Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 13:48 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu vill fara á Alþingi til að berjast fyrir hagsmunum jaðarsettra hópa. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ingi ætlaði fram í kosningum árið 2022 en framboð hans var metið ógilt vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði um kjörgengi vegna þess að hann var ekki með óflekkað mannorð. Guðmundur Ingi ætlar nú að láta reyna að þetta í annað sinn. „Ég ákvað þetta bara í morgun,“ segir Guðmundur. Hann segir að auðvitað muni uppstillingarnefnd ákveða þetta. Hann eigi eftir að tilkynna þeim um ákvörðun sína en geri það síðar í dag. Raunverulegur fulltrúi jaðarsettra „Orð Kristrúnar eru að hún vill hafa breiða fylkingu með fólki úr öllum áttum, ekki einsleitan hóp. Ég ætla að vera raunverulegur fulltrúi minnihlutahópa og jaðarsettra,“ segir Guðmundur Ingi og að hans mál séu velferðarmál. Guðmundur Ingi hefur mikið unnið með heimilislausum, föngum og fólki með vímuefnaraskanir. Hann segir þróun úrræða og aðstoðar fyrir þessa hópa ekki þróast nægilega ört. „Við verðum að grípa í taumana og gera þetta sjálf. Jaðarsettir hópar eins og heimilislausir og fangar og fólk með vímuefnaraskanir. Ríkið þarf að koma meira að málum. Það er ört stækkandi hópur í samfélaginu sem fellur á milli kerfa og á meðan rífast ríki og sveitarfélög um það hver eigi að sjá um hvað. Það þarf bara að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Það langar mig að gera,“ segir Guðmundur Ingi. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Fíkn Fangelsismál Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Guðmundur Ingi ætlaði fram í kosningum árið 2022 en framboð hans var metið ógilt vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði um kjörgengi vegna þess að hann var ekki með óflekkað mannorð. Guðmundur Ingi ætlar nú að láta reyna að þetta í annað sinn. „Ég ákvað þetta bara í morgun,“ segir Guðmundur. Hann segir að auðvitað muni uppstillingarnefnd ákveða þetta. Hann eigi eftir að tilkynna þeim um ákvörðun sína en geri það síðar í dag. Raunverulegur fulltrúi jaðarsettra „Orð Kristrúnar eru að hún vill hafa breiða fylkingu með fólki úr öllum áttum, ekki einsleitan hóp. Ég ætla að vera raunverulegur fulltrúi minnihlutahópa og jaðarsettra,“ segir Guðmundur Ingi og að hans mál séu velferðarmál. Guðmundur Ingi hefur mikið unnið með heimilislausum, föngum og fólki með vímuefnaraskanir. Hann segir þróun úrræða og aðstoðar fyrir þessa hópa ekki þróast nægilega ört. „Við verðum að grípa í taumana og gera þetta sjálf. Jaðarsettir hópar eins og heimilislausir og fangar og fólk með vímuefnaraskanir. Ríkið þarf að koma meira að málum. Það er ört stækkandi hópur í samfélaginu sem fellur á milli kerfa og á meðan rífast ríki og sveitarfélög um það hver eigi að sjá um hvað. Það þarf bara að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Það langar mig að gera,“ segir Guðmundur Ingi.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Fíkn Fangelsismál Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29
Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46
„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54