Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 15:20 Þórdís Kolbrún, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skiptir um kjördæmi, og býður sig fram í sama kjördæmi og formaðurinn. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Þórdís greinir frá þessari breytingu sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir (@thordiskolbrun) Jón Gunnarsson var í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi listann, líkt og hann hefur gert allar götur frá árinu 2009. Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Í færslu sinni segir Þórdís stolt og þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem félagar hennar í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt henni undanfarin ár. „Þar hóf ég störf fyrir flokkinn fyrir 18 árum síðan. Það hefur verið sannkallaður heiður að leiða flokkinn í kjördæminu. Nú er komið að nýjum kafla. Ákvörðunin var ekki endilega augljós, en hún er tekin að ígrunduðu máli,“ segir Þórdís í færslunni. Kraftarnir nýtist best í Kraganum Þórdís nefnir í færslunni að hún hafi búið í áratug í Suðvesturkjördæmi, og alið börn sín upp í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Þar gangi börn þeirra í skóla, stundi íþróttir og eigi vini. Fjölskyldunni líði vel „í þessu frábæra bæjarfélagi sem Sjálfstæðisfólk hefur haldið vel utan um og byggt upp.“ „Við þær aðstæður sem nú eru uppi lít ég beinlínis á það sem hlutverk og skyldu mína sem varaformaður að líta til þess hvar ég vinn stefnu Sjálfstæðisflokksins mest fylgi. Ég trúi því að mínir kraftar muni nýtast Sjálfstæðisflokknum best í þessu stærsta kjördæmi landsins.“ Með þessu segist Þórdís gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar. „Það er svo í þeirra höndum að stilla upp sterkum lista. Ég er klár í verkefnið.“ Jón ræddi mögulega tilfærslu Þórdísar Kolbrúnar við Vísi í gær. „Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ sagði Jón. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þórdís greinir frá þessari breytingu sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir (@thordiskolbrun) Jón Gunnarsson var í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi listann, líkt og hann hefur gert allar götur frá árinu 2009. Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Í færslu sinni segir Þórdís stolt og þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem félagar hennar í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt henni undanfarin ár. „Þar hóf ég störf fyrir flokkinn fyrir 18 árum síðan. Það hefur verið sannkallaður heiður að leiða flokkinn í kjördæminu. Nú er komið að nýjum kafla. Ákvörðunin var ekki endilega augljós, en hún er tekin að ígrunduðu máli,“ segir Þórdís í færslunni. Kraftarnir nýtist best í Kraganum Þórdís nefnir í færslunni að hún hafi búið í áratug í Suðvesturkjördæmi, og alið börn sín upp í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Þar gangi börn þeirra í skóla, stundi íþróttir og eigi vini. Fjölskyldunni líði vel „í þessu frábæra bæjarfélagi sem Sjálfstæðisfólk hefur haldið vel utan um og byggt upp.“ „Við þær aðstæður sem nú eru uppi lít ég beinlínis á það sem hlutverk og skyldu mína sem varaformaður að líta til þess hvar ég vinn stefnu Sjálfstæðisflokksins mest fylgi. Ég trúi því að mínir kraftar muni nýtast Sjálfstæðisflokknum best í þessu stærsta kjördæmi landsins.“ Með þessu segist Þórdís gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar. „Það er svo í þeirra höndum að stilla upp sterkum lista. Ég er klár í verkefnið.“ Jón ræddi mögulega tilfærslu Þórdísar Kolbrúnar við Vísi í gær. „Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ sagði Jón. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira