Þórdís svarar gagnrýni vegna húsnæðisstyrks Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 09:35 Þórdís Kolbrún býður nú fram í Suðvesturkjördæmi en hefur síðustu ár farið fram í Norðvesturkjördæmi. Hún er alin upp á Akranesi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir greiðslur sem hún hafa þegið sem þingmaður landsbyggðarkjördæmis lögbundnar og ekki valkvæðar. Hún hafi kannað það fyrir nokkrum árum hvort hægt væri að afþakka greiðslurnar en fengið það svar að það væri ekki hægt. „Þetta er lögbundið en ekki valkvætt. Þingmenn sem það fá rukka það ekki eða þiggja með sérstakri ákvörðun og geta ekki afþakkað það heldur samkvæmt upplýsingum sem ég fékk þegar ég spurðist fyrir um það á sínum tíma,“ segir Þórdís í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í morgun. Þórdís hefur frá árinu 2016 verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en býður nú fram í Suðvesturkjördæmi. Fjallað var um greiðslurnar á vef Vísis í gær en þar kom fram að fleiri þingmenn þiggi sömu greiðslur. Þórdís fjallar í færslu sinni um fréttina. „Ég hef fengið greitt, eins og allir aðrir þingmenn landsbyggðarkjördæmanna, samkvæmt reglum sem finna má í lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað. Þetta kemur til hvort sem þeir halda heimili í kjördæminu eða ekki og á við um þá alla. Séu þeir hins vegar skráðir með lögheimili í kjördæminu fá þeir hærri greiðslur en þetta,“ segir Þórdís og að þetta eigi ekki við um hana því hún haldi heimili í Kópavogi. Þar hafi hún búið allt frá því að hún settist á þing og þess vegna haldi hún ekki tvö heimili. „Gagnrýni á að vera ekki með lögheimili í kjördæminu svaraði ég fyrir átta árum að rétt væri að greiða útsvar þar sem fjölskyldan þiggur þjónustu og rangt væri að þiggja hærri laun þegar ég ræki eitt heimili en ekki tvö,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún furðar sig á því að nafn hennar sérstaklega hafi verið dregið fram með þessum hætti, á þessum tímapunkti. Auðvelt sé að finna lög sem um þetta gildi á vef Alþingis ásamt upplýsingum um greiðslum til hvers og eins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þetta er lögbundið en ekki valkvætt. Þingmenn sem það fá rukka það ekki eða þiggja með sérstakri ákvörðun og geta ekki afþakkað það heldur samkvæmt upplýsingum sem ég fékk þegar ég spurðist fyrir um það á sínum tíma,“ segir Þórdís í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í morgun. Þórdís hefur frá árinu 2016 verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en býður nú fram í Suðvesturkjördæmi. Fjallað var um greiðslurnar á vef Vísis í gær en þar kom fram að fleiri þingmenn þiggi sömu greiðslur. Þórdís fjallar í færslu sinni um fréttina. „Ég hef fengið greitt, eins og allir aðrir þingmenn landsbyggðarkjördæmanna, samkvæmt reglum sem finna má í lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað. Þetta kemur til hvort sem þeir halda heimili í kjördæminu eða ekki og á við um þá alla. Séu þeir hins vegar skráðir með lögheimili í kjördæminu fá þeir hærri greiðslur en þetta,“ segir Þórdís og að þetta eigi ekki við um hana því hún haldi heimili í Kópavogi. Þar hafi hún búið allt frá því að hún settist á þing og þess vegna haldi hún ekki tvö heimili. „Gagnrýni á að vera ekki með lögheimili í kjördæminu svaraði ég fyrir átta árum að rétt væri að greiða útsvar þar sem fjölskyldan þiggur þjónustu og rangt væri að þiggja hærri laun þegar ég ræki eitt heimili en ekki tvö,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún furðar sig á því að nafn hennar sérstaklega hafi verið dregið fram með þessum hætti, á þessum tímapunkti. Auðvelt sé að finna lög sem um þetta gildi á vef Alþingis ásamt upplýsingum um greiðslum til hvers og eins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13