Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 16:38 Víkingar fara tugum milljóna ríkari og með fullt sjálfstraust í úrslitaleikinn við Blika á sunnudaginn. vísir/Anton Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Víkingar lentu undir í fyrri hálfleik en Ari Sigurpálsson var fljótur að jafna metin og í seinni hálfleik skoruðu þeir Danijel Djuric og Gunnar Vatnhamar, og tryggðu fyrsta íslenska sigurinn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik komst fyrst liða í aðalkeppnina í fyrra og gafst þá kostur á að bæta við sig verðlaunafé en náði hvorki að landa jafntefli né sigri. Í Sambandsdeildinni í ár, sem nú er öll ein deild en ekki riðlakeppni eins og áður, fást 400.000 evrur fyrir hvern sigur og 133.000 evrur fyrir jafntefli. Það jafngildir um 60 milljónum króna fyrir sigur og um 20 milljónum króna fyrir jafntefli. Víkingar höfðu áður tryggt sér samtals tæplega 4 milljónir evra, eða um 600 milljónir króna, í verðlaunafé með árangri sínum í Evrópu í ár. Gætu haldið áfram eftir áramót Leikurinn í dag var fyrsti heimaleikur Víkings í keppninni, eftir 4-0 tap gegn Omonia Nicosia á Kýpur í byrjun þessa mánaðar. Víkingar eiga enn eftir fjóra leiki til viðbótar, tvo á heimavelli og tvo á útivelli, og geta því enn bætt við sig tugum milljóna króna fram að jólum þegar deildakeppninni lýkur. Sigurinn í dag kemur Víkingum jafnframt í góða stöðu í baráttunni um að komast áfram í Sambandsdeildinni, í útslátarkeppnina eftir áramót. Öll 36 liðin eru saman í einni deild og komast átta efstu liðin beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Næsta verkefni Víkings er hins vegar úrslitaleikurinn við Breiðablik á sunnudaginn, um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira
Víkingar lentu undir í fyrri hálfleik en Ari Sigurpálsson var fljótur að jafna metin og í seinni hálfleik skoruðu þeir Danijel Djuric og Gunnar Vatnhamar, og tryggðu fyrsta íslenska sigurinn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik komst fyrst liða í aðalkeppnina í fyrra og gafst þá kostur á að bæta við sig verðlaunafé en náði hvorki að landa jafntefli né sigri. Í Sambandsdeildinni í ár, sem nú er öll ein deild en ekki riðlakeppni eins og áður, fást 400.000 evrur fyrir hvern sigur og 133.000 evrur fyrir jafntefli. Það jafngildir um 60 milljónum króna fyrir sigur og um 20 milljónum króna fyrir jafntefli. Víkingar höfðu áður tryggt sér samtals tæplega 4 milljónir evra, eða um 600 milljónir króna, í verðlaunafé með árangri sínum í Evrópu í ár. Gætu haldið áfram eftir áramót Leikurinn í dag var fyrsti heimaleikur Víkings í keppninni, eftir 4-0 tap gegn Omonia Nicosia á Kýpur í byrjun þessa mánaðar. Víkingar eiga enn eftir fjóra leiki til viðbótar, tvo á heimavelli og tvo á útivelli, og geta því enn bætt við sig tugum milljóna króna fram að jólum þegar deildakeppninni lýkur. Sigurinn í dag kemur Víkingum jafnframt í góða stöðu í baráttunni um að komast áfram í Sambandsdeildinni, í útslátarkeppnina eftir áramót. Öll 36 liðin eru saman í einni deild og komast átta efstu liðin beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Næsta verkefni Víkings er hins vegar úrslitaleikurinn við Breiðablik á sunnudaginn, um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira