Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2024 17:46 Alma Möller landlæknir hefur tekið stökkið í pólitíkina. vísir Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. „Mig langar að beita mér enn frekar fyrir land og þjóð. Ég er búin að vera landlæknir í sex ár og nú er tækifæri,“ segir Alma sem skýrði ákvörðun sína í viðtali sem hún veitti fréttastofu nú síðdegis. Vísir greindi frá því í dag að Alma hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Ákvörðunin hafi verið að gerjast um nokkurn tíma, en hún hafi ekki viljað gefa hana út án þess að ræða við heilbrigðisráðherra, hennar næsta yfirmann. Bæði hafi hún leitað til Samfylkingarinnar, en einnig hafi símtöl borist henni innan út flokknum. „Auðvitað er þetta mín ákvörðun og ég gef kost á mér í Suðvesturkjördæmi,“ segir Alma sem sækist eftir 2. sæti listans. Hörð barátta stendur um oddvitasæti listans þar sem núverandi oddviti Þórunn Sveinbjarnardóttir og varaformaður flokksins til tveggja ára Guðmundur Árni Stefánsson sækjast bæði eftir sætinu. Ánægð í starfi en hrifin af áskorunum „En ef þeir sem raða á lista og forystan vilja eitthvað annað, þá má ræða það,“ segir Alma. Ekki hafi verið skynsamlegt að koma ný inn og sækjast beint eftir oddvitasæti. Varðandi störf hennar hjá Landlækni kveðst Alma munu taka sér leyfi um leið og listi flokksins verður birtur. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir myndi taka við Landlæknisembættinu á meðan. Ekki yrði vandamál að snúa aftur til starfa sem Landlæknir ef svo fer að hún nái ekki kjöri. „Ég er auðvitað ánægð í starfi, en ég hef alltaf verið hrifin af nýjum áskorunum og því að takast á við nýja hluti. Tækifærið er núna en ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram sem Landlæknir.“ Áhersla á heilbrigðismál Rík hefð og réttur opinberra starfsmanna væri að hafa afskipti af stjórnmálum. Heilbrigðis- og lýðheilsumálin eru áherslumál Ölmu. „Þau standa augljóslega hjarta mínu næst. En auðvitað er fjöldi annarra mála og undirstaða alls er að ná taki á efnahagnum. En áhersla á heilbrigðismál og sérstaklega mál aldraðra og þeirra barna sem þurfa á þjónustu að halda yrði í forgangi. Er draumurinn að verða heilbrigðisráðherra? „Ég myndi örugglega íhuga það mjög vandlega ef það boð kæmi, en það er auðvitað ekki tímabært að hugsa um það.“ Að lokum segir hún að áhuginn hafi kviknað á pólíkinni eftir tíðar heimsóknir niður á Alþingi þar sem hún hefur gefið sitt álit fyrir hinum ýmsu nefndum. „Það hefur skapast áhugi á að prófa þennan vettvang,“ segir Alma sem vill ekki ræða samstarf flokka í næstu ríkisstjórn. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
„Mig langar að beita mér enn frekar fyrir land og þjóð. Ég er búin að vera landlæknir í sex ár og nú er tækifæri,“ segir Alma sem skýrði ákvörðun sína í viðtali sem hún veitti fréttastofu nú síðdegis. Vísir greindi frá því í dag að Alma hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Ákvörðunin hafi verið að gerjast um nokkurn tíma, en hún hafi ekki viljað gefa hana út án þess að ræða við heilbrigðisráðherra, hennar næsta yfirmann. Bæði hafi hún leitað til Samfylkingarinnar, en einnig hafi símtöl borist henni innan út flokknum. „Auðvitað er þetta mín ákvörðun og ég gef kost á mér í Suðvesturkjördæmi,“ segir Alma sem sækist eftir 2. sæti listans. Hörð barátta stendur um oddvitasæti listans þar sem núverandi oddviti Þórunn Sveinbjarnardóttir og varaformaður flokksins til tveggja ára Guðmundur Árni Stefánsson sækjast bæði eftir sætinu. Ánægð í starfi en hrifin af áskorunum „En ef þeir sem raða á lista og forystan vilja eitthvað annað, þá má ræða það,“ segir Alma. Ekki hafi verið skynsamlegt að koma ný inn og sækjast beint eftir oddvitasæti. Varðandi störf hennar hjá Landlækni kveðst Alma munu taka sér leyfi um leið og listi flokksins verður birtur. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir myndi taka við Landlæknisembættinu á meðan. Ekki yrði vandamál að snúa aftur til starfa sem Landlæknir ef svo fer að hún nái ekki kjöri. „Ég er auðvitað ánægð í starfi, en ég hef alltaf verið hrifin af nýjum áskorunum og því að takast á við nýja hluti. Tækifærið er núna en ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram sem Landlæknir.“ Áhersla á heilbrigðismál Rík hefð og réttur opinberra starfsmanna væri að hafa afskipti af stjórnmálum. Heilbrigðis- og lýðheilsumálin eru áherslumál Ölmu. „Þau standa augljóslega hjarta mínu næst. En auðvitað er fjöldi annarra mála og undirstaða alls er að ná taki á efnahagnum. En áhersla á heilbrigðismál og sérstaklega mál aldraðra og þeirra barna sem þurfa á þjónustu að halda yrði í forgangi. Er draumurinn að verða heilbrigðisráðherra? „Ég myndi örugglega íhuga það mjög vandlega ef það boð kæmi, en það er auðvitað ekki tímabært að hugsa um það.“ Að lokum segir hún að áhuginn hafi kviknað á pólíkinni eftir tíðar heimsóknir niður á Alþingi þar sem hún hefur gefið sitt álit fyrir hinum ýmsu nefndum. „Það hefur skapast áhugi á að prófa þennan vettvang,“ segir Alma sem vill ekki ræða samstarf flokka í næstu ríkisstjórn.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“