Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Árni Sæberg skrifar 11. október 2024 14:13 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem skila á tillögum um hvernig megi efla Hagstofu Íslands sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu. Í tuilkynningu þess efnis segir að nefndinni séjafnframt falið að skila tillögum um hvernig megi best mæta auknum upplýsingaþörfum samfélagsins og nýta gervigreind við öflun, úrvinnslu og birtingu opinberra tölfræðiupplýsinga. „Tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofuna sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og stuðla þannig að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga.“ Mikilvægar tölur reiknaðar rangt Talsverða athygli vakti í vikunni þegar Bjarni greindi frá því að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna hafi verið ofmetnar um fimm þúsund. Einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Bjarni sagði slíkar villur hið versta mál. Einnig var greint frá því í febrúar að íbúar á Íslandi væru talsvert færri en opinberar hagtölur hefðu bent til. Þar af leiðandi hafi hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur bentu til og verðmætasköpun á mann orðin hin sama og fyrir faraldur, þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Konráð formaður Í tilkynningu segir að nefndina skipi Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sem verði formaður nefndarinnar, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri, Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin muni í starfi sínu leita álits opinberra aðila sem sinna söfnun, úrvinnslu og birtingu tölfræðiupplýsinga sem og notenda. Nefndin muni skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2025. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Í tuilkynningu þess efnis segir að nefndinni séjafnframt falið að skila tillögum um hvernig megi best mæta auknum upplýsingaþörfum samfélagsins og nýta gervigreind við öflun, úrvinnslu og birtingu opinberra tölfræðiupplýsinga. „Tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofuna sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og stuðla þannig að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga.“ Mikilvægar tölur reiknaðar rangt Talsverða athygli vakti í vikunni þegar Bjarni greindi frá því að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna hafi verið ofmetnar um fimm þúsund. Einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Bjarni sagði slíkar villur hið versta mál. Einnig var greint frá því í febrúar að íbúar á Íslandi væru talsvert færri en opinberar hagtölur hefðu bent til. Þar af leiðandi hafi hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur bentu til og verðmætasköpun á mann orðin hin sama og fyrir faraldur, þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Konráð formaður Í tilkynningu segir að nefndina skipi Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sem verði formaður nefndarinnar, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri, Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin muni í starfi sínu leita álits opinberra aðila sem sinna söfnun, úrvinnslu og birtingu tölfræðiupplýsinga sem og notenda. Nefndin muni skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2025.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira