Níu ára og notar hestastudda sálfræðimeðferð til að komast yfir hamfarirnar Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2024 10:31 Sunna hefur haft gott af því að fara í sálfræðimeðferð í kringum hesta og hunda. Það kann að koma einhverjum á óvart en í viðtalsrými sálfræðings er í í hesthúsunum við Sörlaskeið í Hafnarfirði en um er að ræða vinnustað Þorkötlu Elínar Sigurðardóttur á Hlöðuloftinu. Hennar nánustu samstarfsmenn eru hestar og hundar eins og áhorfendur Íslands í dag sáu í vikunni þegar Sigrún Ósk leit við hjá Þorkötlu en hún hefur verið brautryðjandi hérlendis þegar kemur að því að nota hunda og hesta í sálfræðivinnu með skjólstæðingum - aðferð sem er vel þekkt víða erlendis. „Ég er alin upp í hestamennsku og eftir útskrift fór ég mikið að vinna í skólaumhverfinu og mikið með börnum með hegðunarvanda,“ segir Þorkatla og heldur áfram. „Þar fann ég að mig vantaði einhver góð verkfæri til að vinna með börnum, verkfæri sem hefðbundnar aðferðir virkuðu ekki fyrir. Kvíði, þunglyndi og áfallastreita er eitthvað sem hefur verið rannsakað mjög mikið og þetta í raun hentar öllum þeim sem líður vel nálægt dýrum. Ég er samt líka með ungmenni sem eru með ofnæmi sem vilja í raun frekar vera hér í hesthúsinu þar sem þeim líður betur í þessu umhverfi. Það er svo gaman hvað börnin eru snögg að mynda tengsl við dýrum. Mér er í raun heilsað síðast, þau fara fyrst til hestanna og svo hundana og síðan mér,“ segir Þorkatla. Víða notað Sagan af því hvernig það uppgötvaðist að samvera með hestum hefði jákvæð áhrif á andlega líðan er nokkuð merkileg. Þorkatla segir að upp úr 1960 hafi bandarísk yfirvöld gefið almenningi tækifæri til að taka að sér svokallaða mustang villihesta til að bjarga þeim frá útrýmingu. Fólkið var oft með litla sem enga þekkingu á hestum og árangurinn var eftir því. Verkefnið var því fært inn í fangelsin og fangar voru fengnir til að temja hestana. „Það sem kom svo í ljós seinna að þeir fangar sem fóru í gegnum þetta prógram fórst betur þegar þeir fóru út. Í dag er herinn að nota þetta form því þetta dregur mikið úr áfallastreitu.“ Þeir sem nýta svokallaða hestastudda meðferð fara þó aldrei á bak á hestinum heldur er unnið með honum frá jörðu og meðferðaraðilinn nýtir merki frá hestinum í þeim verkefnum sem unnið er með. Hin níu ára gamla Sunna Rós er ein þeirra sem hefur notið góðs af þjónustu Þorkötlu og dýranna. Líf Sunnu gjörbreyttist á augabragði þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt eftir náttúruhamfarirnar í Grindavík auk þess sem hún missti afa sinn á svipuðum tíma. Í framhaldinu fór hún frá því að vera afar lífsglöð yfir í að finna fyrir depurð. „Það að vera rifin upp úr sínum heimi og keyra í burtu á föstudagskvöldi í látum og koma svo eiginlega ekkert til baka. Hún hefur eitthvað komið til Grindavíkur en við erum samt ekkert að fara mikið með hana þangað. Hún var að missa allt sitt, íþróttir, vinina og eins og fyrir Sunnu var besta vinkonan bara í götunni fyrir aftan og þær skottuðust bara á milli á náttfötunum á laugardagsmorgnum og borðuðu saman morgunmat. Þetta er gjörbreyting á þeirra lífi en þær ólust nánast upp saman í götunni frá því að þær voru ungabörn,“ segir Heiðar Hrafn Eiríksson faðir Sunnu. „Sunna hefur alltaf verið jákvæð og hress en þarna fann hún fyrir þessari depurð en sem betur fer aðstoð við að komast hingað. Og í bónus eru öll þessi dýr hérna og það er ákveðin hjálp í því að finna gleðina á ný.“ Sigrún spurði Sunnu hvernig þær væri að fara allt í nýjan og nýjan skóla, eitthvað sem hún varð að gera töluvert eftir ástandið í Grindavík. „Það er ekki gaman. En síðan er maður alltaf ánægður með það eftir á. Því maður kynnist nýju fólki og það er gaman,“ segir Sunna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Grindavík Eldgos og jarðhræringar Hestar Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira
Hennar nánustu samstarfsmenn eru hestar og hundar eins og áhorfendur Íslands í dag sáu í vikunni þegar Sigrún Ósk leit við hjá Þorkötlu en hún hefur verið brautryðjandi hérlendis þegar kemur að því að nota hunda og hesta í sálfræðivinnu með skjólstæðingum - aðferð sem er vel þekkt víða erlendis. „Ég er alin upp í hestamennsku og eftir útskrift fór ég mikið að vinna í skólaumhverfinu og mikið með börnum með hegðunarvanda,“ segir Þorkatla og heldur áfram. „Þar fann ég að mig vantaði einhver góð verkfæri til að vinna með börnum, verkfæri sem hefðbundnar aðferðir virkuðu ekki fyrir. Kvíði, þunglyndi og áfallastreita er eitthvað sem hefur verið rannsakað mjög mikið og þetta í raun hentar öllum þeim sem líður vel nálægt dýrum. Ég er samt líka með ungmenni sem eru með ofnæmi sem vilja í raun frekar vera hér í hesthúsinu þar sem þeim líður betur í þessu umhverfi. Það er svo gaman hvað börnin eru snögg að mynda tengsl við dýrum. Mér er í raun heilsað síðast, þau fara fyrst til hestanna og svo hundana og síðan mér,“ segir Þorkatla. Víða notað Sagan af því hvernig það uppgötvaðist að samvera með hestum hefði jákvæð áhrif á andlega líðan er nokkuð merkileg. Þorkatla segir að upp úr 1960 hafi bandarísk yfirvöld gefið almenningi tækifæri til að taka að sér svokallaða mustang villihesta til að bjarga þeim frá útrýmingu. Fólkið var oft með litla sem enga þekkingu á hestum og árangurinn var eftir því. Verkefnið var því fært inn í fangelsin og fangar voru fengnir til að temja hestana. „Það sem kom svo í ljós seinna að þeir fangar sem fóru í gegnum þetta prógram fórst betur þegar þeir fóru út. Í dag er herinn að nota þetta form því þetta dregur mikið úr áfallastreitu.“ Þeir sem nýta svokallaða hestastudda meðferð fara þó aldrei á bak á hestinum heldur er unnið með honum frá jörðu og meðferðaraðilinn nýtir merki frá hestinum í þeim verkefnum sem unnið er með. Hin níu ára gamla Sunna Rós er ein þeirra sem hefur notið góðs af þjónustu Þorkötlu og dýranna. Líf Sunnu gjörbreyttist á augabragði þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt eftir náttúruhamfarirnar í Grindavík auk þess sem hún missti afa sinn á svipuðum tíma. Í framhaldinu fór hún frá því að vera afar lífsglöð yfir í að finna fyrir depurð. „Það að vera rifin upp úr sínum heimi og keyra í burtu á föstudagskvöldi í látum og koma svo eiginlega ekkert til baka. Hún hefur eitthvað komið til Grindavíkur en við erum samt ekkert að fara mikið með hana þangað. Hún var að missa allt sitt, íþróttir, vinina og eins og fyrir Sunnu var besta vinkonan bara í götunni fyrir aftan og þær skottuðust bara á milli á náttfötunum á laugardagsmorgnum og borðuðu saman morgunmat. Þetta er gjörbreyting á þeirra lífi en þær ólust nánast upp saman í götunni frá því að þær voru ungabörn,“ segir Heiðar Hrafn Eiríksson faðir Sunnu. „Sunna hefur alltaf verið jákvæð og hress en þarna fann hún fyrir þessari depurð en sem betur fer aðstoð við að komast hingað. Og í bónus eru öll þessi dýr hérna og það er ákveðin hjálp í því að finna gleðina á ný.“ Sigrún spurði Sunnu hvernig þær væri að fara allt í nýjan og nýjan skóla, eitthvað sem hún varð að gera töluvert eftir ástandið í Grindavík. „Það er ekki gaman. En síðan er maður alltaf ánægður með það eftir á. Því maður kynnist nýju fólki og það er gaman,“ segir Sunna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Grindavík Eldgos og jarðhræringar Hestar Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira