Úrslitastund í troðfullri Valhöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 13:08 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir vilja bæði 2. sætið í Suðvesturkjördæmi. Vísir/vilhelm Það ræðst síðdegis í dag hvort Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eða Jón Gunnarsson hreppi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Formaður kjördæmisráðs býst við mikilli spennu í Valhöll, mörghundruð manns eru væntanleg til að kjósa og ekki er útilokað að fleiri framboð bætist við á fundinum Það þótti heyra til mikilla tíðinda þegar Þórdís Kolbrún varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti að hún hygðist færa sig úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur og fara þar með í slag við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrrverandi ráðherra, um annað sætið. Og nú er komið að ögurstundu; kosning um efstu fjögur sætin hefst á fundi í Valhöll klukkan tvö. Óljóst er hvenær úrslit ráðast, að sögn Árnínu Steinunnar Kristjánsdóttur formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er erfitt að segja til um það, hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og eftir að hver frambjoðandi hefur lokið sínum kynningum þá er gengið til kosninga, þær eru leynilegar, það þarf að safna saman kjörseðlum og telja. Þetta er gert í öll fjögur sætin, það er ómögulegt að segja hversu margir verða í framboði. Það gætu komið fleiri framboð í dag. Þetta gæti tekið tvo til þrjá klukkutíma,“ segir Árnína. Hátt í fimm hundruð manns eru með seturétt á fundinum og því er gert ráð fyrir góðri mætingu. „Það verður þétt setið, eða staðið, í Valhöll í dag,“ segir Árnína og bætir við að öll fyrsta hæð Valhallar verði notuð undir fundahöldin. Eins og staðan er núna eru níu frambjóðendur um hituna og barátta er um öll sætin nema það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson formaður gengur að vísu. Þórdís og Jón vilja bæði annað sætið, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir bjóða sig fram í 3. sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í 4. sætið og Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í 2.-4. sæti. „Svo útilokum við ekki að einhver standi upp á fundinum og bjóði sig fram, þegar fundarstjóri auglýsir eftir framboðum,“ segir Árnína. Reiknað er með niðurstöðu upp úr klukkan þrjú. Fylgst er með gangi mála í Valhöll í vaktinni. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Það þótti heyra til mikilla tíðinda þegar Þórdís Kolbrún varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti að hún hygðist færa sig úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur og fara þar með í slag við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrrverandi ráðherra, um annað sætið. Og nú er komið að ögurstundu; kosning um efstu fjögur sætin hefst á fundi í Valhöll klukkan tvö. Óljóst er hvenær úrslit ráðast, að sögn Árnínu Steinunnar Kristjánsdóttur formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er erfitt að segja til um það, hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og eftir að hver frambjoðandi hefur lokið sínum kynningum þá er gengið til kosninga, þær eru leynilegar, það þarf að safna saman kjörseðlum og telja. Þetta er gert í öll fjögur sætin, það er ómögulegt að segja hversu margir verða í framboði. Það gætu komið fleiri framboð í dag. Þetta gæti tekið tvo til þrjá klukkutíma,“ segir Árnína. Hátt í fimm hundruð manns eru með seturétt á fundinum og því er gert ráð fyrir góðri mætingu. „Það verður þétt setið, eða staðið, í Valhöll í dag,“ segir Árnína og bætir við að öll fyrsta hæð Valhallar verði notuð undir fundahöldin. Eins og staðan er núna eru níu frambjóðendur um hituna og barátta er um öll sætin nema það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson formaður gengur að vísu. Þórdís og Jón vilja bæði annað sætið, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir bjóða sig fram í 3. sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í 4. sætið og Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í 2.-4. sæti. „Svo útilokum við ekki að einhver standi upp á fundinum og bjóði sig fram, þegar fundarstjóri auglýsir eftir framboðum,“ segir Árnína. Reiknað er með niðurstöðu upp úr klukkan þrjú. Fylgst er með gangi mála í Valhöll í vaktinni.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44
Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37