Sárnar umræðan síðustu daga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. október 2024 19:21 Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára. Vísir/Einar Formanni Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sárnar málflutning síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Mennta og barnamálaráðherra segir tímabært að meta störf kennara að verðleikum. Að öllu óbreyttu leggja kennarar í níu skólum niður störf eftir eina viku. Þá hafa kennarar í Garðaskóla samþykkt verkfall sem hefst 25. nóvember og í MR hefst verkfall þann ellefta nóvember. Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðunina ólögmæta en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu í fyrramálið. Tvær úttektir í dag og í gær Viðskiptaráð gaf frá sér úttekt í gær þar sem því var slegið upp að hvergi á Norðurlöndum væru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði að einkareknir grunnskólar væru möguleg lausn á vanda í menntakerfinu. SÍS gaf út samantekt í dag þar sem kom fram að 37% af vinnutíma kennara færi í kennslu nemenda en 63 prósent tímans í undirbúning, önnur fagleg störf, endurmenntun, kaffitíma, frímínútur og undirbúningstíma utan starfstíma skóla. „Hún sló mig“ Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára, sárnar málflutning síðustu daga. „Hún sló mig og okkur kennara töluvert mikið. Umræðan á kennarastofunni í morgun var þannig að við erum leið yfir þessari umræðu og hvernig verið er að tala starfið okkar sí og endurtekið alltaf niður. Það er svolítið tilfinningin að það sé verið að grafa undan því sem við erum að vinna að.“ Hún segist ekki hrifin af einkavæðingu í grunnskólum og tekur fram að það sé alls ekki tekið tillit til þess að á Íslandi séu skólar án aðgreiningar. „Fáir nemendur á hvern kennara, þetta hlýtur að vera á landsvísu svo það væri ráðlagt fyrir sveitarfélögin að koma með tölu hvert fyrir sig því þetta á ekki við um stóru sveitarfélögin þar sem ég starfa og er í forsvari fyrir.“ Þurfi að meta kennara að verðleikum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segist hafa skilning á kröfum kennara og tekur fram að samfélagið nálgist tímamót í umræðu um fólk sem starfar með börnum. Störfin þurfi að meta að verðleikum því að kennarar byggi grunn undir framtíðina. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ef þú skoðar tölfræði í málefnum barna, skortur á fólki sem er tilbúið að vinna með börnum að þá þurfum við að fara að virða þessar stéttir meira en við erum að gera almennt.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Að öllu óbreyttu leggja kennarar í níu skólum niður störf eftir eina viku. Þá hafa kennarar í Garðaskóla samþykkt verkfall sem hefst 25. nóvember og í MR hefst verkfall þann ellefta nóvember. Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðunina ólögmæta en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu í fyrramálið. Tvær úttektir í dag og í gær Viðskiptaráð gaf frá sér úttekt í gær þar sem því var slegið upp að hvergi á Norðurlöndum væru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði að einkareknir grunnskólar væru möguleg lausn á vanda í menntakerfinu. SÍS gaf út samantekt í dag þar sem kom fram að 37% af vinnutíma kennara færi í kennslu nemenda en 63 prósent tímans í undirbúning, önnur fagleg störf, endurmenntun, kaffitíma, frímínútur og undirbúningstíma utan starfstíma skóla. „Hún sló mig“ Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára, sárnar málflutning síðustu daga. „Hún sló mig og okkur kennara töluvert mikið. Umræðan á kennarastofunni í morgun var þannig að við erum leið yfir þessari umræðu og hvernig verið er að tala starfið okkar sí og endurtekið alltaf niður. Það er svolítið tilfinningin að það sé verið að grafa undan því sem við erum að vinna að.“ Hún segist ekki hrifin af einkavæðingu í grunnskólum og tekur fram að það sé alls ekki tekið tillit til þess að á Íslandi séu skólar án aðgreiningar. „Fáir nemendur á hvern kennara, þetta hlýtur að vera á landsvísu svo það væri ráðlagt fyrir sveitarfélögin að koma með tölu hvert fyrir sig því þetta á ekki við um stóru sveitarfélögin þar sem ég starfa og er í forsvari fyrir.“ Þurfi að meta kennara að verðleikum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segist hafa skilning á kröfum kennara og tekur fram að samfélagið nálgist tímamót í umræðu um fólk sem starfar með börnum. Störfin þurfi að meta að verðleikum því að kennarar byggi grunn undir framtíðina. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ef þú skoðar tölfræði í málefnum barna, skortur á fólki sem er tilbúið að vinna með börnum að þá þurfum við að fara að virða þessar stéttir meira en við erum að gera almennt.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira