Vilja skýrari svör um afgreiðslu fjárlaga og þingslit Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2024 15:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Formaður Viðreisnar segir að starfsstjórnin verði að leggja fram skýrari svör um afgreiðslu fjárlaga og þingslit en þau sem komu fram á fundi formanna flokkanna á Alþingi í dag. Ríkur vilji sé hjá flokkunum að klára þau mál sem eðlilegt sé að klára. Formenn flokkanna á Alþingi hittust á fundi í hádeginu þar sem leggja átti drög að því hvernig gengið yrði frá málum áður en þingi verður slitið í aðdraganda þingkosninga í lok nóvember. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að farið hafi verið yfir nokkur mál á fundinum en henni hafi fundist svör starfandi fjármála- og forsætisráðherra nokkuð óljós um áherslur þeirra. „Við þurfum að fá betri útskýringar á ákveðnum hlutum sem voru settir þarna fram,“ segir hún og nefnir atriði úr fjáraukalögum og mál sem varða tekjuhlið ríkissjóðs. Þá þurfi frekari upplýsingar um framkvæmdir eins og Ölfusárbrú. Á meðan línur eru ekki orðnar skýrari segir Þorgerður að formennirnir hafi rætt um að tilgangslaust væri fyrir fjárlaganefnd Alþingis að funda. Ríkur vilji sé hjá allflestum flokkum að afgreiða þau mál sem eðlilegt sé að kára. Þorgerður segir að sér hafi komið á óvart að fundurinn hafi ekki verið betur undirbúinn en að hún sé einnig þakklát fyrir að hann hafi verið haldinn og að formennirnir hafi getað rætt saman opinskátt. „Við þurfum að fá betri svör við okkar spurningum og að er alveg sjálfsagt að gefa ráðherrum þann frest að vinna betur svörin inn í þær spurningar sem við settum fram á fundinum,“ segir Þorgerður. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Formenn flokkanna á Alþingi hittust á fundi í hádeginu þar sem leggja átti drög að því hvernig gengið yrði frá málum áður en þingi verður slitið í aðdraganda þingkosninga í lok nóvember. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að farið hafi verið yfir nokkur mál á fundinum en henni hafi fundist svör starfandi fjármála- og forsætisráðherra nokkuð óljós um áherslur þeirra. „Við þurfum að fá betri útskýringar á ákveðnum hlutum sem voru settir þarna fram,“ segir hún og nefnir atriði úr fjáraukalögum og mál sem varða tekjuhlið ríkissjóðs. Þá þurfi frekari upplýsingar um framkvæmdir eins og Ölfusárbrú. Á meðan línur eru ekki orðnar skýrari segir Þorgerður að formennirnir hafi rætt um að tilgangslaust væri fyrir fjárlaganefnd Alþingis að funda. Ríkur vilji sé hjá allflestum flokkum að afgreiða þau mál sem eðlilegt sé að kára. Þorgerður segir að sér hafi komið á óvart að fundurinn hafi ekki verið betur undirbúinn en að hún sé einnig þakklát fyrir að hann hafi verið haldinn og að formennirnir hafi getað rætt saman opinskátt. „Við þurfum að fá betri svör við okkar spurningum og að er alveg sjálfsagt að gefa ráðherrum þann frest að vinna betur svörin inn í þær spurningar sem við settum fram á fundinum,“ segir Þorgerður. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, við vinnslu fréttarinnar.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira