Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2024 10:04 Ragnar Þór veitir þeim ráð sem hafa hugrekki til að bera að bjóða sig fram í þágu lands og þjóðar. vísir/arnar „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ Þetta ritar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem hefur gefið kost á sér sem oddviti Flokks fólksins, líklega í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á Facebook-síðu sína og býr sig undir harða baráttu. „Þetta orðfæri í minn garð tók ég skjáskot af í síðustu formannskosningum í VR. Og athugið að þetta náði aðeins yfir einn dag og var langt frá því að vera tæmandi. Sumt af því sem skrifað var verður ekki haft eftir hér.“ Ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat Ragnar Þór er greinilega við öllu búinn, hann er að brynja sig og bendir á að þetta sé veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið okkar. „Og ég held að flestir þeir sem taka þátt í stjórnmálum eða verkalýðspólitísku starfi geti samsvarað sig við það sem ég skrifa.“ Ragnar Þór segist ekki vera að kvarta en fjölskyldan hafi auðvitað þurft að finna leiðir til að umgangast slíka orðræðu, þá ekki síst elstu börnin sem eru farin að fylgjast meira með umræðu á samfélagsmiðlum. „Lesa fréttir, fylgjast með pabba sínum í baráttunni, taka afstöðu og þátt í að móta betra samfélag.“ Og verkalýðsleiðtoginn og verðandi pólitíkusinn segir að við þessu séu ráð. Þau hjónin hafi til að mynda ákveðið að setja sér mörk sem eru þau að fara ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat. Það þarf hugrekki til að bjóða sig fram „Og draga þannig úr líkum þess að fara með einhver niðrandi ummæli í maganum eða hausnum þegar við förum að sofa. Þetta tekst ekki alltaf en er ágætis leið fyrir alla þá sem hyggjast bjóða fram krafta sína í komandi Alþingiskosningum.“ Ragnar Þór segir ekki mikla von til að við sem samfélag fáum breytt af leið og tekið öllu fólki og flokkum fagnandi sem bjóða fram krafta sína. En því vildi hann deila þessu ráði til þeirra sem hafi hugrekki til að taka þátt í komandi Alþingiskosningum. Því þetta virki, oftast. Flokkur fólksins Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Þetta ritar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem hefur gefið kost á sér sem oddviti Flokks fólksins, líklega í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á Facebook-síðu sína og býr sig undir harða baráttu. „Þetta orðfæri í minn garð tók ég skjáskot af í síðustu formannskosningum í VR. Og athugið að þetta náði aðeins yfir einn dag og var langt frá því að vera tæmandi. Sumt af því sem skrifað var verður ekki haft eftir hér.“ Ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat Ragnar Þór er greinilega við öllu búinn, hann er að brynja sig og bendir á að þetta sé veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið okkar. „Og ég held að flestir þeir sem taka þátt í stjórnmálum eða verkalýðspólitísku starfi geti samsvarað sig við það sem ég skrifa.“ Ragnar Þór segist ekki vera að kvarta en fjölskyldan hafi auðvitað þurft að finna leiðir til að umgangast slíka orðræðu, þá ekki síst elstu börnin sem eru farin að fylgjast meira með umræðu á samfélagsmiðlum. „Lesa fréttir, fylgjast með pabba sínum í baráttunni, taka afstöðu og þátt í að móta betra samfélag.“ Og verkalýðsleiðtoginn og verðandi pólitíkusinn segir að við þessu séu ráð. Þau hjónin hafi til að mynda ákveðið að setja sér mörk sem eru þau að fara ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat. Það þarf hugrekki til að bjóða sig fram „Og draga þannig úr líkum þess að fara með einhver niðrandi ummæli í maganum eða hausnum þegar við förum að sofa. Þetta tekst ekki alltaf en er ágætis leið fyrir alla þá sem hyggjast bjóða fram krafta sína í komandi Alþingiskosningum.“ Ragnar Þór segir ekki mikla von til að við sem samfélag fáum breytt af leið og tekið öllu fólki og flokkum fagnandi sem bjóða fram krafta sína. En því vildi hann deila þessu ráði til þeirra sem hafi hugrekki til að taka þátt í komandi Alþingiskosningum. Því þetta virki, oftast.
Flokkur fólksins Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira