Volodýmýr Selenskíj á blaðamannafundi á Þingvöllum í gærkvöldi. Forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Vísir/Vilhelm Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu í gær fund á Þingvöllum ásamt Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í tilefni Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Reykjavík í vikunni. Fundur Norðurlandaráðs hefst í dag og forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Þar var til að mynda rætt hvernig gera ætti svæðið samþættara og hvernig styðja eigi við efnahagslífið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir aðrar sameiginlegar áskoranir hafa komið til umræðu, sér í lagi landamærin og hælisleitendakerfið. Ræddu brottfararbúðir utan landsteinanna „Ef okkur mistekst við að taka almennielga stjórn á landamærunum. Ef okkur mistekst í stríðinu við alþjóðlega glæpastarfsemi og ef okkur tekst ekki að byggja upp skilvirkt kerfi í hælisleitendamálum þá eru það lífsgæðin sem við höfum bygtt upp og eru í raun og veru einkennandi fyrir Norðurlöndin öll sem eru að veði,“ segir Bjarni. „Öll Evrópa er farin að ræða þetta. Í Bretlandi hafa menn verið með hugmyndir um að koma jafnvel upp svona brottfararbúðum - jafnvel utan landsteinanna og nú er farið að ræða þetta af fullri alvöru bæði á þessum vettvangi og eins hjá Evrópusambandinu að það verði ekki við það búið að þeir sem hafa ekki rétt til að vera innan landamæranna geri það engu að síður.“ Búðir sem þær sem Bjarni nefnir hafa verið harðlega gagnrýndar og bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið mótmælt þeim við bresk stjórnvöld. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þá verið mjög uggandi yfir áformunum. Öryggi í Úkraínu Landamæra-, og hælisleitendamál voru ekki ein til umræðu heldur einnig öryggismál í Evrópu, sérstaklega í tengslum við Úkraínu. „Þetta var mikilvægur og góður fundur með forseta Úkarínu. Þetta er í fjórða sinn sem við hittumst, Norðurlönd og Úkraína, og það byggir upp traust og gerir það að verkum að við getum farið dýpra inn í samtalið um hvað er að gerast í Úkraínu,“ segir Jonas Störe, forsætisráðherra Noregs. „Hvernig getum við hjálpað og hvaða þýðingu hefur það fyrir NATO, fyrir Úkraínu og fyrir ástandið í Evrópu, og líka hvernig við getum verið nákvæm um það að veita Úkraínu þá aðstoð sem Úkraína þarf mest á að halda.“ Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Hælisleitendur Landamæri Tengdar fréttir Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu í gær fund á Þingvöllum ásamt Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í tilefni Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Reykjavík í vikunni. Fundur Norðurlandaráðs hefst í dag og forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Þar var til að mynda rætt hvernig gera ætti svæðið samþættara og hvernig styðja eigi við efnahagslífið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir aðrar sameiginlegar áskoranir hafa komið til umræðu, sér í lagi landamærin og hælisleitendakerfið. Ræddu brottfararbúðir utan landsteinanna „Ef okkur mistekst við að taka almennielga stjórn á landamærunum. Ef okkur mistekst í stríðinu við alþjóðlega glæpastarfsemi og ef okkur tekst ekki að byggja upp skilvirkt kerfi í hælisleitendamálum þá eru það lífsgæðin sem við höfum bygtt upp og eru í raun og veru einkennandi fyrir Norðurlöndin öll sem eru að veði,“ segir Bjarni. „Öll Evrópa er farin að ræða þetta. Í Bretlandi hafa menn verið með hugmyndir um að koma jafnvel upp svona brottfararbúðum - jafnvel utan landsteinanna og nú er farið að ræða þetta af fullri alvöru bæði á þessum vettvangi og eins hjá Evrópusambandinu að það verði ekki við það búið að þeir sem hafa ekki rétt til að vera innan landamæranna geri það engu að síður.“ Búðir sem þær sem Bjarni nefnir hafa verið harðlega gagnrýndar og bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið mótmælt þeim við bresk stjórnvöld. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þá verið mjög uggandi yfir áformunum. Öryggi í Úkraínu Landamæra-, og hælisleitendamál voru ekki ein til umræðu heldur einnig öryggismál í Evrópu, sérstaklega í tengslum við Úkraínu. „Þetta var mikilvægur og góður fundur með forseta Úkarínu. Þetta er í fjórða sinn sem við hittumst, Norðurlönd og Úkraína, og það byggir upp traust og gerir það að verkum að við getum farið dýpra inn í samtalið um hvað er að gerast í Úkraínu,“ segir Jonas Störe, forsætisráðherra Noregs. „Hvernig getum við hjálpað og hvaða þýðingu hefur það fyrir NATO, fyrir Úkraínu og fyrir ástandið í Evrópu, og líka hvernig við getum verið nákvæm um það að veita Úkraínu þá aðstoð sem Úkraína þarf mest á að halda.“
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Hælisleitendur Landamæri Tengdar fréttir Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18