Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2024 17:46 Alma Möller landlæknir hefur tekið stökkið í pólitíkina. vísir Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. „Mig langar að beita mér enn frekar fyrir land og þjóð. Ég er búin að vera landlæknir í sex ár og nú er tækifæri,“ segir Alma sem skýrði ákvörðun sína í viðtali sem hún veitti fréttastofu nú síðdegis. Vísir greindi frá því í dag að Alma hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Ákvörðunin hafi verið að gerjast um nokkurn tíma, en hún hafi ekki viljað gefa hana út án þess að ræða við heilbrigðisráðherra, hennar næsta yfirmann. Bæði hafi hún leitað til Samfylkingarinnar, en einnig hafi símtöl borist henni innan út flokknum. „Auðvitað er þetta mín ákvörðun og ég gef kost á mér í Suðvesturkjördæmi,“ segir Alma sem sækist eftir 2. sæti listans. Hörð barátta stendur um oddvitasæti listans þar sem núverandi oddviti Þórunn Sveinbjarnardóttir og varaformaður flokksins til tveggja ára Guðmundur Árni Stefánsson sækjast bæði eftir sætinu. Ánægð í starfi en hrifin af áskorunum „En ef þeir sem raða á lista og forystan vilja eitthvað annað, þá má ræða það,“ segir Alma. Ekki hafi verið skynsamlegt að koma ný inn og sækjast beint eftir oddvitasæti. Varðandi störf hennar hjá Landlækni kveðst Alma munu taka sér leyfi um leið og listi flokksins verður birtur. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir myndi taka við Landlæknisembættinu á meðan. Ekki yrði vandamál að snúa aftur til starfa sem Landlæknir ef svo fer að hún nái ekki kjöri. „Ég er auðvitað ánægð í starfi, en ég hef alltaf verið hrifin af nýjum áskorunum og því að takast á við nýja hluti. Tækifærið er núna en ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram sem Landlæknir.“ Áhersla á heilbrigðismál Rík hefð og réttur opinberra starfsmanna væri að hafa afskipti af stjórnmálum. Heilbrigðis- og lýðheilsumálin eru áherslumál Ölmu. „Þau standa augljóslega hjarta mínu næst. En auðvitað er fjöldi annarra mála og undirstaða alls er að ná taki á efnahagnum. En áhersla á heilbrigðismál og sérstaklega mál aldraðra og þeirra barna sem þurfa á þjónustu að halda yrði í forgangi. Er draumurinn að verða heilbrigðisráðherra? „Ég myndi örugglega íhuga það mjög vandlega ef það boð kæmi, en það er auðvitað ekki tímabært að hugsa um það.“ Að lokum segir hún að áhuginn hafi kviknað á pólíkinni eftir tíðar heimsóknir niður á Alþingi þar sem hún hefur gefið sitt álit fyrir hinum ýmsu nefndum. „Það hefur skapast áhugi á að prófa þennan vettvang,“ segir Alma sem vill ekki ræða samstarf flokka í næstu ríkisstjórn. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Mig langar að beita mér enn frekar fyrir land og þjóð. Ég er búin að vera landlæknir í sex ár og nú er tækifæri,“ segir Alma sem skýrði ákvörðun sína í viðtali sem hún veitti fréttastofu nú síðdegis. Vísir greindi frá því í dag að Alma hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Ákvörðunin hafi verið að gerjast um nokkurn tíma, en hún hafi ekki viljað gefa hana út án þess að ræða við heilbrigðisráðherra, hennar næsta yfirmann. Bæði hafi hún leitað til Samfylkingarinnar, en einnig hafi símtöl borist henni innan út flokknum. „Auðvitað er þetta mín ákvörðun og ég gef kost á mér í Suðvesturkjördæmi,“ segir Alma sem sækist eftir 2. sæti listans. Hörð barátta stendur um oddvitasæti listans þar sem núverandi oddviti Þórunn Sveinbjarnardóttir og varaformaður flokksins til tveggja ára Guðmundur Árni Stefánsson sækjast bæði eftir sætinu. Ánægð í starfi en hrifin af áskorunum „En ef þeir sem raða á lista og forystan vilja eitthvað annað, þá má ræða það,“ segir Alma. Ekki hafi verið skynsamlegt að koma ný inn og sækjast beint eftir oddvitasæti. Varðandi störf hennar hjá Landlækni kveðst Alma munu taka sér leyfi um leið og listi flokksins verður birtur. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir myndi taka við Landlæknisembættinu á meðan. Ekki yrði vandamál að snúa aftur til starfa sem Landlæknir ef svo fer að hún nái ekki kjöri. „Ég er auðvitað ánægð í starfi, en ég hef alltaf verið hrifin af nýjum áskorunum og því að takast á við nýja hluti. Tækifærið er núna en ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram sem Landlæknir.“ Áhersla á heilbrigðismál Rík hefð og réttur opinberra starfsmanna væri að hafa afskipti af stjórnmálum. Heilbrigðis- og lýðheilsumálin eru áherslumál Ölmu. „Þau standa augljóslega hjarta mínu næst. En auðvitað er fjöldi annarra mála og undirstaða alls er að ná taki á efnahagnum. En áhersla á heilbrigðismál og sérstaklega mál aldraðra og þeirra barna sem þurfa á þjónustu að halda yrði í forgangi. Er draumurinn að verða heilbrigðisráðherra? „Ég myndi örugglega íhuga það mjög vandlega ef það boð kæmi, en það er auðvitað ekki tímabært að hugsa um það.“ Að lokum segir hún að áhuginn hafi kviknað á pólíkinni eftir tíðar heimsóknir niður á Alþingi þar sem hún hefur gefið sitt álit fyrir hinum ýmsu nefndum. „Það hefur skapast áhugi á að prófa þennan vettvang,“ segir Alma sem vill ekki ræða samstarf flokka í næstu ríkisstjórn.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira