Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2024 12:14 Oscar er 16 ára og fra Kólumbíu. Aðsend Sextán ára dreng frá Kólumbíu verður vísað úr landi ásamt föður sínum klukkan 13 í dag. Faðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðir drengsins hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn drengnum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Oscars, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Oscar Andres Florez Bocanegra kom til landsins fyrir tveimur árum. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Sonja segir Oscar afar blíðan og góðan dreng.Aðsend Í niðurstöðu kærunefndar í máli Oscars og fjölskyldu kemur fram að aðstæður í heimalandi séu ekki álitnar þannig að líf eða frelsi þeirra kann að vera í hættu. Kólumbía er þó ekki eitt þeirra ríkja sem er flokkað sem öruggt af Útlendingastofnun. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Önnur systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför, hún er 19 ára Hin systir hans er einnig á Bæjarhrauni og verður flutt með föður sínum til Kólumbíu í dag, hún er tíu ára. Einn á Bæjarhrauni Oscar er eins og stendur, ásamt föður sínum, í úrræði ríkislögreglustjóra við Bæjarhraun og bíður þess að vera fluttur upp á flugvöll klukkan 13. Eftir það verður flogið með hann til Kólumbíu. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Oscars og segir að með brottvísun hans sé verið að brjóta ýmis lög. „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Hefur gert grín og beitt ofbeldi Samkvæmt upplýsingum frá fólki sem Oscar hefur dvalið hjá, Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannssyni, hefur Oscar greint þeim frá því að faðir hans hafi beitt sig margvíslegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi tekið hann kverkataki og herti að, sparkað í hann og einnig gert grín að honum og gert lítið úr honum. Búið er að kæra ofbeldið til lögreglu og var Oscar boðaður í skýrslutöku vegna málsins í sumar. Sonja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi miklar áhyggjur af andlegri líðan Oscars. Þau hafi reynt að fá að kveðja hann en ekki fengið leyfi til þess. „Það er algjörlega óumdeilanlegt að pabbi hans hefur beitt hann ofbeldi,“ segir Sonja. Ofbeldið hafi haft mikil áhrif á hann og hann glími til dæmis við mikinn kvíða. Fá ekki að kveðja hann „Hann er frá því í gær búinn að vera einn í herbergi á Bæjarhrauni. Það er enginn að hugsa um hann. Hann er með mikla áfallastreitu og svaf ekkert í nótt. Hann er mjög hræddur. Við fáum ekki að kveðja hann því við höfum ekki lagalega stöðu til þess,“ segir Sonja. Drengurinn hafi samt sem áður búið hjá þeim frá því í maí eftir að faðir hans sparkaði í hann. Sonja segir þau hafa hugsað um hann sem sitt eigið barn. „Það er með vitneskju lögreglunnar, útlendingastofnunnar og barnaverndar. Að er með vitneskju allra að hann búi hjá okkur. Okkar skilningur á þessu máli er þá bara orðinn þannig að það má berja hann, en ekki á Íslandi. Það á að halda þeim í sundur vegna ofbeldis, en samt senda hann úr landi með ofbeldismanninum,“ segir Sonja. Flestum umsóknum synjað Í gögnum Útlendingastofnunar fyrir síðustu ár kemur fram að í fyrra voru alls 58 umsóknir frá einstaklingum frá Kólumbíu. Tveir fengu vernd eftir efnismeðferð en langflestum var synjað í efnismeðferð, eða 38. Þá fengu 12 umsóknir önnur lok auk þess sem fimm umsóknum var vísað frá vegna þess að þær voru endurteknar. Árið áður bárust alls 42 umsóknir frá einstaklingum frá Kólumbíu,14 umsóknum var synjað og einn fékk mannúðarleyfi. Árið 2021 voru 17 umsóknir og var ellefu synjað. Enginn fékk vernd. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hafnarfjörður Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 15. október 2024 13:22 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Oscars, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Oscar Andres Florez Bocanegra kom til landsins fyrir tveimur árum. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Sonja segir Oscar afar blíðan og góðan dreng.Aðsend Í niðurstöðu kærunefndar í máli Oscars og fjölskyldu kemur fram að aðstæður í heimalandi séu ekki álitnar þannig að líf eða frelsi þeirra kann að vera í hættu. Kólumbía er þó ekki eitt þeirra ríkja sem er flokkað sem öruggt af Útlendingastofnun. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Önnur systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför, hún er 19 ára Hin systir hans er einnig á Bæjarhrauni og verður flutt með föður sínum til Kólumbíu í dag, hún er tíu ára. Einn á Bæjarhrauni Oscar er eins og stendur, ásamt föður sínum, í úrræði ríkislögreglustjóra við Bæjarhraun og bíður þess að vera fluttur upp á flugvöll klukkan 13. Eftir það verður flogið með hann til Kólumbíu. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Oscars og segir að með brottvísun hans sé verið að brjóta ýmis lög. „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Hefur gert grín og beitt ofbeldi Samkvæmt upplýsingum frá fólki sem Oscar hefur dvalið hjá, Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannssyni, hefur Oscar greint þeim frá því að faðir hans hafi beitt sig margvíslegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi tekið hann kverkataki og herti að, sparkað í hann og einnig gert grín að honum og gert lítið úr honum. Búið er að kæra ofbeldið til lögreglu og var Oscar boðaður í skýrslutöku vegna málsins í sumar. Sonja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi miklar áhyggjur af andlegri líðan Oscars. Þau hafi reynt að fá að kveðja hann en ekki fengið leyfi til þess. „Það er algjörlega óumdeilanlegt að pabbi hans hefur beitt hann ofbeldi,“ segir Sonja. Ofbeldið hafi haft mikil áhrif á hann og hann glími til dæmis við mikinn kvíða. Fá ekki að kveðja hann „Hann er frá því í gær búinn að vera einn í herbergi á Bæjarhrauni. Það er enginn að hugsa um hann. Hann er með mikla áfallastreitu og svaf ekkert í nótt. Hann er mjög hræddur. Við fáum ekki að kveðja hann því við höfum ekki lagalega stöðu til þess,“ segir Sonja. Drengurinn hafi samt sem áður búið hjá þeim frá því í maí eftir að faðir hans sparkaði í hann. Sonja segir þau hafa hugsað um hann sem sitt eigið barn. „Það er með vitneskju lögreglunnar, útlendingastofnunnar og barnaverndar. Að er með vitneskju allra að hann búi hjá okkur. Okkar skilningur á þessu máli er þá bara orðinn þannig að það má berja hann, en ekki á Íslandi. Það á að halda þeim í sundur vegna ofbeldis, en samt senda hann úr landi með ofbeldismanninum,“ segir Sonja. Flestum umsóknum synjað Í gögnum Útlendingastofnunar fyrir síðustu ár kemur fram að í fyrra voru alls 58 umsóknir frá einstaklingum frá Kólumbíu. Tveir fengu vernd eftir efnismeðferð en langflestum var synjað í efnismeðferð, eða 38. Þá fengu 12 umsóknir önnur lok auk þess sem fimm umsóknum var vísað frá vegna þess að þær voru endurteknar. Árið áður bárust alls 42 umsóknir frá einstaklingum frá Kólumbíu,14 umsóknum var synjað og einn fékk mannúðarleyfi. Árið 2021 voru 17 umsóknir og var ellefu synjað. Enginn fékk vernd.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hafnarfjörður Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 15. október 2024 13:22 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 15. október 2024 13:22