Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. október 2024 15:40 Bjarni á blaðamannafundinum í Stjórnarráðinu í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Bjarni boðaði til með skömmum fyrirvara í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Bjarni segir að þegar hann líti yfir sviðið og horfi til ýmissa mála sjái hann ekki niðurstöðu sem teldist ásættanleg þvert á stjórnarflokkana. „Ég kemst þess vegna að þessari niðurstöðu,“ segir Bjarni. Hann sagði vaxandi ágreinings hafa gætt innan samstarfsins í haust, og nefnir þar útlendingamál og í orkumálum. „Hælisleitendamálin, að tryggja landamæri og auka skilvirkni, er dæmi um mál sem var minna rætt um í síðustu kosningum en þarf að ræða núna.“ Bjarni segist hafa tekið ákvörðunina eftir vandlega ígrundun, og segir um að ræða stórmál. Hann vildi þó ekki greina frá því hvenær hann hefði byrjað að leiða hugann að stjórnarslitum. Leiðir flokkinn inn í kosningar Bjarni var spurður hvort hann myndi leiða flokkinn inn í næstu kosningar, en að undanförnu hafa verið uppi miklar vangaveltur um framtíð hans í formannsstóli, og hann sjálfur ekki gefið neitt upp, fram að þessu. „Ég er formaður flokksins með sterkt umboð, og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær, eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti,“ sagði Bjarni. Ekki korn sem fyllti mælinn Bjarni var spurður hvað hefði verið kornið sem fyllti mælinn, en hann segist ekki vilja nálgast málin með þeim hætti. „Það var fyrirséð að það myndi vaxa spenna í stjórnarsamstarfinu þegar nálgaðist kosningar. Flokkarnir hafa, í þessu stjórnarsamstarfi, eins og allir sjá, ekki verið að ná sér nægilega vel á strik. Ég tel í tilfelli Sjálfstæðisflokksins að margir þeirra sem hafa lýst stuðningi við flokkinn minn, séu að lýsa óánægju með stjórnarsamstarfið þegar þeir gefa sig ekki lengur upp á Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni. Hann sagði bersýnilegt að mikill ágreiningur væri um ákveðin grundvallarmál. Það hafi birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir hælisleitendamál og orkumál. „Vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur, borið saman við það sem ég vil standa fyrir.“ Spurður um ríkisstjórnarsamstarfið hvað snýr að Framsókn segir Bjarni að Framsóknarflokkurinn hafi lagt mikið af mörkum og gegnt lykilhlutverki í ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið mikill ágreiningur við Framsóknarflokkinn um þessi stóru mál,“ sagði Bjarni. Þá vill hann ekki meina að boðað sé til kosninga of seint í ljósi þess hve lengi hafi verið ágreiningur á milli stjórnarflokkanna, einkum milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fylgjast má með fundinum í fréttinni að neðan: Fréttin verður uppfærð. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Bjarni boðaði til með skömmum fyrirvara í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Bjarni segir að þegar hann líti yfir sviðið og horfi til ýmissa mála sjái hann ekki niðurstöðu sem teldist ásættanleg þvert á stjórnarflokkana. „Ég kemst þess vegna að þessari niðurstöðu,“ segir Bjarni. Hann sagði vaxandi ágreinings hafa gætt innan samstarfsins í haust, og nefnir þar útlendingamál og í orkumálum. „Hælisleitendamálin, að tryggja landamæri og auka skilvirkni, er dæmi um mál sem var minna rætt um í síðustu kosningum en þarf að ræða núna.“ Bjarni segist hafa tekið ákvörðunina eftir vandlega ígrundun, og segir um að ræða stórmál. Hann vildi þó ekki greina frá því hvenær hann hefði byrjað að leiða hugann að stjórnarslitum. Leiðir flokkinn inn í kosningar Bjarni var spurður hvort hann myndi leiða flokkinn inn í næstu kosningar, en að undanförnu hafa verið uppi miklar vangaveltur um framtíð hans í formannsstóli, og hann sjálfur ekki gefið neitt upp, fram að þessu. „Ég er formaður flokksins með sterkt umboð, og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær, eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti,“ sagði Bjarni. Ekki korn sem fyllti mælinn Bjarni var spurður hvað hefði verið kornið sem fyllti mælinn, en hann segist ekki vilja nálgast málin með þeim hætti. „Það var fyrirséð að það myndi vaxa spenna í stjórnarsamstarfinu þegar nálgaðist kosningar. Flokkarnir hafa, í þessu stjórnarsamstarfi, eins og allir sjá, ekki verið að ná sér nægilega vel á strik. Ég tel í tilfelli Sjálfstæðisflokksins að margir þeirra sem hafa lýst stuðningi við flokkinn minn, séu að lýsa óánægju með stjórnarsamstarfið þegar þeir gefa sig ekki lengur upp á Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni. Hann sagði bersýnilegt að mikill ágreiningur væri um ákveðin grundvallarmál. Það hafi birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir hælisleitendamál og orkumál. „Vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur, borið saman við það sem ég vil standa fyrir.“ Spurður um ríkisstjórnarsamstarfið hvað snýr að Framsókn segir Bjarni að Framsóknarflokkurinn hafi lagt mikið af mörkum og gegnt lykilhlutverki í ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið mikill ágreiningur við Framsóknarflokkinn um þessi stóru mál,“ sagði Bjarni. Þá vill hann ekki meina að boðað sé til kosninga of seint í ljósi þess hve lengi hafi verið ágreiningur á milli stjórnarflokkanna, einkum milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fylgjast má með fundinum í fréttinni að neðan: Fréttin verður uppfærð.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira