Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2024 23:07 Hildur Björnsdóttir segir stöðuna versna ár frá ári á þessu kjörtímabili fyrir leikskólabörn og foreldra þeirra. Vísir/Vilhelm Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. „Auðvitað vonar maður að staðan nái eitthvað að batna ár frá ári, en það sem við erum að sjá núna er að þann 1. september verða ríflega 800 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi og munu ekki komast inn. Það er verri staðan en við sáum fyrir ári síðan og verri staðan en fyrir tveimur árum. Vandinn er að versna ár frá ári á þessu kjörtímabili,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur segir að nokkrum úthlutunarfösum sé lokið en að það líti út fyrir að þetta verði staðan í haust, að það verði 800 börn á bið. Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær tilkynningu um innritun leikskólabarna í Reykjavík. Þar kom fram að þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa er lokið hafi foreldrar 1.715 barna fengið boð og þegið vistun í leikskóla borgarinnar. Auk þeirra megi gera ráð fyrir að foreldrar um 350 barna einkarekinna leikskóla fái pláss og að mörg þeirra sem séu á bið hjá Reykjavík séu einnig á bið þar. Því eigi heildarmyndin enn eftir að skýrast. Hvött til að draga umsókn til baka hafi þau fengið pláss Foreldrar sem hafa þegið pláss á einum leikskóla eru í tilkynningunni hvattir til að draga til baka umsóknir sínar annar staðar svo að betri heildarmynd fáist af stöðunni. Þá kom fram að ný pláss eigi eftir að bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Barónsstíg/Vörðuskóla opnar. Einingarnar séu komnar á lóðina og unnið að því að standsetja bæði hús og lóð fyrir leikskólastarf. Stefnt sé því að innritun hefjist í sumar. „Auðvitað fagnar maður því að stór hópur foreldra hefur fengið boð um leikskólapláss fyrir börnin sín. Maður óskar þeim til hamingju. Gott að fólk fái einhvern skýrleika í það en það er enn óvissa um það hvenær þessi leikskóladvöl hefst,“ segir Hildur og að borgin sé að gefa sér ríflega tíma til að hefja aðlögun. Aðlögun hefjist seinasta lagi 1. nóvember Gert sé ráð fyrir því að síðasta dagsetning sem foreldrar fá fyrir aðlögun barna sinna sé þann 30. september og að aðlögun hefjist í síðasta lagi þann 1. nóvember. Samkvæmt plani sé þó gert ráð fyrir að öll börn fari í aðlögum sem hafi verið úthlutað plássi og ef ekki tekst að manna verði tekið upp fáliðunarferli. „Þetta er verulega ríflegur tími og með fyrirvara um mönnun. Óvissan er þannig áfram töluvert mikil.“ Þá segir Hildur að útlit sé fyrir að meðalaldur leikskólabarna við inngöngu muni hækka í haust og vera um og yfir 22 mánuðir Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Auðvitað vonar maður að staðan nái eitthvað að batna ár frá ári, en það sem við erum að sjá núna er að þann 1. september verða ríflega 800 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi og munu ekki komast inn. Það er verri staðan en við sáum fyrir ári síðan og verri staðan en fyrir tveimur árum. Vandinn er að versna ár frá ári á þessu kjörtímabili,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur segir að nokkrum úthlutunarfösum sé lokið en að það líti út fyrir að þetta verði staðan í haust, að það verði 800 börn á bið. Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær tilkynningu um innritun leikskólabarna í Reykjavík. Þar kom fram að þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa er lokið hafi foreldrar 1.715 barna fengið boð og þegið vistun í leikskóla borgarinnar. Auk þeirra megi gera ráð fyrir að foreldrar um 350 barna einkarekinna leikskóla fái pláss og að mörg þeirra sem séu á bið hjá Reykjavík séu einnig á bið þar. Því eigi heildarmyndin enn eftir að skýrast. Hvött til að draga umsókn til baka hafi þau fengið pláss Foreldrar sem hafa þegið pláss á einum leikskóla eru í tilkynningunni hvattir til að draga til baka umsóknir sínar annar staðar svo að betri heildarmynd fáist af stöðunni. Þá kom fram að ný pláss eigi eftir að bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Barónsstíg/Vörðuskóla opnar. Einingarnar séu komnar á lóðina og unnið að því að standsetja bæði hús og lóð fyrir leikskólastarf. Stefnt sé því að innritun hefjist í sumar. „Auðvitað fagnar maður því að stór hópur foreldra hefur fengið boð um leikskólapláss fyrir börnin sín. Maður óskar þeim til hamingju. Gott að fólk fái einhvern skýrleika í það en það er enn óvissa um það hvenær þessi leikskóladvöl hefst,“ segir Hildur og að borgin sé að gefa sér ríflega tíma til að hefja aðlögun. Aðlögun hefjist seinasta lagi 1. nóvember Gert sé ráð fyrir því að síðasta dagsetning sem foreldrar fá fyrir aðlögun barna sinna sé þann 30. september og að aðlögun hefjist í síðasta lagi þann 1. nóvember. Samkvæmt plani sé þó gert ráð fyrir að öll börn fari í aðlögum sem hafi verið úthlutað plássi og ef ekki tekst að manna verði tekið upp fáliðunarferli. „Þetta er verulega ríflegur tími og með fyrirvara um mönnun. Óvissan er þannig áfram töluvert mikil.“ Þá segir Hildur að útlit sé fyrir að meðalaldur leikskólabarna við inngöngu muni hækka í haust og vera um og yfir 22 mánuðir
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent