Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2024 11:24 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, og Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi í matvælaráðuneytinu. Vísir Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. „Að jafnaði eru ráðherrar með tvo aðstoðarmenn í hverju ráðuneyti. Við erum ekki að bæta við ráðherrum í starfsstjórninni þó þrír ráðherrar hafi horfið á braut. En það er ljóst að það er umfangsmikið starf að taka að sér þrjú ráðuneyti. Ég óskaði eftir því við Jón að hann kæmi mér til aðstoðar. Við erum að ganga frá forminu á því á næstu dögum. Jón er að koma í matvælaráðuneytið til þess að létta undir með mér þessar vikur sem starfsstjórnin verður að störfum,“ segir Bjarni. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember og í framhaldinu munu flokkarnir sem bjóða fram gera tilraun til að mynda nýja ríkisstjórn. Starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar mun því að lágmarki starfa eitthvað inn í desember eða þar til tekst að mynda nýja ríkisstjórn. Bjarni segir stöðu Jóns ekki ígildi ráðherrastóls eða vararáðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra, vararáðherra eða eitthvað slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim.“ Tryggja að hlutir gangi sinn vanagang Jón hafi ekki lausan tauminn í ráðuneytinu. Jón og Kristján tilheyra báðir Íslenska hrognkelsfélaginu svokallaða. Þeir voru sæmdir heiðursorðu félagsins á Þremur Frökkum í maí 2018. „Við erum með aðstoðarmenn í öllum ráðuneytum sem eru ráðherrunum til stuðnings og geta fylgt eftir áherslum ráðherranna. Augljóslega erum við í sérstöku fyrirkomulagi með starfsstjórn, ríkisstjórnin er til bráðabirgða, en hlutirnir verða að geta gengið sinn vanagang. Ég hef sagt við alla í ráðuneytunum sem að eiga hér undir, bæði félagsmálaráðuneytinu og matvælaráðuneytinu og eins í forsætisráðuneytinu, að við erum aðallega til að tryggja að hlutirnir geti gengið sinn vanagang og allt sé í föstum skorðum. Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem þarf að skipa slíka hópa og annað þess háttar.“ https://www.visir.is/g/20242640105d/segir-rad-herra-bera-skyldu-til-ad-af-greida-um-soknir-um-hval-veidar Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Varðandi hvort hvalveiðileyfi verði gefið út segir Bjarni: „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer. Ef að tími er til þá getur það gerst.“ Umsókn frá Hval í ráðuneytinu Bjarni staðfestir að umsókn hafi borist frá Hval hf., hvalveiðifyrirtæki Kristjáns Loftssonar. „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Hún verði tekin til meðferðar. „Já, eins og alltaf er. Eins og með öll önnur leyfi þá þurfa þau að fara í sína stjórnsýslulegu meðferð.“ Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar í Bítinu í morgun. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Bjarni vildi ekki tjá sig um orð Jóns í Bítinu þar sem hann hefði ekki heyrt viðtalið. Aðspurður um eigin skoðun á hvalveiðum segir Bjarni: „Ég hef alltaf verið fylgjandi því að veiðar séu stundaðar og við förum sjálf með okkar fullveldisrétt í því máli.“ Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. „Að jafnaði eru ráðherrar með tvo aðstoðarmenn í hverju ráðuneyti. Við erum ekki að bæta við ráðherrum í starfsstjórninni þó þrír ráðherrar hafi horfið á braut. En það er ljóst að það er umfangsmikið starf að taka að sér þrjú ráðuneyti. Ég óskaði eftir því við Jón að hann kæmi mér til aðstoðar. Við erum að ganga frá forminu á því á næstu dögum. Jón er að koma í matvælaráðuneytið til þess að létta undir með mér þessar vikur sem starfsstjórnin verður að störfum,“ segir Bjarni. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember og í framhaldinu munu flokkarnir sem bjóða fram gera tilraun til að mynda nýja ríkisstjórn. Starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar mun því að lágmarki starfa eitthvað inn í desember eða þar til tekst að mynda nýja ríkisstjórn. Bjarni segir stöðu Jóns ekki ígildi ráðherrastóls eða vararáðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra, vararáðherra eða eitthvað slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim.“ Tryggja að hlutir gangi sinn vanagang Jón hafi ekki lausan tauminn í ráðuneytinu. Jón og Kristján tilheyra báðir Íslenska hrognkelsfélaginu svokallaða. Þeir voru sæmdir heiðursorðu félagsins á Þremur Frökkum í maí 2018. „Við erum með aðstoðarmenn í öllum ráðuneytum sem eru ráðherrunum til stuðnings og geta fylgt eftir áherslum ráðherranna. Augljóslega erum við í sérstöku fyrirkomulagi með starfsstjórn, ríkisstjórnin er til bráðabirgða, en hlutirnir verða að geta gengið sinn vanagang. Ég hef sagt við alla í ráðuneytunum sem að eiga hér undir, bæði félagsmálaráðuneytinu og matvælaráðuneytinu og eins í forsætisráðuneytinu, að við erum aðallega til að tryggja að hlutirnir geti gengið sinn vanagang og allt sé í föstum skorðum. Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem þarf að skipa slíka hópa og annað þess háttar.“ https://www.visir.is/g/20242640105d/segir-rad-herra-bera-skyldu-til-ad-af-greida-um-soknir-um-hval-veidar Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Varðandi hvort hvalveiðileyfi verði gefið út segir Bjarni: „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer. Ef að tími er til þá getur það gerst.“ Umsókn frá Hval í ráðuneytinu Bjarni staðfestir að umsókn hafi borist frá Hval hf., hvalveiðifyrirtæki Kristjáns Loftssonar. „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Hún verði tekin til meðferðar. „Já, eins og alltaf er. Eins og með öll önnur leyfi þá þurfa þau að fara í sína stjórnsýslulegu meðferð.“ Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar í Bítinu í morgun. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Bjarni vildi ekki tjá sig um orð Jóns í Bítinu þar sem hann hefði ekki heyrt viðtalið. Aðspurður um eigin skoðun á hvalveiðum segir Bjarni: „Ég hef alltaf verið fylgjandi því að veiðar séu stundaðar og við förum sjálf með okkar fullveldisrétt í því máli.“
Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira