Emilía á löngum lista kvenna sem skora á FIFA Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 12:01 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir til varnar í leik gegn Póllandi í undankeppni EM á þessu ári. EPA-EFE/Jarek Praszkiewicz Yfir hundrað knattspyrnukonur, þar á meðal ein íslensk landsliðskona, hafa sent FIFA opið bréf og skorað á sambandið að rifta styrktarsamningi sínum við sádiarabíska olíurisann Aramco. FIFA greindi frá samningi við Aramco fyrr á þessu ári, og er fyrirtækið einn af bakhjörlunum vegna næstu heimsmeistaramóta; HM karla 2026 og HM kvenna 2027. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Nordsjælland í Danmörku, er ein þeirra sem skrifa undir bréfið til FIFA en á listanum eru knattspyrnukonur frá 24 þjóðum. Þær segja samning FIFA við Aramco vera „högg í magann“ fyrir fótboltann og vilja að samningum verði rift, út frá mannúðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum. Sádi-Arabar hafa verið sakaðir um að nota íþróttir til hvítþvottar á orðspori sínu, en þjóðin hefur verið gagnrýnd fyrir brot á mannréttindalögum, réttindum kvenna og fyrir að gera samkynhneigð refsiverða. Aramco er í meirihlutaeigu sádi-arabíska ríkisins. „Ég held að sem knattspyrnufólk, og sérstaklega knattspyrnukonur, berum við ábyrgð á að sýna heiminum og næstu kynslóð hvað sé rétt að gera,“ segir hollenska markavélin Vivianne Miedema sem leikur með Manchester City, í samtali við BBC. Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.Getty/Patrick Goosen „FIFA lætur alltaf eins og að sambandið vilji vera opið fyrir alla og að fótboltinn eigi að sýna gott fordæmi. Ef svo er þá þurfa samningar einnig að vera við styrktaraðila sem eru til fyrirmyndar,“ segir Miedema. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að samningurinn við Aramco sé fokkjú-putti í átt til knattspyrnu kvenna. Nefnd eru dæmi um mannréttindabrot Sádi-Araba gagnvart konum, til að mynda það að í janúar 2023 hafi Salma al-Shebab, þá doktorsnemi í Leeds í Bretlandi og tveggja barna móðir, verið dæmd í 27 ára fangelsi auk 27 ára farbanns fyrir endurtíst í þágu málfrelsis. FIFA Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
FIFA greindi frá samningi við Aramco fyrr á þessu ári, og er fyrirtækið einn af bakhjörlunum vegna næstu heimsmeistaramóta; HM karla 2026 og HM kvenna 2027. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Nordsjælland í Danmörku, er ein þeirra sem skrifa undir bréfið til FIFA en á listanum eru knattspyrnukonur frá 24 þjóðum. Þær segja samning FIFA við Aramco vera „högg í magann“ fyrir fótboltann og vilja að samningum verði rift, út frá mannúðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum. Sádi-Arabar hafa verið sakaðir um að nota íþróttir til hvítþvottar á orðspori sínu, en þjóðin hefur verið gagnrýnd fyrir brot á mannréttindalögum, réttindum kvenna og fyrir að gera samkynhneigð refsiverða. Aramco er í meirihlutaeigu sádi-arabíska ríkisins. „Ég held að sem knattspyrnufólk, og sérstaklega knattspyrnukonur, berum við ábyrgð á að sýna heiminum og næstu kynslóð hvað sé rétt að gera,“ segir hollenska markavélin Vivianne Miedema sem leikur með Manchester City, í samtali við BBC. Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.Getty/Patrick Goosen „FIFA lætur alltaf eins og að sambandið vilji vera opið fyrir alla og að fótboltinn eigi að sýna gott fordæmi. Ef svo er þá þurfa samningar einnig að vera við styrktaraðila sem eru til fyrirmyndar,“ segir Miedema. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að samningurinn við Aramco sé fokkjú-putti í átt til knattspyrnu kvenna. Nefnd eru dæmi um mannréttindabrot Sádi-Araba gagnvart konum, til að mynda það að í janúar 2023 hafi Salma al-Shebab, þá doktorsnemi í Leeds í Bretlandi og tveggja barna móðir, verið dæmd í 27 ára fangelsi auk 27 ára farbanns fyrir endurtíst í þágu málfrelsis.
FIFA Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira