Hildur leiðir aðgerðahóp forsætisráðherra um að brúa bilið Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 14:55 Hildur Björnsdóttir hefur ítrekað gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að sinna málaflokki leikskóla ekki nægilega vel. Þá hefur hún oft bent á langa biðlista og lélega mönnun innan kerfisins. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn í Reykjavík leiðir aðgerðahóp innan forsætisráðuneytisins sem á að vinna að því að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof í dag eru 12 mánuðir sem foreldrar deila með sér. Almennt komast börn á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í kringum 14 til 18 mánaða aldur. Verkefni aðgerðahópsins felst í að vinna að tímasettri áætlun um aðgerðir til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt skipunarbréfi skal aðgerðahópurinn skila skýrslu ásamt tillögum eigi síðar en 1. apríl 2025. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku skipað aðgerðahópinn. Hópnum er meðal annars falið að horfa heildstætt á umönnun og menntun barna og skoða hvort þörf sé á kerfisbreytingum til að loka umönnunarbilinu. Fylgja eftir yfirlýsingu frá 7. mars Þá kemur einnig fram að hópurinn sé skipaður til að fylgja eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars síðastliðnum sem birt var í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingunni segir að á samningstíma þeirra verði stefnt að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hópurinn er skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, innviðaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, samtaka launafólks (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðgerðahópinn skipa: Hildur Björnsdóttir, án tilnefningar, formaður Bjarki Vigfússon, fulltrú forsætisráðuneytis Hrafnkell Hjörleifsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis Steinunn Rögnvaldsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis Anna Hrefna Ingimundardóttir, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Arnaldur Grétarsson, fulltrúi ASÍ Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi BHM Sonja Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi BSRB Haraldur Freyr Gíslason, fulltrúi KÍ Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga Skóla- og menntamál Leikskólar Fæðingarorlof Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
Fæðingarorlof í dag eru 12 mánuðir sem foreldrar deila með sér. Almennt komast börn á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í kringum 14 til 18 mánaða aldur. Verkefni aðgerðahópsins felst í að vinna að tímasettri áætlun um aðgerðir til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt skipunarbréfi skal aðgerðahópurinn skila skýrslu ásamt tillögum eigi síðar en 1. apríl 2025. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku skipað aðgerðahópinn. Hópnum er meðal annars falið að horfa heildstætt á umönnun og menntun barna og skoða hvort þörf sé á kerfisbreytingum til að loka umönnunarbilinu. Fylgja eftir yfirlýsingu frá 7. mars Þá kemur einnig fram að hópurinn sé skipaður til að fylgja eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars síðastliðnum sem birt var í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingunni segir að á samningstíma þeirra verði stefnt að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hópurinn er skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, innviðaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, samtaka launafólks (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðgerðahópinn skipa: Hildur Björnsdóttir, án tilnefningar, formaður Bjarki Vigfússon, fulltrú forsætisráðuneytis Hrafnkell Hjörleifsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis Steinunn Rögnvaldsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis Anna Hrefna Ingimundardóttir, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Arnaldur Grétarsson, fulltrúi ASÍ Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi BHM Sonja Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi BSRB Haraldur Freyr Gíslason, fulltrúi KÍ Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Skóla- og menntamál Leikskólar Fæðingarorlof Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20