Lið Adams Inga gæti farið á hausinn í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 08:33 Adam Ingi Benediktsson sést hér svekkja sig í leik með íslenska 21 árs landsliðinu. Hann kom til Östersund í sumar frá Gautaborg. Getty/Ross MacDonald/ Sænska knattspyrnufélagið Östersunds FK er í kapphlaupi við klukkuna í dag þar sem stjórnarmenn reyna allt til að forða félaginu frá gjaldþroti. Íslendingafélagið skuldar sænska skattinum þrjár milljónir sænskra króna, tæpar fjörutíu milljónir í íslenskum krónum, og þarf að greiða skuldina í síðasta lagi í dag. @Sportbladet „Við erum ekki búin að gefast upp ennþá,“ sagði stjórnarformaðurinn Anders Cederberg við Aftonbladet. Lifa í voninni Östersunds FK sendi frá sér tilkynningu í gær um að félagið ætti ekki pening fyrir fyrrnefndri skuld. Félagið fékk frest í faraldrinum en nú er tíminn að renna út. „Þetta er auðvitað erfið staða. Við vorum nálægt því að koma þessu í mark á föstudaginn en það gekk síðan ekki eftir. Við erum enn að reyna að finna leiðir og lifum enn í voninni,“ sagði Cederberg. Fresturinn er til miðnættis í kvöld. Lýsi félagið sig gjaldþrota þá er ekki alveg ljóst hvort það fái að klára tímabilið. Það fer eftir ákvörðun fjárhaldsmanns verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Það eru fjórir leikir eftir og stjórnarformaðurinn telur að það sé öllum í hag að félagið fái að klára tímabilið. „Það er því líklegra en ekki að við fáum að klára tímabilið. Það er í það minnsta mitt mat,“ sagði Cederberg. Kom til félagsins um mitt sumar Íslenski markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur spilað tólf leiki með liðinu í sumar í sænsku b-deildinni í ár. Hann kom til félagsins frá IFK Göteborg um mitt sumar. Hinn 21 árs gamli Adam Ingi er því óvissu með framtíðina hjá sér eins og aðrir leikmenn félagsins. Samningur hans við sænska félagið er til loka desember 2026. Östersund er í 13. sæti sænsku b-deildarinnar af sextán liðum. Tvö neðstu liðin falla beint en næstu tvö fara í umspil. Sænski boltinn Mest lesið Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira
Íslendingafélagið skuldar sænska skattinum þrjár milljónir sænskra króna, tæpar fjörutíu milljónir í íslenskum krónum, og þarf að greiða skuldina í síðasta lagi í dag. @Sportbladet „Við erum ekki búin að gefast upp ennþá,“ sagði stjórnarformaðurinn Anders Cederberg við Aftonbladet. Lifa í voninni Östersunds FK sendi frá sér tilkynningu í gær um að félagið ætti ekki pening fyrir fyrrnefndri skuld. Félagið fékk frest í faraldrinum en nú er tíminn að renna út. „Þetta er auðvitað erfið staða. Við vorum nálægt því að koma þessu í mark á föstudaginn en það gekk síðan ekki eftir. Við erum enn að reyna að finna leiðir og lifum enn í voninni,“ sagði Cederberg. Fresturinn er til miðnættis í kvöld. Lýsi félagið sig gjaldþrota þá er ekki alveg ljóst hvort það fái að klára tímabilið. Það fer eftir ákvörðun fjárhaldsmanns verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Það eru fjórir leikir eftir og stjórnarformaðurinn telur að það sé öllum í hag að félagið fái að klára tímabilið. „Það er því líklegra en ekki að við fáum að klára tímabilið. Það er í það minnsta mitt mat,“ sagði Cederberg. Kom til félagsins um mitt sumar Íslenski markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur spilað tólf leiki með liðinu í sumar í sænsku b-deildinni í ár. Hann kom til félagsins frá IFK Göteborg um mitt sumar. Hinn 21 árs gamli Adam Ingi er því óvissu með framtíðina hjá sér eins og aðrir leikmenn félagsins. Samningur hans við sænska félagið er til loka desember 2026. Östersund er í 13. sæti sænsku b-deildarinnar af sextán liðum. Tvö neðstu liðin falla beint en næstu tvö fara í umspil.
Sænski boltinn Mest lesið Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira