Skýr skilaboð um að hún vilji verða formaður Árni Sæberg og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 16. október 2024 18:17 Þórdís Kolbrún að loknum ríkisstjórnarfundi. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ákvörðun sína um að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar, vera skýr skilaboð um að hún sé reiðubúin að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum þegar þar að kemur. Þórdís Kolbrún ræddi við fréttamenn áður en hún gekk á fund ríkisstjórnar, sem boðaður var klukkan 16 á Hverfisgötu. Á fundinum var ákveðið að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson myndu skipta á milli sín ráðuneytum VG, sem gert er ráð fyrir að verði staðfest á ríkissráðsfundi á morgun. Fyrir fund var Þórdís Kolbrún spurð út tilkynningu hennar í dag um að hún hyggðist gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi í stað Norðvesturkjördæmis og taka þar annað sæti á lista Sjálfstæðismann, á eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. Þar sækist hún eftir sæti Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Ég hef sagt það skýrt að það er í fyrsta lagi spurningin um hvar ég geri mest gagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hugsjónir hans,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún hafi sömuleiðis verið búsett í Kópavogi síðastliðin áratug. „Mér fannst þetta vera tímapunkturinn, þótt þetta sé ekki atburðarásin sem ég sá fyrir mér.“ Það sé samt sem áður erfitt að kveðja norðvesturkjördæmi. „Ég er þarna fædd og uppalin og er það sem ég er vegna þess. Ég mun sakna þess en ég hætti ekkert að vera Skagamaður. Ég berst auðvitað fyrir landið allt og hagsmunum þess á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, hún á við í norðvesturkjördæmi eins og í suðvesturkjördæmi. Vonandi fæ ég bara áfram umboð til að sinna mínum störfum.“ Hún segist tilbúin að leiða bæði listann og flokkinn ef til þess kemur að Bjarni stígi til hliðar. „Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. En maður tekur eitt skref í einu.“ Viðtalið við Þórdísi er í heild sinni hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þórdís Kolbrún ræddi við fréttamenn áður en hún gekk á fund ríkisstjórnar, sem boðaður var klukkan 16 á Hverfisgötu. Á fundinum var ákveðið að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson myndu skipta á milli sín ráðuneytum VG, sem gert er ráð fyrir að verði staðfest á ríkissráðsfundi á morgun. Fyrir fund var Þórdís Kolbrún spurð út tilkynningu hennar í dag um að hún hyggðist gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi í stað Norðvesturkjördæmis og taka þar annað sæti á lista Sjálfstæðismann, á eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. Þar sækist hún eftir sæti Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Ég hef sagt það skýrt að það er í fyrsta lagi spurningin um hvar ég geri mest gagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hugsjónir hans,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún hafi sömuleiðis verið búsett í Kópavogi síðastliðin áratug. „Mér fannst þetta vera tímapunkturinn, þótt þetta sé ekki atburðarásin sem ég sá fyrir mér.“ Það sé samt sem áður erfitt að kveðja norðvesturkjördæmi. „Ég er þarna fædd og uppalin og er það sem ég er vegna þess. Ég mun sakna þess en ég hætti ekkert að vera Skagamaður. Ég berst auðvitað fyrir landið allt og hagsmunum þess á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, hún á við í norðvesturkjördæmi eins og í suðvesturkjördæmi. Vonandi fæ ég bara áfram umboð til að sinna mínum störfum.“ Hún segist tilbúin að leiða bæði listann og flokkinn ef til þess kemur að Bjarni stígi til hliðar. „Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. En maður tekur eitt skref í einu.“ Viðtalið við Þórdísi er í heild sinni hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira