Lið Adams Inga gæti farið á hausinn í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 08:33 Adam Ingi Benediktsson sést hér svekkja sig í leik með íslenska 21 árs landsliðinu. Hann kom til Östersund í sumar frá Gautaborg. Getty/Ross MacDonald/ Sænska knattspyrnufélagið Östersunds FK er í kapphlaupi við klukkuna í dag þar sem stjórnarmenn reyna allt til að forða félaginu frá gjaldþroti. Íslendingafélagið skuldar sænska skattinum þrjár milljónir sænskra króna, tæpar fjörutíu milljónir í íslenskum krónum, og þarf að greiða skuldina í síðasta lagi í dag. @Sportbladet „Við erum ekki búin að gefast upp ennþá,“ sagði stjórnarformaðurinn Anders Cederberg við Aftonbladet. Lifa í voninni Östersunds FK sendi frá sér tilkynningu í gær um að félagið ætti ekki pening fyrir fyrrnefndri skuld. Félagið fékk frest í faraldrinum en nú er tíminn að renna út. „Þetta er auðvitað erfið staða. Við vorum nálægt því að koma þessu í mark á föstudaginn en það gekk síðan ekki eftir. Við erum enn að reyna að finna leiðir og lifum enn í voninni,“ sagði Cederberg. Fresturinn er til miðnættis í kvöld. Lýsi félagið sig gjaldþrota þá er ekki alveg ljóst hvort það fái að klára tímabilið. Það fer eftir ákvörðun fjárhaldsmanns verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Það eru fjórir leikir eftir og stjórnarformaðurinn telur að það sé öllum í hag að félagið fái að klára tímabilið. „Það er því líklegra en ekki að við fáum að klára tímabilið. Það er í það minnsta mitt mat,“ sagði Cederberg. Kom til félagsins um mitt sumar Íslenski markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur spilað tólf leiki með liðinu í sumar í sænsku b-deildinni í ár. Hann kom til félagsins frá IFK Göteborg um mitt sumar. Hinn 21 árs gamli Adam Ingi er því óvissu með framtíðina hjá sér eins og aðrir leikmenn félagsins. Samningur hans við sænska félagið er til loka desember 2026. Östersund er í 13. sæti sænsku b-deildarinnar af sextán liðum. Tvö neðstu liðin falla beint en næstu tvö fara í umspil. Sænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Íslendingafélagið skuldar sænska skattinum þrjár milljónir sænskra króna, tæpar fjörutíu milljónir í íslenskum krónum, og þarf að greiða skuldina í síðasta lagi í dag. @Sportbladet „Við erum ekki búin að gefast upp ennþá,“ sagði stjórnarformaðurinn Anders Cederberg við Aftonbladet. Lifa í voninni Östersunds FK sendi frá sér tilkynningu í gær um að félagið ætti ekki pening fyrir fyrrnefndri skuld. Félagið fékk frest í faraldrinum en nú er tíminn að renna út. „Þetta er auðvitað erfið staða. Við vorum nálægt því að koma þessu í mark á föstudaginn en það gekk síðan ekki eftir. Við erum enn að reyna að finna leiðir og lifum enn í voninni,“ sagði Cederberg. Fresturinn er til miðnættis í kvöld. Lýsi félagið sig gjaldþrota þá er ekki alveg ljóst hvort það fái að klára tímabilið. Það fer eftir ákvörðun fjárhaldsmanns verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Það eru fjórir leikir eftir og stjórnarformaðurinn telur að það sé öllum í hag að félagið fái að klára tímabilið. „Það er því líklegra en ekki að við fáum að klára tímabilið. Það er í það minnsta mitt mat,“ sagði Cederberg. Kom til félagsins um mitt sumar Íslenski markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur spilað tólf leiki með liðinu í sumar í sænsku b-deildinni í ár. Hann kom til félagsins frá IFK Göteborg um mitt sumar. Hinn 21 árs gamli Adam Ingi er því óvissu með framtíðina hjá sér eins og aðrir leikmenn félagsins. Samningur hans við sænska félagið er til loka desember 2026. Östersund er í 13. sæti sænsku b-deildarinnar af sextán liðum. Tvö neðstu liðin falla beint en næstu tvö fara í umspil.
Sænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira