Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2024 11:24 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, og Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi í matvælaráðuneytinu. Vísir Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. „Að jafnaði eru ráðherrar með tvo aðstoðarmenn í hverju ráðuneyti. Við erum ekki að bæta við ráðherrum í starfsstjórninni þó þrír ráðherrar hafi horfið á braut. En það er ljóst að það er umfangsmikið starf að taka að sér þrjú ráðuneyti. Ég óskaði eftir því við Jón að hann kæmi mér til aðstoðar. Við erum að ganga frá forminu á því á næstu dögum. Jón er að koma í matvælaráðuneytið til þess að létta undir með mér þessar vikur sem starfsstjórnin verður að störfum,“ segir Bjarni. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember og í framhaldinu munu flokkarnir sem bjóða fram gera tilraun til að mynda nýja ríkisstjórn. Starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar mun því að lágmarki starfa eitthvað inn í desember eða þar til tekst að mynda nýja ríkisstjórn. Bjarni segir stöðu Jóns ekki ígildi ráðherrastóls eða vararáðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra, vararáðherra eða eitthvað slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim.“ Tryggja að hlutir gangi sinn vanagang Jón hafi ekki lausan tauminn í ráðuneytinu. Jón og Kristján tilheyra báðir Íslenska hrognkelsfélaginu svokallaða. Þeir voru sæmdir heiðursorðu félagsins á Þremur Frökkum í maí 2018. „Við erum með aðstoðarmenn í öllum ráðuneytum sem eru ráðherrunum til stuðnings og geta fylgt eftir áherslum ráðherranna. Augljóslega erum við í sérstöku fyrirkomulagi með starfsstjórn, ríkisstjórnin er til bráðabirgða, en hlutirnir verða að geta gengið sinn vanagang. Ég hef sagt við alla í ráðuneytunum sem að eiga hér undir, bæði félagsmálaráðuneytinu og matvælaráðuneytinu og eins í forsætisráðuneytinu, að við erum aðallega til að tryggja að hlutirnir geti gengið sinn vanagang og allt sé í föstum skorðum. Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem þarf að skipa slíka hópa og annað þess háttar.“ https://www.visir.is/g/20242640105d/segir-rad-herra-bera-skyldu-til-ad-af-greida-um-soknir-um-hval-veidar Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Varðandi hvort hvalveiðileyfi verði gefið út segir Bjarni: „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer. Ef að tími er til þá getur það gerst.“ Umsókn frá Hval í ráðuneytinu Bjarni staðfestir að umsókn hafi borist frá Hval hf., hvalveiðifyrirtæki Kristjáns Loftssonar. „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Hún verði tekin til meðferðar. „Já, eins og alltaf er. Eins og með öll önnur leyfi þá þurfa þau að fara í sína stjórnsýslulegu meðferð.“ Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar í Bítinu í morgun. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Bjarni vildi ekki tjá sig um orð Jóns í Bítinu þar sem hann hefði ekki heyrt viðtalið. Aðspurður um eigin skoðun á hvalveiðum segir Bjarni: „Ég hef alltaf verið fylgjandi því að veiðar séu stundaðar og við förum sjálf með okkar fullveldisrétt í því máli.“ Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. „Að jafnaði eru ráðherrar með tvo aðstoðarmenn í hverju ráðuneyti. Við erum ekki að bæta við ráðherrum í starfsstjórninni þó þrír ráðherrar hafi horfið á braut. En það er ljóst að það er umfangsmikið starf að taka að sér þrjú ráðuneyti. Ég óskaði eftir því við Jón að hann kæmi mér til aðstoðar. Við erum að ganga frá forminu á því á næstu dögum. Jón er að koma í matvælaráðuneytið til þess að létta undir með mér þessar vikur sem starfsstjórnin verður að störfum,“ segir Bjarni. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember og í framhaldinu munu flokkarnir sem bjóða fram gera tilraun til að mynda nýja ríkisstjórn. Starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar mun því að lágmarki starfa eitthvað inn í desember eða þar til tekst að mynda nýja ríkisstjórn. Bjarni segir stöðu Jóns ekki ígildi ráðherrastóls eða vararáðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra, vararáðherra eða eitthvað slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim.“ Tryggja að hlutir gangi sinn vanagang Jón hafi ekki lausan tauminn í ráðuneytinu. Jón og Kristján tilheyra báðir Íslenska hrognkelsfélaginu svokallaða. Þeir voru sæmdir heiðursorðu félagsins á Þremur Frökkum í maí 2018. „Við erum með aðstoðarmenn í öllum ráðuneytum sem eru ráðherrunum til stuðnings og geta fylgt eftir áherslum ráðherranna. Augljóslega erum við í sérstöku fyrirkomulagi með starfsstjórn, ríkisstjórnin er til bráðabirgða, en hlutirnir verða að geta gengið sinn vanagang. Ég hef sagt við alla í ráðuneytunum sem að eiga hér undir, bæði félagsmálaráðuneytinu og matvælaráðuneytinu og eins í forsætisráðuneytinu, að við erum aðallega til að tryggja að hlutirnir geti gengið sinn vanagang og allt sé í föstum skorðum. Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem þarf að skipa slíka hópa og annað þess háttar.“ https://www.visir.is/g/20242640105d/segir-rad-herra-bera-skyldu-til-ad-af-greida-um-soknir-um-hval-veidar Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Varðandi hvort hvalveiðileyfi verði gefið út segir Bjarni: „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer. Ef að tími er til þá getur það gerst.“ Umsókn frá Hval í ráðuneytinu Bjarni staðfestir að umsókn hafi borist frá Hval hf., hvalveiðifyrirtæki Kristjáns Loftssonar. „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Hún verði tekin til meðferðar. „Já, eins og alltaf er. Eins og með öll önnur leyfi þá þurfa þau að fara í sína stjórnsýslulegu meðferð.“ Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar í Bítinu í morgun. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Bjarni vildi ekki tjá sig um orð Jóns í Bítinu þar sem hann hefði ekki heyrt viðtalið. Aðspurður um eigin skoðun á hvalveiðum segir Bjarni: „Ég hef alltaf verið fylgjandi því að veiðar séu stundaðar og við förum sjálf með okkar fullveldisrétt í því máli.“
Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira