Bjarni fundar með forseta Úkraínu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2024 12:16 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundar með Volodomyr Zelenskyy í Þingvallabænum í dag. Grafík/Heiðar Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu fundar með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Þingvöllum síðdegis áður en hann á síðan sameiginlegan fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna. Ályktun um að öryggis- og varnarmál verði formlega tekin upp í Helsinkisáttmála Norðurlandaráðs verður afgreidd á þingi þess í Reykjavík. Þing Norðurlandaráðs hefst í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni „Friður og öryggi á norðurslóðum“ og stendur fram á fimmtudag. Í dag standa yfir fundir flokkahópa á þinginu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu leggur mikla áherslu á að Úkraína fái sem fyrst vilyrði fyrir aðild landsins að NATO:AP/Virginia Mayo Mesta athygli vekur hins vegar koma Volodomyrs Zelenskys forseta Úkraínu til landsins í tengslum við þingið. Hann mun funda einslega með Bjarna Benediktssyni í bústað forsætisráðherraembættisins á Þingvöllum klukkan fjögur og síðan með forsætisráðherrum allra Norðurlandanna á Þingvöllum klukkan hálf sex. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir ályktun liggja fyrir þinginu í Reykjavík um að öryggis- og varnarmál verði tekin með formlegum hætti upp í Helsinki sáttamálann, eða stofnsáttmála Norðurlandaráðs. Það væri hins vegar ekki nýtt á seinni árum að þau mál væru rædd á vettvangi ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir aukinn þunga hafa færst í umræður um öryggis- og varnarmál á vettvangi Norðurlandaráðs á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Og auðvitað sérstaklega eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þá hefur verið mikill vilji hjá norrænum þingmönnum að ræða þessi mál. Krafa um aukið samstarf á milli norrænu landanna hvað varðar öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir Bryndís. Verði ályktunin samþykkt fari hún til ríkisstjórna landanna og síðan þurfi að leggja hana fyrir hvert og eitt þjóðþing Norðurlandanna. Bryndís segir aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu hafa umbylt umræðunni um varnar- og öryggismál á Norðurlöndum og umræðan aukist til muna. „Og þegar við erum að tala um öryggismál erum við líka að tala um breiða vídd í því. Við erum líka að tala um samfélagsöryggi. Aðstoð við hvert annað þegar eitthvað skellur á, hvort sem það kunni að vera gróðureldar eða náttúruhamfarir að öðru leyti, og eins og þegar við gengum í gegnum covid og þess háttar. Það er alveg ljóst að norrænir þingmenn vilja öflugt norrænt samstarf þegar kemur að þessum málum,“ segir Bryndís. Vopnaðir lögreglumenn á Austurvelli í morgunsárið.Vísir/vilhelm Zelensky mun einnig ávarpa Norðurlandaráðsþingið. „Já, við erum ofboðslega stolt af því að fá hann sem gest inn á þing Norðurlandaráðs og hann mun ávarpa hér þinggesti á morgun,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs. Fjölmörg önnur mál verði rædd á þinginu eins og öryggi og friður á Norðruslóðum og búast megi við fjölda tillagna til afgreiðslu þingsins frá nefndum þess. Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Alþingi Öryggis- og varnarmál NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslandsvinir Tengdar fréttir Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. 27. október 2024 19:39 Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. 27. október 2024 15:00 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs hefst í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni „Friður og öryggi á norðurslóðum“ og stendur fram á fimmtudag. Í dag standa yfir fundir flokkahópa á þinginu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu leggur mikla áherslu á að Úkraína fái sem fyrst vilyrði fyrir aðild landsins að NATO:AP/Virginia Mayo Mesta athygli vekur hins vegar koma Volodomyrs Zelenskys forseta Úkraínu til landsins í tengslum við þingið. Hann mun funda einslega með Bjarna Benediktssyni í bústað forsætisráðherraembættisins á Þingvöllum klukkan fjögur og síðan með forsætisráðherrum allra Norðurlandanna á Þingvöllum klukkan hálf sex. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir ályktun liggja fyrir þinginu í Reykjavík um að öryggis- og varnarmál verði tekin með formlegum hætti upp í Helsinki sáttamálann, eða stofnsáttmála Norðurlandaráðs. Það væri hins vegar ekki nýtt á seinni árum að þau mál væru rædd á vettvangi ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir aukinn þunga hafa færst í umræður um öryggis- og varnarmál á vettvangi Norðurlandaráðs á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Og auðvitað sérstaklega eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þá hefur verið mikill vilji hjá norrænum þingmönnum að ræða þessi mál. Krafa um aukið samstarf á milli norrænu landanna hvað varðar öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir Bryndís. Verði ályktunin samþykkt fari hún til ríkisstjórna landanna og síðan þurfi að leggja hana fyrir hvert og eitt þjóðþing Norðurlandanna. Bryndís segir aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu hafa umbylt umræðunni um varnar- og öryggismál á Norðurlöndum og umræðan aukist til muna. „Og þegar við erum að tala um öryggismál erum við líka að tala um breiða vídd í því. Við erum líka að tala um samfélagsöryggi. Aðstoð við hvert annað þegar eitthvað skellur á, hvort sem það kunni að vera gróðureldar eða náttúruhamfarir að öðru leyti, og eins og þegar við gengum í gegnum covid og þess háttar. Það er alveg ljóst að norrænir þingmenn vilja öflugt norrænt samstarf þegar kemur að þessum málum,“ segir Bryndís. Vopnaðir lögreglumenn á Austurvelli í morgunsárið.Vísir/vilhelm Zelensky mun einnig ávarpa Norðurlandaráðsþingið. „Já, við erum ofboðslega stolt af því að fá hann sem gest inn á þing Norðurlandaráðs og hann mun ávarpa hér þinggesti á morgun,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs. Fjölmörg önnur mál verði rædd á þinginu eins og öryggi og friður á Norðruslóðum og búast megi við fjölda tillagna til afgreiðslu þingsins frá nefndum þess.
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Alþingi Öryggis- og varnarmál NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslandsvinir Tengdar fréttir Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. 27. október 2024 19:39 Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. 27. október 2024 15:00 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. 27. október 2024 19:39
Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. 27. október 2024 15:00
Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40