Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 18:50 Magnús Þór er formaður Kennarasambandsins og útilokar ekki verkföll í fleiri skólum. Vísir/Bjarni „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í samtali við Vísi um yfirvofandi verkföll kennara í níu skólum á landinu sem munu hefjast að öllu óbreyttu þann 29. október. Verkföll eru áformuð í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag þar sem viðræðunefnd KÍ og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins munu ræða saman. Klár fyrir mikilvægan fund á þriðjudag Magnús tekur fram að fátt sé búið að breytast síðan að Tónlistarskóli Ísafjarðar bættist við verkfallsaðgerðirnar í gær. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort að fleiri skólar bætist við verkfallið. Hann segir viðræðunefnd KÍ nú leggja allt kapp á að undirbúa sig fyrir fundin á þriðjudaginn. „Við vorum á vinnufundi og erum búin að vera undirbúa okkur fyrir þetta og komum vel undirbúin á fundin á þriðjudaginn. Það er ágætis vinna sem er unnin í heimavinnunni. Við erum klár fyrir vonandi góðan fund á þriðjudaginn.“ Magnús segir að þau séu vongóð um að þeim mæti betra viðmót á fundinum eftir að verkfallið var samþykkt. „Það er ákveðið skref í svona viðræðum þegar það er búið að boða til aðgerða, þá eykst pressan á fólki. Þá verður oft skilvirkari vinna. Við væntum þess. Ég held að allir aðilar við borðið horfi til þess að ná árangri áður en það kemur til aðgerða.“ Mikill samhugur hjá kennurum KÍ finni fyrir miklum samhug hjá kennurum og Magnús segir það ekki hafa komið á óvart að kennarar hafi samþykkt verkfallsaðgerðir. „Þetta er það sem við höfum orðið vör við síðustu átján mánuði. Fólk leggur mikið upp úr því að við náum okkar markmiðum. Kennarar eru einhuga um það að þarna sé verkefni sem þurfi að leysa.“ Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í samtali við Vísi um yfirvofandi verkföll kennara í níu skólum á landinu sem munu hefjast að öllu óbreyttu þann 29. október. Verkföll eru áformuð í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag þar sem viðræðunefnd KÍ og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins munu ræða saman. Klár fyrir mikilvægan fund á þriðjudag Magnús tekur fram að fátt sé búið að breytast síðan að Tónlistarskóli Ísafjarðar bættist við verkfallsaðgerðirnar í gær. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort að fleiri skólar bætist við verkfallið. Hann segir viðræðunefnd KÍ nú leggja allt kapp á að undirbúa sig fyrir fundin á þriðjudaginn. „Við vorum á vinnufundi og erum búin að vera undirbúa okkur fyrir þetta og komum vel undirbúin á fundin á þriðjudaginn. Það er ágætis vinna sem er unnin í heimavinnunni. Við erum klár fyrir vonandi góðan fund á þriðjudaginn.“ Magnús segir að þau séu vongóð um að þeim mæti betra viðmót á fundinum eftir að verkfallið var samþykkt. „Það er ákveðið skref í svona viðræðum þegar það er búið að boða til aðgerða, þá eykst pressan á fólki. Þá verður oft skilvirkari vinna. Við væntum þess. Ég held að allir aðilar við borðið horfi til þess að ná árangri áður en það kemur til aðgerða.“ Mikill samhugur hjá kennurum KÍ finni fyrir miklum samhug hjá kennurum og Magnús segir það ekki hafa komið á óvart að kennarar hafi samþykkt verkfallsaðgerðir. „Þetta er það sem við höfum orðið vör við síðustu átján mánuði. Fólk leggur mikið upp úr því að við náum okkar markmiðum. Kennarar eru einhuga um það að þarna sé verkefni sem þurfi að leysa.“
Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira